Lög Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál
I. Kafli: Frjáls þjóð í frjálsu landi
1.gr.
Félagið heitir Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál
2.gr.
Við stofnun Sjálfstæðisflokksins voru sett fram tvö ófrávíkjanleg aðalstefnumál. Fyrra aðalstefnumálið var: „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“ og hitt var „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“.
Markmið Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál skal vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð.
II: Kafli: Félagsaðild
3.gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið, sem fylgir aðalstefnumálum Sjálfstæðisflokksins sbr. 2.gr. laganna. Einstaklingur telst fullgildur félagsmaður þegar hann hefur greitt árgjald félagsins.
III. Kafli: Atkvæðisréttur og kjörgengi
4.gr.
Aðeins fullgildir félagsmenn eiga atkvæðisrétt um einstök mál, kosningarétt og kjörgengi og til hvers konar trúnaðarstarfa innan félagsins.
5.gr.
Fullgildir félagsmenn teljast þeir sem hafa greitt félagsgjald eigi síðar en 30 dögum fyrir aðalfund.
IV. Kafli: Stjórn félagsins og starfsemi
6.gr.
Málefni félagsins annast stjórn, félagsfundir og nefndir, sem þessir aðilar kjósa sér til aðstoðar.
7.gr.
Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn að formanni meðtöldum. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Heimilt er að kjósa allt að einn varamann fyrir hvern aðalmann í stjórn. Formaður skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórn sjálf með sér verkum og kýs varaformann, gjaldkera og ritara úr sínum hópi á sínum fyrsta fundi. Á aðalfundi skal velja framkvæmdastjórn með allt að níu manns til eins árs í senn. Heimilt er að velja einn varamann í framkvæmdastjórn fyrir hvern valinn fulltrúa.
Á aðalfundi skal jafnframt kjósa skoðunarmann reikningsskila og annan til vara.
8.gr.
Stjórnin heldur fundi eins oft og þurfa þykir. Óski þrír stjórnarmenn eða fleiri eftir fundi og sendi um það skriflega ósk til formanns félagsins, er skylt að halda stjórnarfund.
9.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins og geta allir fullgildir félagsmenn setið fundinn. Aðalfund skal halda árlega fyrir lok febrúar ár hvert. Aðalfund skal boða með tölvupósti til allra félaga með minnst sjö daga fyrirvara. Tilkynna skal framboð til stjórnar í félaginu þremur dögum fyrir aðalfund.
Á aðalfundi skal skipa sérstakan fundarstjóra og fundarritara.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
- Reikningsskil
- Skýrslur nefnda
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna
- Tillögur um lagabreytingar
- Tillaga um félagsgjald komandi árs.
- Önnur mál.
Í tengslum við fullveldisdaginn þ. 1.desember ár hvert skal félagið standa fyrir hátíðardagskrá sem skal opin öllum.
10.gr.
Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem unnt er og skal stjórn félagsins kappkosta að rækja að öðru leyti hvers konar starfsemi, sem líkleg er til að efla félagið og styrkja málstað þess.
11.gr.
Stjórn félagsins hefur heimild til að velja heiðursfélaga ef henni þykir ástæða til og sérstakir verðleikar eru fyrir hendi og skal hún afhenda þeim heiðursskjal, þar sem getið sé starfa þeirra, er þeir hafa innt af hendi í þágu fullveldis Íslands.
V. Kafli: Félagsgjöld
12.gr
Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi fyrir eitt ár í senn.
13.gr
Reikningstímabil félagsins er almanaksárið.
VI. Kafli: Lagabreytingar o.fl.
- gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skal þess getið í fundarboði, að lagabreytingar verði á dagskrá fundarins.
15.gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi seinna en þrem vikum fyrir aðalfund. Lagabreyting er samþykkt ef 2/3 þeirra sem atkvæði greiða samþykkja hana, greiði færri atkvæði en 2/3 henni atkvæði telst hún felld.