Ávörp á stofnfundi 1. desember 2019

Ávarp Viðars Guðjohnsens jr við opnun fundarins:

„Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund

og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,

en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur

og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.               LESA ÁFRAM 


HÁTÍÐARRÆÐA

Jón Gunnarsson þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins

Úrdráttur ritara úr erindinu:

Jón Gunnarsson hóf mál sitt með því að óska félögum sínum og öðrum fundarmönnum til hamingju með daginn.  Hann minnti á að 1. desember ár hvert er mjög merkilegur dagur í sögu lands og þjóðar.  Þann dag fyrir 101 ári náðist afar merkilegur áfangi í fullveldismálum þjóðarinnar á þessum degi árið 1918.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í grunngildum sínum stutt við rétt einstaklingsins til athafna og verið í forystu fyrir vernd auðlinda okkar gegn erlendri íhlutun og innleitt aukna fjölbreytni í verðmætasköpun þjóðarinnar og þannig stuðlað að fjölbreyttara atvinnulífi í þágu hennar.

Við erum oft kallaðir íhaldsmenn en „íhaldið“ er orð sem andstæðingar okkar byrjuðu að nota sem hnjóðsyrði um Sjálfstæðismenn en að vera íhaldsmaður er ákveðin dyggð sem í raun byggist á því að gleyma ekki uppruna sínum.

LESA ÁFRAM

Jónas Elíasson prófessor

 „Stúdentafélag Reykjavíkur var stofnað 14. nóvember 1871 af nokkrum stúdentum og verður því 150 ára 2021. Félagið var afar virkt í allri þjóðmálaumræðu og beitti sér fyrir mörgum framfaramálum, fyrst og fremst fyrir fullveldi Íslands og sigur í því máli vannst 1. desember 1918. Félagið beitti sér líka fyrir framfaramálum eins og t.d. lagningu síma, fánamálinu og samgöngumálum. Fánamálið síðan 1871 er til lykta leitt. En fjarskipti og samgöngumál eru ennþá meðal þýðingamestu mála landsins, svo ekki sé minnst á aðal baráttumálið, fullveldi Íslands og sjálfsákvörðunarrétt einkum hvað varðar auðlindir landsins og nýtingu þeirra.

LESA ÁFRAM


Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins – Suðurkjördæmi

„Ritari Sjálfstæðisflokksins, stofnfélaga og gestir.

Það fylgir því ábyrgð að vera fullveðja, taka ábyrgð á sjálfum sér, athöfnum og afleiðingum þeirra. Þroski og reynsla er gangur lífsins sem færir okkur fullveldi yfir okkur, frjálsum og fullveðja einstaklingum.

Þjóðir verða ekki fullvalda af sömu ástæðu og við mannfólkið. Íslendingar börðust fyrir fullveldi yfir marga mannsaldra. Þeim sigri er fagnað í dag á 101 árs afmæli fullveldis okkar.

En það fylgir því ábyrgð að vera fullvalda þjóð, ríki með stjórnarskrá og lög sem okkur ber að aðlagast og haga lífi okkar eftir.

LESA ÁFRAM

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri formaður

„Góðir fundarmenn

Ég vil byrja á því að þakka fyrir það traust, sem þið sýnið mér með því að kjósa mig til formennsku í þessu nýstofnaða sjálfstæðisfélagi.

Það er sennilega hið fyrsta sem stofnað er um sérstakt málefni skv. ákvæði í skipulagsreglum flokksins, sem inn kom fyrir nokkrum árum, og kallar á samþykki miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Ósk um slíkt samþykki var send til miðstjórnar fyrir nokkrum vikum og verður tekin fyrir á fundi á þriðjudaginn kemur. Þar til sú ósk hefur verið samþykkt af miðstjórn telst þetta félag ekki vera hluti af skipulagseiningu flokksins.

Markmiðið með stofnun þessa félags er annars vegar að skapa sérstakan vettvang til þess að ræða málefni líðandi stundar og snerta fullveldi þjóðarinnar og hins vegar að halda uppi reglubundinni fræðslu, ekki sízt fyrir ungt fólk um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Og þá er eðlilegt að spurt sé: af hverju?

LESA ÁFRAM