Jón Gunnarsson

Hátíðarávörp

Jón Gunnarsson þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins

Úrdráttur ritara úr erindinu:

Jón Gunnarsson hóf mál sitt með því að óska félögum sínum og öðrum fundarmönnum til hamingju með daginn.  Hann minnti á að 1. desember ár hvert er mjög merkilegur dagur í sögu lands og þjóðar.  Þann dag fyrir 101 ári náðist afar merkilegur áfangi í fullveldismálum þjóðarinnar á þessum degi árið 1918.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í grunngildum sínum stutt við rétt einstaklingsins til athafna og verið í forystu fyrir vernd auðlinda okkar gegn erlendri íhlutun og innleitt aukna fjölbreytni í verðmætasköpun þjóðarinnar og þannig stuðlað að fjölbreyttara atvinnulífi í þágu hennar.

Við erum oft kallaðir íhaldsmenn en „íhaldið“ er orð sem andstæðingar okkar byrjuðu að nota sem hnjóðsyrði um Sjálfstæðismenn en að vera íhaldsmaður er ákveðin dyggð sem í raun byggist á því að gleyma ekki uppruna sínum.

Jón Gunnarsson fjallaði um aðdraganda þess að landhelgin var stækkuð og benti á að Sjálfstæðismenn hafi haft frumkvæði að lagasetningu um verndun landgrunnsins á vísindalegum grunni. Í framhaldi af því var sagt upp samningi, sem Danir höfðu gert við Breta um 3ja mílna landhelgi.  Þetta var upphafið að útfærslu landhelginnar.  Mikil átök urðu þegar fyrsta skrefið var tekið og landhelgin færð í 12 mílur.  Þeim deilum lauk undir forystu Sjálfstæðisflokksins með ásættanlegum samningi við Breta.  Grunnur að framhaldinu var þar lagður með þeim samningum þar sem íslenska ríkisstjórnin áskyldi sér rétt til að vinna að frekari útfærslu landhelginnar.

Varðandi nýtingu orkuauðlindanna í þágu þjóðarinnar.  Sjálfstæðisflokkurinn lék þar höfuðhlutverk í baráttu sem þó var aðallega háð hér innanlands.  Full yfirráð yfir auðlindum okkar er jú algjör forsenda fyrir fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Á sama tíma og flokkurinn okkar hefur staðið varðstöðu um sjálfstæði okkar og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda hefur hann verið í fararbroddi í þátttöku landsins í alþjóðlegri samvinnu.  Afar mikilvægt er að fá viðurkenningu á sérstöðu smá smáþjóðar í stóru landi einkum hvað varðar útflutning á afurðum okkar.  Að þvæi leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt staðið vörð um frelsi okkar og sýnt það með verkum sínum að hann er að þessu leyti víðsýnn og alþjóðlega sinnaður flokkur.  Þetta á einkum við um samstarf okkar við Norðurlöndin, UN og NATO.  Forystumenn flokksins umfram marga aðra hafa ávallt gert sér grein fyrir því að fylgja vestrænum þjóðum í mikilvægu málaflokkum.  Þátttaka okkar á vettvangi UN hefur m.a. leitt til þess að þjóðréttanefnd þess var falið að fjalla um reglur, sem gilda skyldu á hafinu en einnig að koma með tillögur varðandi reglur um landhelgina.  Samstarf okkar innan OECD og EFTA er einnig gott dæmi um það gagn sem við höfum haft af samvinnu við aðrar þjóðir.

Jón Gunnarsson vitnaði í orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hann lét fjalla í háttíðarræðu á fullveldisfagnaði háskólastúdenta þ. 1. desember 1961:

„Fylgjumst með því sem gerist og gætum þess eftir því sem föng eru á að eftir hagsmunum okkar og þörfum sé munað.  Íslendingar mega ekki í þessu fremur en öðru verða afturúr í alþjóðlegri þróun.  Við verðum að vera reiðubúin að leggja okkar að mörkum þar sem af sanngirni verður af okkur krafist.  En þar verður sanngirnin að ráða á alla vegu. Vestræn samvinna hefur nú þegar orðið til mikils góðs fyrir okkur Íslendinga ekki síður en aðra. Við viljum styrkja hana og efla en við gerum það best með því að glata ekki því sem forfeður okkar kepptu eftir börðust fyrir í aldalangri baráttu. Og við skulum muna, að það var ekki vegna þess að Steingrímur Thorsteinsson vildi raða saman faguryrðum heldur af biturri reynslu kynslóðanna, þegar hann kvað til fósturjarðarinnar og við tökum heilshugar undir:

Aldrei, aldrei bindi þig bönd
nema bláfjötur Ægis
við klettótta strönd.“

Haft er einnig eftir BB: „Það er enginn vandi að stjórna landi en það er miskunnarlaust starf að vera formaður Sjálfstæðisflokksins!“ 1)

Í því viðkvæma andrúmslofti sem einkennir stjórnmálin í dag þurfa menn að stíga varlega til jarðar.  Það er sjálfsagt að hafa í huga við stofnun félags innan flokksins okkar en einkenni hans og kjölfesta er þolinmæði fyrir skoðanaskiptum og það að við höfum gætt vel að grunngildum flokksins og þeim atriðum sem sameinar okkur og við þurfum ávallt að hafa þau atriði að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Það er því ekkert að því að menni stofni félag til að sinna hugðarefnum sínum en stofnun slíks félags þarf að samrýmast skipulagsreglum hans flokksins. Tilgangur slíks félags þarf að vera skýr svo og staða hans innan flokksins. Við þurfum að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og fara vel yfir alla þætti.  Þolinmæði fyrir mismunandi skoðunum gerir þó kröfu til okkar allra. Flokkurinn þarf að gæta vel að mismunandi sjónarhornum í hinum fjölmörgu málaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og er Landsfundur æðsta vald flokksins í öllum málum á hann sækja á á nnað þúsund manns hvert sinn.  Það má því segja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi „Þjóðfund“ annað hvert ár.  Á ferðum mínum um landið brýni ég menn til góðra verka og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að mönnum gott eitt til með stofnun þessa félags. Markmiðið með stofnun þess hlýtur að vara að ná til fleiri í okkar samfélagi og fá þá til starfa á vettvangi flokksins og opna umræðu um mikilvæg mál svo sem fullveldi Íslands.

Munum að frelsi fylgir ábyrgð. Gangi ykkur vel!