Einar S. Hálfdánarson skrifar í Mbl
Minnkun þjóðarframleiðslu mun færa lífskjörin annað, þ.m.t. góða heilbrigðisþjónustu.
Hægt er að viðhalda lífskjörunum og vernda umhverfið um leið.
Verður það hlutskipti barna okkar og barnabarna að lifa við versnandi lífskjör næstu áratugina? Frambjóðendur Samfylkingar og sumir aðrir boðuðu mikinn samdrátt í neyslu til að ná miklu meiri árangri en kveðið er á um í sameiginlegum markmiðum Evrópuríkja gagnvart Parísarsamningnum. Ég tel unnt að gera miklu betur hvað varðar loftslagsmál og mengun án þess að fórna lífskjörunum. Mjög hallar á Evrópuríkin í Parísarsamningnum en aðrir hafa frítt spil án fullnægjandi skýringa. Og Ísland á ekki að taka þátt í að færa framleiðslu úr landi til að líta betur út á blaði. Sameinuðu þjóðirnar hafa enda varað við slíkri sýndarmennsku. Evrópa hamast meðan aðrir auka losun af miklu kappi. En þannig er staðan nú einu sinni og við hana verður að lifa.
Þróunarhjálp til hjálpar gegn mengun
Með því að samþætta annars vegar loftslagsmál og mengunarvarnir og hins vegar þróunarhjálp getum við gert heiminum miklu meira gagn en með því að einblína á losun á Íslandi.