Þriðji orkupakki ESB er nú fyrir hæstarétti Noregs

Ekki að undra þótt utanríkisráðherra Íslands vilji flýta innleiðingu Bókunar 35 við EES-samninginn sem framselur endanlega löggjafarvald Alþingis til ESB.

Þann 5. september s.l. hófst meðferð ACER-málsins við hæstarétt Noregs. Samtök andstæðinga Evrópusambandsins í Noregi „Nei TIL EU“ hafa stefnt norska ríkinu vegna þess að Stórþingið samþykkti þriðja orkupakka ESB án þess að fara eftir kröfum stjórnarskrárinnar til afsals á fullveldi Noregs til yfirþjóðlegs valds.

ACER mótmælt við Stórþingið í Osló

Stórþingið nýtti ekki sérákvæði stjórnarskrárinnar um afsal fullveldis, kafla 115. Skv. þeirri grein þarf aukinn meirihluta, þriggja fjórðu hluta atkvæða til stórþingið geti tekið slíka afdrifaríka ákvörðun. Í 115. lið stjórnarskrárinnar er þess einnig krafist að minnst tveir þriðju hlutar þingmanna séu viðstaddir í þingsal á meðan á meðferð málsins stendur, sem var alls ekki raunin.

Samtökin Nei til ESB telja að afsal fullveldis Noregs til Orkustofnunar ESB, ACER í gegnum EES-eftirlitsstofnunina ESA og Orkueftirlitsstofnunina (RME) sé mjög ámælisverð og brjóti algjörlega í bága við norsku stjórnarskrána.

ACER hefur umtalsverð völd á orkusviðinu sem mögulega getur haft mikil áhrif raforkuverð í Noregi með alvarlegum afleiðingum. Þetta hefur aftur mikla þýðingu fyrir norskt samfélag, bæði iðnað og heimili. Málið er því litið mjög alvarlegum augum í Noregi.

Hvers konar völd hefur ACER orkustofnun ESB?

Þriðji orkupakki ESB inniheldur sérstaka reglugerð um ACER sem veitir ACER bindandi ákvarðanatökuvald m.a. í aðildarríkjum EES-samningsins. ACER fylgist með og framfylgir reglum ESB í Noregi (og á Íslandi) í gegnum ESA og Orkueftirlitið (RME), sem er algjörlega óháð norskum (og íslenskum) yfirvöldum. ACER tekur ákvarðanir sem ESA verður síðan að samþykkja og RME innleiðir í Noregi (og á Íslandi). Það getur til dæmis verið um ræða ákvarðanir sem varða Statnett í Noregi og Landsvirkjun á Íslandi.

Völd ACER eru gífurleg

Höfuðstöðvar ACER í Ljubljana í Slóveníu (þar sem kolefniskvótapeningar Íslands kosta einangrun húsa) sjá til þess að farið sé eftir reglum Orkubandalags ESB og getur stofnunin tekið bindandi ákvarðanir í fjölda mála er varða rekstur orkumarkaðarins í ESB t.d. um að raforku sé beint þangað þar sem verðið er hæst o.fl. Í október 2022 ákvað ACER til dæmis að Svenska Kraftnät gæti ekki takmarkað orkuútflutning til Finnlands og Danmerkur eins og Svíar vildu. Völd ACER eru því mjög mikil.

Hvað gerist ef Nei við ESB vinnur málið í hæstarétti Noregs?

Þá kemur í ljós að stjórnarskráin var brotin með ákvörðun Stórþingsins. Ákvörðun Stórþingsins verður ekki ógild í grundvallaratriðum, en ríkisstjórn og Stórþing verða að „hreinsa til“ vegna stjórnarskrárbrotsins. Eðlileg verður sú, að þær breytingar sem gerðar voru á norskum lögum og reglum vegna þriðja orkupakkans verði dregnar til baka.

Leggja má fram innleiðingu þriðja orkupakkans til endurskoðunar samkvæmt 115. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e.a.s. með kröfu um þriggja fjórðu hluta atkvæða. Það verður áreiðanlega ekki slíkur meirihluti á Stórþinginu. Þá mun heldur ekki koma til greina að kynna til sögunnar fjórða orkupakka ESB.

EES-skuldbindingar varðandi þriðja orkupakkann hverfa ekki af sjálfu sér. Samninga er þörf við ESB, ásamt við Ísland og Liechtenstein (EFTA löndin í EES). Enginn uppsagnarréttur er í EES-samningnum en með samkomulagi við ESB í EES-nefndinni er hægt að taka reglugerðir út úr EES. Nauðsyn Norðmanna til að uppfylla stjórnarskrárbundin skilyrði er mikils virði fyrir ESB í slíkum samningaviðræðum.

Niðurstaða Hæstaréttar mun algjörlega breyta því hvernig farið verður með EES-mál um fullveldisafsal í framtíðinni. Slíkur dómur mun leiða í ljós að það eru skýr takmörk fyrir því sem nefnt er „lágmarksinngrip“ og setja þarf leiðbeiningar um hvar þau mörk eru nákvæmlega. Það er löngu orðið tímabært að Stórþingsið geti ekki stöðugt nagað stærri og stærri bita úr fullveldi Noregs með því að beita einföldum meirihluta á Stórþinginu. Þetta mun hafa áhrif á EES-mál á öllum sviðum. Á sviði orkumála mun sú niðurstaða einnig að þýða að fjórði orkupakki ESB verður ekki innleiddur í Noregi.

Ekki að undra þótt utanríkisráðherra Íslands vilji nú flýta innleiðingu Bókunar 35!


ref.
Verdens gang
Nei til EU

Sjálfstæð fullvalda þjóð

Jón Magnússon skrifar í tilefni Fullveldisdagsins 1. desember 2021

Sjálfstæði og fullveldi Íslands og íslensku þjóðarinnar er ekki sjálfsagt eða sjálfgefið og hefur aldrei verið það. Okkur sem erum fædd eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 17.júní 1944 hættir til að telja að stjórnskipuleg réttindi, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar séu sjálfsagður hlutur. Því miður er ekki svo farið og smáþjóð verður stöðugt að vera á varðbergi til að verja réttindi sín menningu og eiginleika.

Jón Magnússon

Ísland naut skammvinns sjálfstæðis frá því að land byggðist þangað til höfðingjar landsins vegna eigin sundrungar og skammsýni neyddust til að játa Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi hollustu sína og ganga honum á hönd með samþykki hins svokallaða „Gamla sáttmála“ árið 1262.

Frá þeim tíma til 1.desember 1918 lutum við erlendu valdi. Fyrst valdi Noregskonunga og síðar Danakonunga eftir að Noregur tapaði sjálfstæði sínu og Danir tóku þar völdin. 

En sjálfstæðisviljinn var alltaf til staða með íslensku þjóðinni. Íslendingar litu jafnan á sig sem sérstaka þjóð með sína sérstöku menningu og tungumál. Áshildarmýrarsamþykktin 1496 er dæmi um það að bændur á Suðurlandi töldu að þeir ættu ákveðin réttindi, sem þeir gætu krafist af konungi að fá að njóta, sem sjálfstæðir menn. Sömu viðhorf var ekki að finna í Evrópu á þeim tíma og er Áshildarmýrarsamþykktin einstök og mjög merkileg í sögu og viðleitni þjóðarinnar til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn.

Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar birtist með ýmsum hætti í áranna rás. Íslendingar vildu ekki játast undir einveldi Danakonungs árið 1662 en gerðu það nauðugir.

Lesa meira

Umrótinu hafnað

Borið hefur á því að stjórnmálamenn missi allan mátt þegar kemur að efnislegri umræðu um fullveldið í framkvæmd og rjúfi jafnvel svardaga sinn.

Viðar Guðjohnsen skrifar í Mbl

Viðar Guðjohnsen

Skattborgarar gengu til kosninga með blendnum tilfinningum þetta árið. Litlu var þeim lofað öðru en óumbeðinni sjálfskuldarábyrgð á annars ábyrgðarlausu fjáraustri stjórnmálamanna. Hvorki fréttamenn né frambjóðendur veittu því athygli að því sem einn fær án þess að vinna fyrir þarf einhver annar að vinna fyrir án þess að fá.

Þjóðin andar léttar

Við íhaldsmenn unnum ekki neina sérstaka sigra á kjördag. Þó má anda léttar því öfgaumrótið var á síðustu dögunum fyrir kosningar komið í örskotslengd frá allsherjarvaldinu. Ef það ætti að velja einn hugmyndafræðilegan sigurvegara í þessum kosningum þá væri það okkar ástkæra lýðveldisstjórnarskrá sem ávallt vakir og verndar. Þau öfl sem vildu henni illt skruppu saman og urðu undir. Aðförin að henni var brotin á bak aftur og vonandi er þeim hildarleik að fullu lokið. Píratar töpuðu fylgi. Það er fagnaðarefni. Sósíalistaflokkurinn með sína eymdarstefnu komst ekki inn á þing sem er annað fagnaðarefni. Jafnaðarmenn sitja að sama skapi eftir með sárt ennið og náðu ekki einu sinni tíund atkvæða. Þetta er ljósið í myrkrinu.

Continue reading “Umrótinu hafnað”