Stokkhólmsheilkennið og stjórnarskráin

Júlíus Valsson:
Sjálfstæðisflokknum hefur verið rænt og þingmönnum flokksins er haldið í gíslingu!

Gíslarnir í eyðimörkinni fyrir trúarskiptin

Horfði í gær á þátt í sænska sjónvarpinu um hann Jóhann Gustafson frá Smálöndum í Suður Svíþjóð. Duglegur ungur drengur sem fór á mótorhjóli um Afríku ásamt vinum sínum. Í Malí datt þeim í huga að skoða borgina Timbuktu, aðallega til að merkja við hana á ferðakortinu. Þar var honum og félögum hans rænt af al-Qaeda skæruliðum og haldið í gíslingu í rúm fimm ár (þ.e. í rúmt eitt kjörtímabil). Til þess að friðmælast við ræningjana þá tók hann múslimatrú og þá voru honum skyndilega allir vegir færir. Í stað þessa að kúldrast einn í búri í brennheitri Sahara eyðimörkinni á daginn og henni ískaldri á kvöldin drakk hann nú te með mannræningjunum, fékk sama mat og þeir, spjallaði kumpánlega við þá við varðeldinn og gat hreyft sig um að vild. Sem múslimi átti hann það ekki á hættu að vera tekinn af lífi. Honum þótti orðið vænt um ræningjana. Johann þakkar sínum sæla fyrir að hafa lesið um sænska bankaræningjann Jan-Erik Olsson sem „fann upp“ Stokkhólmsheilkennið árið 1973. Allir gíslar hans elskuðu og dáðu „Janne Olson“.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú í sömu aðstæðum Johann hinn sænski í eyðimörkinni og gíslarnir í sænska bankanum við Norrmalmstorg. Þeim hefur verið rænt. Til þess að fá að drekka te með forystunni, spjalla óheft um menn og málefni og eiga það ekki á hættu að vera útskúfaðir þurfa þeir að samþykkja allar tilskipanir ESB, sama hvaða nafni þær nefnast, jafnvel þær sem stangast á við stjórnarskrána, og alla almenna skynsemi. Þeir fá jafnvel að skrifa greinar í Moggann um stefnu Sjálfstæðisflokksins og halda flokkráðsfundi svo lengi sem þeir minnast ekki einu orði á að þeim hafi verið rænt, hvað þá að ræða um 3. orkupakkann og alls ekki má nefna Bókun 35.  

Þriðji orkupakki ESB er nú fyrir hæstarétti Noregs

Ekki að undra þótt utanríkisráðherra Íslands vilji flýta innleiðingu Bókunar 35 við EES-samninginn sem framselur endanlega löggjafarvald Alþingis til ESB.

Þann 5. september s.l. hófst meðferð ACER-málsins við hæstarétt Noregs. Samtök andstæðinga Evrópusambandsins í Noregi „Nei TIL EU“ hafa stefnt norska ríkinu vegna þess að Stórþingið samþykkti þriðja orkupakka ESB án þess að fara eftir kröfum stjórnarskrárinnar til afsals á fullveldi Noregs til yfirþjóðlegs valds.

ACER mótmælt við Stórþingið í Osló

Stórþingið nýtti ekki sérákvæði stjórnarskrárinnar um afsal fullveldis, kafla 115. Skv. þeirri grein þarf aukinn meirihluta, þriggja fjórðu hluta atkvæða til stórþingið geti tekið slíka afdrifaríka ákvörðun. Í 115. lið stjórnarskrárinnar er þess einnig krafist að minnst tveir þriðju hlutar þingmanna séu viðstaddir í þingsal á meðan á meðferð málsins stendur, sem var alls ekki raunin.

Samtökin Nei til ESB telja að afsal fullveldis Noregs til Orkustofnunar ESB, ACER í gegnum EES-eftirlitsstofnunina ESA og Orkueftirlitsstofnunina (RME) sé mjög ámælisverð og brjóti algjörlega í bága við norsku stjórnarskrána.

ACER hefur umtalsverð völd á orkusviðinu sem mögulega getur haft mikil áhrif raforkuverð í Noregi með alvarlegum afleiðingum. Þetta hefur aftur mikla þýðingu fyrir norskt samfélag, bæði iðnað og heimili. Málið er því litið mjög alvarlegum augum í Noregi.

Hvers konar völd hefur ACER orkustofnun ESB?

Þriðji orkupakki ESB inniheldur sérstaka reglugerð um ACER sem veitir ACER bindandi ákvarðanatökuvald m.a. í aðildarríkjum EES-samningsins. ACER fylgist með og framfylgir reglum ESB í Noregi (og á Íslandi) í gegnum ESA og Orkueftirlitið (RME), sem er algjörlega óháð norskum (og íslenskum) yfirvöldum. ACER tekur ákvarðanir sem ESA verður síðan að samþykkja og RME innleiðir í Noregi (og á Íslandi). Það getur til dæmis verið um ræða ákvarðanir sem varða Statnett í Noregi og Landsvirkjun á Íslandi.

Völd ACER eru gífurleg

Höfuðstöðvar ACER í Ljubljana í Slóveníu (þar sem kolefniskvótapeningar Íslands kosta einangrun húsa) sjá til þess að farið sé eftir reglum Orkubandalags ESB og getur stofnunin tekið bindandi ákvarðanir í fjölda mála er varða rekstur orkumarkaðarins í ESB t.d. um að raforku sé beint þangað þar sem verðið er hæst o.fl. Í október 2022 ákvað ACER til dæmis að Svenska Kraftnät gæti ekki takmarkað orkuútflutning til Finnlands og Danmerkur eins og Svíar vildu. Völd ACER eru því mjög mikil.

Hvað gerist ef Nei við ESB vinnur málið í hæstarétti Noregs?

Þá kemur í ljós að stjórnarskráin var brotin með ákvörðun Stórþingsins. Ákvörðun Stórþingsins verður ekki ógild í grundvallaratriðum, en ríkisstjórn og Stórþing verða að „hreinsa til“ vegna stjórnarskrárbrotsins. Eðlileg verður sú, að þær breytingar sem gerðar voru á norskum lögum og reglum vegna þriðja orkupakkans verði dregnar til baka.

Leggja má fram innleiðingu þriðja orkupakkans til endurskoðunar samkvæmt 115. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e.a.s. með kröfu um þriggja fjórðu hluta atkvæða. Það verður áreiðanlega ekki slíkur meirihluti á Stórþinginu. Þá mun heldur ekki koma til greina að kynna til sögunnar fjórða orkupakka ESB.

EES-skuldbindingar varðandi þriðja orkupakkann hverfa ekki af sjálfu sér. Samninga er þörf við ESB, ásamt við Ísland og Liechtenstein (EFTA löndin í EES). Enginn uppsagnarréttur er í EES-samningnum en með samkomulagi við ESB í EES-nefndinni er hægt að taka reglugerðir út úr EES. Nauðsyn Norðmanna til að uppfylla stjórnarskrárbundin skilyrði er mikils virði fyrir ESB í slíkum samningaviðræðum.

Niðurstaða Hæstaréttar mun algjörlega breyta því hvernig farið verður með EES-mál um fullveldisafsal í framtíðinni. Slíkur dómur mun leiða í ljós að það eru skýr takmörk fyrir því sem nefnt er „lágmarksinngrip“ og setja þarf leiðbeiningar um hvar þau mörk eru nákvæmlega. Það er löngu orðið tímabært að Stórþingsið geti ekki stöðugt nagað stærri og stærri bita úr fullveldi Noregs með því að beita einföldum meirihluta á Stórþinginu. Þetta mun hafa áhrif á EES-mál á öllum sviðum. Á sviði orkumála mun sú niðurstaða einnig að þýða að fjórði orkupakki ESB verður ekki innleiddur í Noregi.

Ekki að undra þótt utanríkisráðherra Íslands vilji nú flýta innleiðingu Bókunar 35!


ref.
Verdens gang
Nei til EU

Bókun 35 er gróft brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins!

Vegna umræðu um bókun 35, sem virðist stefna í að lögfest verði, með lagafrumvarpi utanríkisráðherra sk. “sjálfstæðisflokks”, vísast hér með til orða Jóns forseta frá árinu 1845:

Jón Sigurðsson forseti

„Eitt af því, sem hefir aukið frægð hina fornu íslendinga fram eftir öldum, er sú þekking á lögum og landstjórn, sem hefir verið þar almenn frá alda öðli í fornöld. Þessu lýsa Íslands fornu lög og dómar lengi frameftir, með lög og lof voru í höndum landsmanna sjálfra. Útlendir ferðamenn, sem voru á Íslandi meðan Jónsbók var í fullu gildi, hafa getið þess, til dæmis um almenna lagamenntun meðal alþýðu á landi voru, að hver lögréttumaður gekk með lögbók sína undir hendi sér til lögréttu, og sýndi þar með, að hann hafði bæði þekking á lögum lands síns, og líka greind á að þýða þau þegar til þurfti að taka. Þetta sýnir einnig hinn mikli fjöldi af afskriftum lögbóka, eins og þau hin miklu söfn af dómabókum, og ýmsar ritgjörðir um lagaþýðingar, sem hafa verið til, og eru enn til í handritum eftir ýmsa lögfróða menn, jafnvel af bændastétt, frá hinum fyrri tímum.

Eftir að hin dönsku lög fóru að komast inn, og ryðja hinum íslensku úr sæti, dróst lagamenntunin smásaman úr höndum bænda, og varð eiginleg eign lagamannanna. En allir þeir hinir helstu af lagamönnum vorum hafa þó fundið, hversu mikils var í misst, þegar lagaþekkingin ekki hafði rót meðal alþýðu manna, að hún varð þar með köld og dauð, svo að sjálf lögin urðu þar fyrir stirð, ógeðfelld og ávaxtarlaus. Þeir hafa þess vegna allir leitast við eftir megni, að rita fræðibækur til leiðbeiningar í þessum efnum. Eigi að síður hefir þessi viðleitni ekki getað borið fullkominn ávöxt, bæði af því, að fræðibækur þessar hafa ekki verið nógu yfirgripsmiklar, og af því, að blendingur danskra og íslenskra laga hefur stundum verið svo mikill, að sjálfir hinir lögfróðustu menn hafa verið í vafa um, eða eru jafnvel enn, hver lög væru í gildi á Íslandi.“