Forgangsreglan og bókun 35 gengur í berhögg við stjórnarskrána og er fullveldisafsal

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar.

Jón Steinar Gunnlaugsson

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Hvað eftir annað hefur landsfundur flokksins ályktað gegn aðild að ESB og framsali fullveldis Íslands í orkumálum til ESB. Það er því ljóst að forysta flokksins gengur þvert á vilja meirihluta sjálfstæðismanna í landinu. Hvers vegna?  Hverra hagsmuna er verið að gæta?

Jón Steinar hefur haldið því fram að það sem gerst hafi nú, er að sett hafi verið fram frumvarp um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem ætlunin sé að setja inn nýtt lagaákvæði. Lagaákvæðið felur í sér að „ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiði skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað“.

Alþingi hefur enga heimild til að framselja vald til erlendra stofnana

Jón Steinar segir þetta einfaldlega ekki ganga upp og Alþingi hafi enga heimild til þess að setja slíkt í lög. Ísland sé fullvalda ríki og í því felist eins og segir í 2. gr. stjórnarskrárinnar að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og það sé enginn afsláttur gefin á því. Aðspurður um hvað muni gerast verði frumvarpið samþykkt á Alþingi segir Jón að þá muni reyna á það fyrir dómstólum hvort lögin standist ákvæði stjórnarskrárinnar.

„Dómstólar dæma eftir réttarheimildum og ef það er rétt sem ég segi, að þetta ákvæði framselji fullveldi umfram heimildir, þá er ljóst að dómstólar muni ekki dæma eftir slíkum ákvæðum þar sem erlendar reglur eru teknar fram yfir það sem Alþingi ályktar um“ segir Jón.

Lagaákvæði frumvarpsins gengur mun lengra

Jón Steinar segir að Alþingi hafi auðvitað heimild til þess að setja ný lög en þarna sé það ekki gert heldur sé verið að vísa til annarra reglna sem koma erlendis frá og talað um að þær eigi að hafa eitthvað lagagildi hér á landi sem ekki standist að mati Jóns Steinars, með því lagaákvæði sem frumvarpið inniheldur sé verið að ganga enn lengra segir Jón.

Eru Íslendingar algjörar rolur gagnvart ESB?

„þetta er einfalt, því fullveldisrétturinn kveður á um að það sé Alþingi sem eigi að setja reglur um refsiverða háttsemi og þess háttar en megi ekki framselja það vald til erlendra stofnana eins og þarna er verið að ráðgera að sé gert“

Jón Steinar segir ljóst af hverju það standi til að setja þetta lagaákvæði inn í lögin.

„Það er verið að setja þetta inn í íslensk lög til þess að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur. Ef það er bara verið að segja, að það felist í þessu yngri lög gagnvart eldri lögum þá þarf ekkert þetta ákvæði vegna þess að ef Alþingi setur ný lög með öðru efni, heldur en eldri lagareglur þá gilda alltaf þær nýju. Það er því augljóst að það er verið að gera þetta til þess að koma til móts við ESB og samhæfa íslenskar reglur við evrópskar reglur án þess að það sé heimilt“

Löggjafinn tali skýrt

Hann segir aðspurður um hvort með þessu sé verið að lauma Íslandi inn í Evrópusambandið segir Jón Steinar að það líti út fyrir að svo sé. Hann segir að ef menn ætli sér að breyta hér lögum, í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. eigi menn að gera það þá hreint og beint en ekki fara eins og kettir með það í kringum heitann graut, það sé mjög mikilvægt að löggjafinn tali skýrt og dulbúi ekki hlutina eins og möguleiki sé á að verið sé að gera með þessu. Löggjafinn eigi að tala skýrt.

Reynir á forseta Íslands ef frumvarpið verður að lögum

Setning Alþingis

Jón Steinar segir aðspurður að verði frumvarpið samþykkt þá muni reyna á forseta Íslands í málinu. Jón bendir á að ef lögin verði að veruleika muni forsetinn þurfa að lesa þau yfir ásamt sínu aðstoðarfólki og meta hvort þau standist stjórnarskrá og geri þau það ekki beri honum að neita að staðfesta þau.

„Auðvitað á hann að neita að skrifa undir lögin ef hann er búinn að kanna með sínu aðstoðarfólki og sérfræðingum og komast að því að þau standist ekki, þá á hann auðvitað að neita að skrifa undir þau“.

Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.
Bókun 35 grefur hann endanlega.

Heimild:

Birt með góðfúslegu leyfi frá Útvarpi Sögu
Hér má hlusta á viðtalið við Jón Steinar í heild sinni