ESB – umsókn? Enn og aftur?

Leiðari Mbl. föstudaginn 23. september 2022:

Systurflokkarnir vilja kíkja aftur í pakkann sem allir
vita hvað er í…eða hvers vegna gengu Svíar og Finnar í NATO?

Svíar sóttu um aðild að NATO


Þingmenn systurflokkanna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar „um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið“ og fengu hana rædda í þaula á þriðjudag. Forsendur flutningsmannanna fyrir því að taka aftur upp viðræður við Evrópusambandið um aðild eru þær sömu og þær voru þegar málið sigldi eftirminnilega í strand fyrir um áratug, fyrir utan að nú telja þeir að stríðið í Úkraínu gefi þeim færi á að vinna fleiri á sitt band. Það er eitthvað alveg sérstaklega lítið geðfellt við það að reyna að nota yfirgang Pútíns og ógæfu Úkraínumanna til að endurvekja þetta vonlausa mál, en það er engu að síður gert og þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hefur flest verið reynt fyrir þennan vonda málstað. Þannig er beinlínis fullyrt í greinargerð með tillögunni að óhætt sé að segja að „vatnaskil hafi orðið í umræðunni um stöðu Íslands í Evrópu með innrás Rússa í Úkraínu“. Vísað er til þess að Danir hafi samþykkt að falla frá fyrirvörum um að taka fullan þátt í varnarmálasamstarfi ESB og að Finnar og Svíar hafi sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu vegna innrásarinnar. Þetta er fjarstæðukenndur málflutningur og öfugsnúinn, því að sú staðreynd að Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO vegna aukinnar

Lestu áfram

Mogginn kýlir formann xD kaldan í Orkupakkamálinu

Forysta xD nýkjörin

Úr leiðara MBL 20. febrúar 2022:

Orkukreppa Evrópu – Orkukreppa Evrópu setur orkupakka á rétt ljós

“Formaður Sjálfstæðisflokksins gladdi flest flokkssystkini sín stórlega þegar hann lýsti því yfir, úr ræðustól Alþingis, sem óskiljanlegu rugli, ætluðu menn sér að samþykkja orkupakkamálið.
Flokksmenn voru alls hugar fegnir, og uggðu því ekki að sér fyrir vikið, þegar ekkert reyndist að marka gleðiefnið.
Þetta er eitt af þeim stjórnmálalegu undrum sem ekki hafa verið útskýrð. En það er þó ekki brýnast heldur hitt að snúa af þessari ólánsbraut og lagfæra það sem skemmt var í fullkomnu heimildarleysi af óheilu undirmálsliði.”

Ekki er úr vegi að rifja upp ályktun 43. landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2018 en landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð af um tólfhundruð fulltrúum.

Í ályktun Atvinnuveganefndar segir orðrétt: “

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.