Júnas Elíasson prófessor skrifar:
Kosningaúrslitinn bera keim að því baráttan snýst ekki um stefnumál borin fram af flokksmönnum heldur auglýsingastríð milli ráðandi forystusveita. Þetta hefur komið mismunandi út:
Sjálfstæðisflokkurinn fær þokkalega kosningu, en hann náði ekki að hrífa kjósendur með sér og kemst áfram á góðri frammistöðu. Hann er eins og kartafla, allt það besta er að neðanjarðar.
Framsókn sigraði auglýsingastríðið. Svo eru þau með einn góðan mann.
VG er með forsætisráðherra sem tókst að sannfæra þjóðina um ágæti sitt, alla nema eigin flokksmenn. Það besta sem hún gerir er að koma sér út úr þessum flokki með þá hugsandi flokksmenn sem þar eru og komast í annað samstarf.
Viðreisn er greinilega komin á endapunkt. Evrunuddið dugar ekki lengur.
Píratar töpuðu, en ekki því sem þeir áttu skilið eftir frammistöðuna í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins.
Miðflokkurinn er að skila sér heim. Lífið er erfitt hjá þeim, framsóknarmennskan er í blóðinu, hún erfist.
Jónas Elíasson, research professor
University of Iceland, Kyoto University, Kyoto