Úr viðtali við Vigdísi Finnbogadóttur á RÚV:
Spyrill RÚV:
„Að lokum Vigdís. Þú ert fjórtán ára gömul þegar lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 1944. Hverjar eru minningar þínar frá þeim degi?“
Vigdís Finnbogadóttir:
„Ákaflega bjartar. Við vorum öll svo hreykin af þessu frelsi og þessu sjálfstæði sem að við innsigluðum á Þingvöllum þennan dag við fórum austur í Steindórsrútu sem var farartæki þeirra tíma og og við vorum öll sparibúinn eða minnsta kosti með sparifötin í töskunni en það var svo mikill vatnsgangur við komumst aldrei í þessi fínu föt okkar en sjálf lýðveldistakan á Lögbergi verður öllum ógleymanleg sem þar voru staddir. Og við megum aldrei, aldrei gleyma því hversu dýrmætt það er að eiga þetta frelsi; mega segja allt upphátt, hugsa allt og vera við sjálf með okkur sjálfum.“
Vigdís Finnbogadóttir f.v. forseti Íslands í útvarpsviðtali á Rás 1, RÚV 26. júní 2022
Hér má hlusta á allt viðtalið í þættinum Reykjavík bernsku minnar, sem er afar fróðlegt