Jónas Elíasson prófessor
„Stúdentafélag Reykjavíkur var stofnað 14. nóvember 1871 af nokkrum stúdentum og verður því 150 ára 2021. Félagið var afar virkt í allri þjóðmálaumræðu og beitti sér fyrir mörgum framfaramálum, fyrst og fremst fyrir fullveldi Íslands og sigur í því máli vannst 1. desember 1918. Félagið beitti sér líka fyrir framfaramálum eins og t.d. lagningu síma, fánamálinu og samgöngumálum. Fánamálið síðan 1871 er til lykta leitt. En fjarskipti og samgöngumál eru ennþá meðal þýðingamestu mála landsins, svo ekki sé minnst á aðal baráttumálið, fullveldi Íslands og sjálfsákvörðunarrétt einkum hvað varðar auðlindir landsins og nýtingu þeirra.
Saga Stúdentafélags Reykjavíkur sem hefst 1871 sýnir þetta. Þegar starfsemi þess dvínaði, einfaldlega vegna þess að fleiri en stúdentar vildu leggja hönd á árarnar var Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður. Hans aðalbaráttumál hafa ævinlega verið óskert nýting auðlinda landsins af íslendingum sjálfum í sjálfstæðu landi með óskert fullveldi. Þar nægir að benda á uppbyggingu sjávarútvegsins, landhelgismálið og uppbyggingu orkuiðnaðarins.
Góðir fundarmenn, andstæðinga okkar félags eru strax farnir að bendla félagið við annarlegar stjórnmálastefnur, þetta er búið að vera uppáhalds íþrótt andstæðinga Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans. En sjaldan hefur þeim tekist jafn óhöndulega til og nú, þegar listaskólakennari með skegg niður á bringu lét hafa eftir sér að myndin sem þið hafið fyrir framan ykkur minnti á nasisma og Stalínisma. þetta er forsíðumynd Morgunblaðsins frá 1942, Ísland var hernumið land og ef eitthvað væri til í þessu, hefði ritstjóri Morgunblaðsins verið handtekin og færður í fangelsi í Bretlandi. Þar sat t.d. Einar Olgeirsson, þá formaður kommúnistaflokksins, inni fyrir bæði nasisma og Stalínisma.
Ég óska fundarmönnun til hamingju á fullveldisdegi Íslands, og félagi okkar góðrar framtíðar.“