Evrópusambandið, vandi Evrópu?

Úr leiðara Mbl:

Það hefur nefnilega verið reglan undanfarin ár, að hin stóru kjölfesturíki ESB fara sínu fram gagnvart hinum minni á jaðrinum þegar það hentar. Þetta mátti sjá á Írlandi í fjármálakreppunni, enn frekar þó á Grikklandi þar sem lýðræðið
mátti líka víkja fyrir Brusselvaldinu, rétt eins og á Ítalíu þar sem þessa dagana er einmitt verið að dubba upp enn einn landstjóra ESB sem forsætisráðherra og búið að fresta kosningum. Í Austur-Evrópu mega svo nýfrjálsu ríkin þar beygja sig undir hagsmuni Þjóðverja með lagningu Nord Streamgasleiðslunnar og eins þurftu Danir, Pólverjar, Tékkar og fleiri evrulausar þjóðir að ábyrgjast stórfenglega lántöku til þess að bjarga evrunni enneina ferðina.



Evrópuhugsjónin kann sumum að hafa virst fögur í upphafi, en hún hefur snúist upp í andhverfu sína, þar sem hin máttugu ríki ráða því sem þau vilja og núningurinn eykst, en vanhæfni og vanmáttur hinnar ólýðræðislegu valdastéttar í Brussel eru orðin að sérstökum vanda.