Loftur skrifar:
Það blæs ekki byrlega fyrir flokksskútunni sem hvergi fer með himinskautum. Vegferð ríkisstjórnarinnar er að auki afar óljós enda hallærisstjórn með Maddömuna innanborðs og villuráfandi sósíalista í stafni. Hér fer ekki saman hljóð og mynd.
(gæti verið tilvitnun í frétt á RÚV).
Vandamál flokksins kristallast ekki í formanninum einum heldur frekar í forystu hans, sem gefur grunngildum og stefnu flokksins langt nef og virðir ályktanir Landsfundar að vettugi.
Flokkurinn er orðinn að ólýðræðislegum, Evrópusinnuðum neó-sósíalískum krataflokki þar sem grasrótin er hundsuð, peningum skattborgara dælt í flokkinn og stefnan tekin á Brussel og þangað skal teygja orkupakkaorminn langa í nafni „loftslagsmála og orkuskipta“. Skítt með almúgann sem vel hefur efni á að borga ESB-verð fyrir raforkuna eins og ríku frændur okkar í Noregi. Við verðum jú að bjarga heiminum (og fjárfestum).
Yrði nýr formaður, sem vill koma upp vindtúrbínuþyrpingum á hverjum hól skárri valkostur en sá sem vill virkja hverja smásprænu? Allt í nafni Hvítbókar, Grænbókar, samkeppnisreglna og orkupakka ESB?
Hvort er skárra vatn eða vindur?