Varðstaðan felur í sér að ekki verði hróflað við grunnstoðum. Ný ánauð kynni að vaxa til einhvers sem ekki er betri en ánauð fyrri tíma.
Arnar Þór Jónsson héraðdómari skrifar í Mbl:
Inngangur:
Samkvæmt breska tímaritinu The Economist hefur lýðræðið átt undir högg að sækja víða um heim á tímum kórónuveirunnar. Þótt tímaritið telji að Ísland standi í fremstu röð lýðræðisríkja tel ég að sú ályktun gefi Íslendingum ekki tilefni til oflætis.

Á hátíðarmálþingi Orators 10. febrúar sl. þar sem fjallað var um „Ísland og Evrópu“ færði ég fram varnaðarorð um að lýðræðisleg ásýnd dugi skammt ef framkvæmd lýðræðisins er veikburða. Þar sem þetta efni á brýnt erindi við allan almenning birti ég ábendingar mínar hér til áminningar um að heilbrigt lýðræði grundvallast ekki á glysi í erlendum miðlum, heldur virkri þátttöku almennings með tilheyrandi aðhaldi og gagnrýni. Lýðræðið hvílir á stjórnarskrárvörðum rétti manna til sjálfsákvörðunar, þ.e. að við séum fær um og okkur sé treystandi til að mynda okkur skoðun og taka ákvarðanir. Á þessum grunni lýðræðis og sjálfsákvörðunarréttar byggir einnig vald ríkisins, enda er það sótt til þjóðarinnar og valdhafar fara með ríkisvald í umboði fólksins. Lýðræðið er uppskriftin að því hvernig fella má saman rétt landsmanna til sjálfsákvörðunar og sambúð okkar í þjóðfélagi. Í þessu samhengi eiga allir borgarar jafnan rétt til að skapa og verja það sem kalla má undirstöður góðs samfélags. Frá frelsisstríði Bandaríkjanna hefur þróunin hér á Vesturlöndum stefnt að auknu lýðræði á þessum grunni.
Continue reading “Kreppa lýðræðisins?”