Kosningar til Evrópuþingsins 2024 – Sjónarmið Svía

Svíar orðnir þreyttir á reglugerðarfargani ESB

Eftir Covid-19 faraldurinn lýsti ESB því yfir að efnahagur Evrópu yrði endurreistur. með sérstökum „örvunarpakka“, sem í byrjun yrði fjármagnaður með sameiginlegum lánum. Í desember s.l. höfðu hins vegar aðeins verið greidd út um 30 prósent af úthlutuðu fé. Málið hefur tafist fyrst og fremst vegna regluverks ESB, þ.e. vegna flókinna reglna og krafna, skv. Financial Times (23/1). Krafa er gerð m.a. um að þau ríki innan ESB sem njóta styrkja verði að hafa starfhæfar, lýðræðislegar stofnanir sem Ungverjalandi og Póllandi hafa á undanförnum árum ekki tekist sérstaklega vel. Greiðslurnar festast því í skrifræðinu.

Regluverk ESB um gervigreind

Ráðamenn ESB hafa mun meiri áhuga á að innleiða reglur um gervigreind en að fyrirtæki noti og fjárfesti í þessari nýju tækni. Þeir vísindamenn sem vinna að þróun gervigreindar og annarri háþróaðri tækni virðast hafa áttað sig á þeim skilaboðum frá ESB og eru í unnvörpum að flytja sig frá ESB til svæða þar sem umhverfið er mun hagstæðara.

SVEXIT

Hnignun evrusvæðisins

Afleiðinguna kona fram sem hnignun ESB-svæðisins á undanförnum árum. Bæði hagvöxtur og framleiðni er mun minni en t.d. í Bandaríkjunum, og raunar jafnvel minni en í kreppunni í Japan. Árið 2013 var stærð hagkerfis ESB einungis 91 prósent af hagkerfi Bandaríkjanna, þrátt fyrir meir fjölgun íbúa. Á síðasta ári var hlutfallið komið niður í 65 prósent.

Íþyngjandi reglugerðarfargan ESB

Hið þunga regluverk ESB hefur ekki aðeins haft fjárhagslegar afleiðingar. Á undanförnum árum hafa til dæmis verið knúið í gegn lögum um kynja- og kynþáttakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ganga framar rétti eiganda til að velja sína eigin stjórnskipan (þó svo Svíar búi við skilyrta undantekningu). Auk þess hefur verið rekinn harður áróður fyrir því að koma á svokallaðri „spjallstýringu“ (e: chat control), með stöðugu eftirliti með daglegum samskiptum manna. Tjáningarfrelsið hefur einnig verið skert með fjölda lagafrumvarpa (sbr. fjölmiðlafrumvarp ESB sem hefur verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga)

Að snúa þessari þróun við ætti að vera aðalatriðið í kosningum til Evrópuþingsins í júní í ár. Ýmislegt hefur þó þegar verið gert.  Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands minntu nýlega ábyrgan framkvæmdastjóra ESB, Mario Draghi, á það mikilvæga verkefni efla þurfi samkeppnishæfni Evrópu. Meðal annars þarf að draga úr byrgði regluverksins, ekki síst reglum sem standa í vegi fyrir starfsemi innri markaðarins. Auk þess þarf að setja hömlur á rausnarlega ríkisaðstoð aðildarlandanna til fyrirtækja sem veldur því nú að skuldir ríkjanna vaxa og skerða samkeppnishæfni smærri ríkja.

Svíar eru að átta sig á því að hagvöxtur og velferð byggist á auknum og fjölbreyttum viðskiptum við önnur lönd og bættum skilyrðum og innviðum fyrir innflutning. Öryggis- og hervarnargeta  byggist á efnahagslegum styrk og vexti, en ekki á dreifingu á sífellt þverrandi auðlindum. Það sama gildi um ESB og Evrópu.

Jafnvel innan  ESB er að koma fram skilningu á því a að framtíð Evrópu er í uppnámi vegna víðtækum íþyngjandi reglugerðum, sérstaklega hvað varðar nýja tækni. Til dæmis hefur þróun erfðabreyttrar ræktunar að mestu farið framhjá ESB. 35 Nóbelsverðlaunahafar ásamt fjölda annarra vísindamanna hafa hvatt þingmenn til að samþykkja bættar reglur um þetta efni.

Spurning er, hvaða frambjóðendur Svíþjóðar hyggjast gera til að draga úr núverandi reglugerðarfargani. Það er mál sem þarf að setja á oddinn.

Íslendingar algjörlega sofandi

Íslendingar virðast ekki hafa neinar skoðanir á því sem er að gerast í ESB, því allar reglugerðir sem hingað koma eru stimplaðar athugasemdalaust af Alþingi, þó svo þær séu íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki og framselji fullveldi Íslands til ESB sem er auðvitað brot á stjórnarskránni okkar.  

ref.

Unnið og endursagt úr leiðara Svenska Dagbladet 24. janúar 2024

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *