Eru auðlindir Íslands til sölu?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar um orku- og auðlindamál

Ágústa Ágústsdóttir

 “Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir.

 Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg.

Í dag eru framleiddar 20 terrawattstundir af raforku á ári en sú framleiðsla þyrfti að aukast upp í 42 terrawattstundir ef orkuskiptin eiga að geta átt sér stað. 

 Til að setja hlutina í samhengi samanstendur ein terrawattstund (TW) úr 1.000.000 megawöttum (MW). Kárahnjúkavirkjun er 690 MW með framleiðslugetu upp á 4.600 gígawattstundir (GW) á ári. 1 TW samanstendur af 1.000 GW. Samkvæmt þessu þyrftum við orku rúmlega 5 Kárahnjúkavirkjana til að klára orkuskiptin. Og jafnvel þá, getum við leitt að því líkur að ennþá verði eftirspurn eftir rafmagni. Spurningin er hvort þá sé komið nóg? Verður hagkerfið þá orðið nógu stórt til að hætta að stækka? Ég leyfi mér að staðhæfa að sú verði ekki raunin hjá þeim sem munu eiga hagsmuna að gæta í orkuiðnaðinum sem og hjá erlendum fjárfestum sem, miðað við stefnu stjórnvalda munu fá afhenta æ stærri sneið af orkuauðlindum Íslendinga ef fram fer sem horfir. 

 Hömlur og eignarhald

 Í skýrslu Viðskiptaráðs í kjölfar Viðskiptaþings í febrúar 2023 kemur skýrt fram að menn telji samkeppnisstöðu á orkumarkaðinum skekkta vegna of mikils eignarhalds hins opinbera í orkuframleiðslufyrirtækjum. Það hamli aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Brýnt og aðkallandi sé því að liðka fyrir aðkomu erlendra fjárfesta vegna þeirra miklu fjárfestinga sem þörf sé á.

 Þá kemur fram að hömlur á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu á Íslandi eru þær mestu meðal OECD-ríkja. Þar sem 1,0 tákni algjöra takmörkun trónir Ísland efst með 0,56. Þar á eftir er Finnland með 0,16.

 Í grein Innherja um aukinn kostnað virkjana í febrúar 2023 er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, ráðgjafa og fyrrverandi forstjóra HS orku að 7% orkuframleiðslu landsins sé í höndum einkaaðila. 93% sé á vegum hins opinbera. Þar sé Landsvirkjun langstærsti raforkuframleiðandi landsins með um 75% hlutdeild og ráði yfir nánast allri vatnsmiðlun í raforkukerfinu. Næststærst er svo Orka náttúrunnar með um 20% hlutdeild og er jafnframt stærsti raforkuframleiðandi landsins með jarðhita.

 Sala vindorku erlendra einkaaðila inn á kerfi sem getur ekki tekið við því

 Þá kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs að nauðsynlegt sé að koma á virkum raforkumarkaði og tryggja þurfi vindorkuframleiðendum jafnari aðgang að “stýranlegu afli á móti vindorku” (Stýranleg orka er vatnsaflsorka. Vindorka er ekki stýranleg orka).

 Það kemur á daginn og kemur skýrt fram í greinargerð með þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, sem lá inni á samráðsgátt stjórnvalda í janúar (í furðulega stuttan tíma), að til að mæta þeim miklu sveiflum sem verða við orkuframleiðslu vindorkuvera þarf svokallaða jöfnunarorku. Sú orka þarf að koma frá öðrum orkuverum og má ætla að sú orka muni koma frá vatnsafli frekar en jarðhita þar sem það er talið hentugra afl til slíkrar jöfnunar. 40% stýranlegt vatnsafl er talið þurfa á móti uppsettu vindafli. Þetta þýðir að ef t.d. yrði sett upp 500 MW vindorkuver eins og áætlað er áAusturlandi þá þyrfti aukalega 200 MW jöfnunarorku tryggðafrá vatnsorkuveri (bara fyrir vindorkuverið). Ef vindorkuver er 100 MW þarf það tryggð 40 MW jöfnunarorku. 

 Til að setja þetta í betra samhengi þá skulum við segja að vindorkuver sé nú þegar risið. Vegna hinnar gríðarlegu stærðarvindmyllanna mynda þær litla umframorku. Þá þarf jafnvel að stöðva spaða túrbínunnar í litlum vind og hún getur ekki framleitt rafmagn. Þá kemur jöfnunarorkan frá vatnsaflsvirkjuninni inn til að koma í veg fyrir stöðvun og engar sveiflur verða þá í rafmagnsframleiðslu inn á kerfið. Hámarksnýtingarhlutfall slíks vindmyllugarðs getur legið á bilinu 25-30%.

 En hvað gerist ef vindorkuverið er risið og engin jöfnunarorka er til staðar? Skýrt hefur komið fram að engin slík umframorka er í boði eins og staðan er í dag. Þ.a.l. er það ljóst að ekki er hægt að starfrækja vindorkuver nema að byggja upp fleiri og/eða stærri vatnsaflsvirkjanir.

 Hvað gerist ef stöðva þarf vindorkuver í eigu erlendra fjárfesta sem selja rafmagnið inn á kerfi sem getur ekki tekið á móti því?Getur verið að ríkið sé með því að skapa sér skaðabótaskyldu?

 Þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þessi viðbótar jöfnunarorka sem þarf að vera til eingöngu fyrir vindorkuverin, óháð því hver nýtingin er, sé inni í útreikningum um þau 24 TW sem þurfi fyrir orkuskiptin eða hvort þau bætist við.

 Orkuauðlindir okkar afhentar á gullfati

 Á sama tíma er talað um atvinnuuppbyggingu í víðu samhengi í tengslum við uppbyggingu vindorkugarða. Ef engin jöfnunarorka er til staðar sé ég ekki fyrir mér að áhugasamir fjármagnseigendur muni leita eftir því að fjárfesta í uppbyggingu nýrra fyrirtækja ef svörin um rafmagnaöryggi eru á þessa leið: “Jú þið getið fengið tryggð ákveðið hlutfall þess rafmagns sem þið þurfið en restin er bara eitthvað sem við eigum ekki til enhlýtur að reddast einhvern veginn.”

 Það er ljóst í mínum huga að það þarf að virkja meira. En það er algjörlega galið að ætla afhenda orkuauðlindir okkar á gullfati til erlendra fjárfesta, eftirláta þeim gríðarlega víðfeðm landsvæði til röskunar sem hafa að mínu mati enn stærri umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanir og ætla svo að kaupa af þeim orkuna inn á kerfi sem getur ekki tekið við henni, nema við sérstaklega byggjum til viðbótar nýjar vatnsaflsvirkjanir til að svara þörfum fjárfestanna.

 Erum við s.s. tilbúin að leggja land undir vatnsaflsvirkjanir til að gæta hagsmuna erlendra fjármagnsafla með þeim rökum að vindmyllurnar sem munu dreifa trefjaplasti um víðáttur Íslenskrar náttúru séu að framleiða græna orku? Viljum við þaðfrekar en að virkja vatnsaflið og jarðvarmann á okkar eigin vegum og standa þá um leið vörð um auðlindir okkar og hagsmuni íbúa?

Stjórnvöld öfgahliða  

Við höfum í dag stjórnvöld sem tákna öfga beggja hliða, vinstri og hægri.

 Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra segir að ein helsta ástæða þess hún fór í framboð á sínum tíma hafi verið deilan um Kárahnjúkavirkjun. Hún predikar nauðsyn orkuskipta, endalausir skattar eru lagðir á íbúa vegna þessa, hún segir ekki þurfi að virkja meira því hægt sé að loka einu af álverunum til að fá auka orku, hundruð manna missa vinnuna og hún er tilbúin að vinna að því með Sjálfstæðismönnum að auðlindir okkar verði afhentar erlendum fjármagnseigendum svo framarlega sem auðlindagjald sé greitt. Undir þessi sjónarmið taka fylgismenn hennar í Vinstri grænum.

 Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis- og orkumálaráðherragreiðir svo götu fjárfestanna með því að predika eins og lobbíisti um nauðsyn vindmyllugarða sem nauðsynlega aðgerð í loftlagsmálum, nýtir dómsdagstalið vel og segir tímann vera að renna út. Sjálfstæðismenn vilja ólmir minnka ítök ríkisins í orkuauðlindum landsins, tala um mögulegan sæstreng til Evrópuog vilja greiða leið erlendu fjárfestanna að helstu mjólkurkýr landsins, orkuauðlindinni okkar.

 Það er kominn tími til að íslenska þjóðin vakni og átti sig á hvert er verið að leiða landið. Orkuauðlindir landsins eiga ávallt að vera undir stjórn ríkisvaldsins þar sem Alþingi fer með lokaákvörðunarvald. Þannig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið.

Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar sem er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. (Mikið hefði annars verið ánægjulegt að sjá blaðagrein í þessum dúr eftir einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!)

Orkulaus náttúruvernd

Jónas Elíasson skrifar (visir.is)

Varaaflsskortur

Jónas Elíasson prófessor

Nú er orkuskortur í landinu og verður viðvarandi næstu 4 – 5 árin að líkum lætur. Kerfið er eins og sjómenn kalla það „á tampi“, varla má bila vél án þess að skerða þurfi orkuafhendingu. Þetta kemur orkufyrirtækjunum ekkert illa. Þeim gefst tækifæri til að loka á þá sem eru á lægstu töxtunum og hækka þannig meðalverðið í sölunni. Þetta er þjóðhagslega óhagkvæmt og slæmt fyrir loftslagið, því jarðefnaeldsneyti kemur í stað hinnar hreinu íslensku orku. Nú þurfa loðnubræðslur að brenna 20.000 tonnum af olíu af því að þær fá ekki rafmagn.

Stjórnvöld hafa í gegn um tíðina þurft að beita töluverðum þrýstingi á orkufyrirtækin til að fá þau til að virkja, jafnvel ríkisfyrirtækið Landsvirkjun dregur lappirnar þegar kemur að því að byrja á næstu virkjun, tólf ár eru síðan byrjað var á síðustu virkjun hefur sá tími ekki orðið jafn langur áður. Einangrað orkukerfi eins og Ísland þarf varafl, en það er uppurið eftir þessi tólf ár. Þetta hefur ríkisstjórnin látið gott heita, nú er frekar treyst á ferðamenn en orkuiðnað til að halda uppi þjóðarbúskapnum, og ekki má gleyma því að gróði orkufyrirtækja er mestur meðan ekkert er byggt. Hinir síblönku félagar, ríkiskassinn og Reykjavíkurborg, hefur lapið upp arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum sínum þó þá muni ekkert um þetta lítilræði, án tillits til þess að í orkuskorti tapar þjóðarbúið 10 – 20 földu því verðmæti sem orkan kostar.

Pólitísk uppgjöf fyrir þrýstihópum

Þetta ástand má kalla „de facto“ pólitíska uppgjöf fyrir samtökum í umhverfis og náttúruverndargeira sem búin eru að vera suðandi um skaðsemi allra framkvæmda sem skerða ósnerta náttúru, að þeirra eigin óskeikula mati. Þeir ímynda sér að náttúran eigi um aldur og ævi að vera eins og hún var daginn sem þeir fermdust. Gallinn er auðvitað sá að þeir fermdust ekki allir sama daginn og hvernig á náttúran þá að vera ?

Lestu meira

Ályktun FSF vegna stjórnarmyndunarviðræðna

Frá Félagi Sjálfstæðismanna um Fullveldismál

Ný ríkisstjórn Íslands þarf að takast á við fjölþættan vanda ekki síst vegna þeirra víðtæku áhrifa og þess gríðarlega kostnaðar, sem Covid-19 faraldurinn hefur haft fyrir þjóðarbúið. 

Sjálfstæðisflokkurinn verður að gæta þess í stjórnarmyndunarviðræðum og í starfi að hafa ætíð í heiðri ályktanir landsfunda Sjálfstæðisflokksins einkum hvað varðar frelsi einstaklingsins og fullveldi íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi er nauðsynlegt að taka EES samninginn til endurskoðunar á þessu kjörtímabili.

Til þess að Ísland verði raunverulegt land tækifæranna er grundvallaratriði, að borgararnir fái sem mest frelsi til arðsköpunar, skattar verði í lágmarki og auðlindir landsins verði nýttar til arðsköpunar í sátt við eðlileg verndarsjónarmið, þannig að ekki verði gengið á landsins gæði til tjóns fyrir komandi kynslóðir. 

Í stjórnarmyndunarviðræðum  nú er því nauðsynlegt að vikið verði af þeim vegi friðunar nánast allra staða sem bjóða upp á hefðbundna orkunýtingu og hefur leitt til þess að sumir landshlutar búa við ótryggt og óviðunandi ástand í orkumálum. 

Horfast verður í augu við það að aðgerðaráætlun ríkisins í loftslagsmálum stenst ekki og mun stofna til gagnslausra fjárfestinga, sem leggja óbærilegar byrðar á neytendur og atvinnulíf á komandi árum, þannig að ólíklegt er, að Ísland verði ”land tækifæranna” verði henni fylgt eftir. Ísland þarf að öðlast viðurkenningu á framlagi sínu til loftslagsmála, sem felst í málmbræðslu með hreinni orku. Eigi að kaupa losunarkvóta til áframhaldandi iðnaðar á þessu sviði eru orkulindir á Íslandi nánast verðlausar.

Taka verður skipulag heilbrigðismála til gagngerrar endurskoðunar og gera þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að nýta þjónustu verktaka og annan einkarekstur til að gera gott kerfi fjölbreyttara, öruggara og betra fyrir þá sem þurfa á þjónustu þess að halda. Hefjast skal strax handa við að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á nýjum stað. Stórbæta þarf aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustunni. 

Nauðsynlegt er að við nýtum okkur sjávarútvegsauðlindina í meira mæli en gert hefur verið á undanförnum árum. Eftir rúmlega 40 ára ákveðnar friðunaraðgerðir sem hafa ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlast er full ástæða til að skoða frekari markaðsvæðingu í sjávarútvegi,  rýmkun aflaheimilda sérstaklega á grunnslóð og aukinn sveigjanleika í úthlutun aflaheimilda.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að móta ákveðna stefnu í næstu ríkisstjórn um nauðsynlegar breytingar til að auðvelda ungu fólki að eignast eigin íbúð án þess að það þurfi að sæta félagslegu skömmtunar- og eða leigukerfi. Sú stefna Sjálfstæðisflokksins, sem var einn hornsteinn félagsmálastefnu flokksins um áratuga skeið, að auðvelda ungu fólki að verða eignafólk er mikilvæg og hana verður að endurvekja m.a. með því að frumkvæði og kraftur unga fólksins verði leystur úr læðingi og sé virkjaður með einstaklingsbundnum lóðaúthlutunum í stað þess að lóðaúthlutanir verði aðallega eða nánast eingöngu til stórra byggingaraðila.

Gæta verður þess, að innflutningur fólks verði ekki óhóflegur, til að komast hjá samfélagslegum óstöðugleika og þeirri hættu að þjóðfélagsgerð okkar raskist í grundvallaratriðum eins og raunin er í ýmsum nágrannalöndum okkar. Gera verður kröfu til þeirra, sem flytja búsetu sína til landsins, að þeir læri íslensku og fái fræðslu um sögu landsins og grundvallaratriði íslenskrar þjóðmenningar.

 Bregðast verður við óhóflegum áhuga erlendra auðmanna til að kaupa jarðnæði og auðlindir á Íslandi með því að skerpa á allri sýn, löggjöf og reglum, sem varða eignarhald á landi og auðlindum. Stjórnvöld þurfa að og að endurskoða lög um auðlindir í jörðu

Á sama tíma og gert verið átak til að tryggja ungu fólki farsæld og góða möguleika í lífinu þá verði brugðist við réttmætum og sanngjörnum kröfum eldri borgara til að  ná því grundvallarmarkmiði lýðræðisþjóðfélags, að sátt verði með kynslóðunum og velferð bæði æsku og elli tryggð með viðunandi hætti. Þá verði þess gætt, að framtak og vinnusemi fólks nýtist samfélaginu, en með því væri stigið skref til þess,  að Ísland verði land tækifæranna. 

Gera þarf stórátak í samgöngumálum, ekki síst á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tryggja að íbúarnir hafi frjálst val um þá samgöngumáta sem hentar þeim best.

Tryggt verði að skipulagsákvarðanir og framkvæmdir einstakra sveitarfélaga tefji ekki samgöngur um þjóðvegakerfi landsins óhóflega með tilheyrandi kostnaði fyrir neytendur.

Nýsköpun, framsækni og dugnaður er forsenda velmegunar í samkeppnisþjóðfélagi eins og okkar og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur íslenskra stjórnmála, sem ber skyldu til þess að einstaklingurinn fái jafnan að sýna það sem í honum býr og njóta eigin arðsköpunar.

Samþykkt á stjórnarfundi Félags sjálfstæðismenna um fullveldismál haldinn í Valhöll þ. 9. október 2021