Stjórn Félags Sjálfstæðismanna um Fullveldismál (FSF) ályktar:
„Senn fer fram á Alþingi umræða um bókun 35 og við í Félagi Sjálfstæðismanna um fullveldismál hvetjum ykkur til að minnast kjörorðsins góða „Gjör rétt, þol ei órétt!“ og berjast af einurð gegn samþykkt bókunarinnar. Kjósendur flokksins sem láta sér annt um fullveldismál eiga heimtingu á því að þið haldið uppi merkjum sjálfstæðisstefnunnar í þessu máli og sendið þau skilaboð til Brussel að hér á landi sé enn að finna fólk sem staðið getur hnarreist andspænis óbilgjörnum erlendum valdsmönnum.“
