Kosningar til Evrópuþingsins 2024 – Sjónarmið Svía

Svíar orðnir þreyttir á reglugerðarfargani ESB

Eftir Covid-19 faraldurinn lýsti ESB því yfir að efnahagur Evrópu yrði endurreistur. með sérstökum „örvunarpakka“, sem í byrjun yrði fjármagnaður með sameiginlegum lánum. Í desember s.l. höfðu hins vegar aðeins verið greidd út um 30 prósent af úthlutuðu fé. Málið hefur tafist fyrst og fremst vegna regluverks ESB, þ.e. vegna flókinna reglna og krafna, skv. Financial Times (23/1). Krafa er gerð m.a. um að þau ríki innan ESB sem njóta styrkja verði að hafa starfhæfar, lýðræðislegar stofnanir sem Ungverjalandi og Póllandi hafa á undanförnum árum ekki tekist sérstaklega vel. Greiðslurnar festast því í skrifræðinu.

Regluverk ESB um gervigreind

Ráðamenn ESB hafa mun meiri áhuga á að innleiða reglur um gervigreind en að fyrirtæki noti og fjárfesti í þessari nýju tækni. Þeir vísindamenn sem vinna að þróun gervigreindar og annarri háþróaðri tækni virðast hafa áttað sig á þeim skilaboðum frá ESB og eru í unnvörpum að flytja sig frá ESB til svæða þar sem umhverfið er mun hagstæðara.

SVEXIT

Hnignun evrusvæðisins

Afleiðinguna kona fram sem hnignun ESB-svæðisins á undanförnum árum. Bæði hagvöxtur og framleiðni er mun minni en t.d. í Bandaríkjunum, og raunar jafnvel minni en í kreppunni í Japan. Árið 2013 var stærð hagkerfis ESB einungis 91 prósent af hagkerfi Bandaríkjanna, þrátt fyrir meir fjölgun íbúa. Á síðasta ári var hlutfallið komið niður í 65 prósent.

Íþyngjandi reglugerðarfargan ESB

Hið þunga regluverk ESB hefur ekki aðeins haft fjárhagslegar afleiðingar. Á undanförnum árum hafa til dæmis verið knúið í gegn lögum um kynja- og kynþáttakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ganga framar rétti eiganda til að velja sína eigin stjórnskipan (þó svo Svíar búi við skilyrta undantekningu). Auk þess hefur verið rekinn harður áróður fyrir því að koma á svokallaðri „spjallstýringu“ (e: chat control), með stöðugu eftirliti með daglegum samskiptum manna. Tjáningarfrelsið hefur einnig verið skert með fjölda lagafrumvarpa (sbr. fjölmiðlafrumvarp ESB sem hefur verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga)

Að snúa þessari þróun við ætti að vera aðalatriðið í kosningum til Evrópuþingsins í júní í ár. Ýmislegt hefur þó þegar verið gert.  Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands minntu nýlega ábyrgan framkvæmdastjóra ESB, Mario Draghi, á það mikilvæga verkefni efla þurfi samkeppnishæfni Evrópu. Meðal annars þarf að draga úr byrgði regluverksins, ekki síst reglum sem standa í vegi fyrir starfsemi innri markaðarins. Auk þess þarf að setja hömlur á rausnarlega ríkisaðstoð aðildarlandanna til fyrirtækja sem veldur því nú að skuldir ríkjanna vaxa og skerða samkeppnishæfni smærri ríkja.

Svíar eru að átta sig á því að hagvöxtur og velferð byggist á auknum og fjölbreyttum viðskiptum við önnur lönd og bættum skilyrðum og innviðum fyrir innflutning. Öryggis- og hervarnargeta  byggist á efnahagslegum styrk og vexti, en ekki á dreifingu á sífellt þverrandi auðlindum. Það sama gildi um ESB og Evrópu.

Jafnvel innan  ESB er að koma fram skilningu á því a að framtíð Evrópu er í uppnámi vegna víðtækum íþyngjandi reglugerðum, sérstaklega hvað varðar nýja tækni. Til dæmis hefur þróun erfðabreyttrar ræktunar að mestu farið framhjá ESB. 35 Nóbelsverðlaunahafar ásamt fjölda annarra vísindamanna hafa hvatt þingmenn til að samþykkja bættar reglur um þetta efni.

Spurning er, hvaða frambjóðendur Svíþjóðar hyggjast gera til að draga úr núverandi reglugerðarfargani. Það er mál sem þarf að setja á oddinn.

Íslendingar algjörlega sofandi

Íslendingar virðast ekki hafa neinar skoðanir á því sem er að gerast í ESB, því allar reglugerðir sem hingað koma eru stimplaðar athugasemdalaust af Alþingi, þó svo þær séu íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki og framselji fullveldi Íslands til ESB sem er auðvitað brot á stjórnarskránni okkar.  

ref.

Unnið og endursagt úr leiðara Svenska Dagbladet 24. janúar 2024

Stokkhólmsheilkennið og stjórnarskráin

Júlíus Valsson:
Sjálfstæðisflokknum hefur verið rænt og þingmönnum flokksins er haldið í gíslingu!

Gíslarnir í eyðimörkinni fyrir trúarskiptin

Horfði í gær á þátt í sænska sjónvarpinu um hann Jóhann Gustafson frá Smálöndum í Suður Svíþjóð. Duglegur ungur drengur sem fór á mótorhjóli um Afríku ásamt vinum sínum. Í Malí datt þeim í huga að skoða borgina Timbuktu, aðallega til að merkja við hana á ferðakortinu. Þar var honum og félögum hans rænt af al-Qaeda skæruliðum og haldið í gíslingu í rúm fimm ár (þ.e. í rúmt eitt kjörtímabil). Til þess að friðmælast við ræningjana þá tók hann múslimatrú og þá voru honum skyndilega allir vegir færir. Í stað þessa að kúldrast einn í búri í brennheitri Sahara eyðimörkinni á daginn og henni ískaldri á kvöldin drakk hann nú te með mannræningjunum, fékk sama mat og þeir, spjallaði kumpánlega við þá við varðeldinn og gat hreyft sig um að vild. Sem múslimi átti hann það ekki á hættu að vera tekinn af lífi. Honum þótti orðið vænt um ræningjana. Johann þakkar sínum sæla fyrir að hafa lesið um sænska bankaræningjann Jan-Erik Olsson sem „fann upp“ Stokkhólmsheilkennið árið 1973. Allir gíslar hans elskuðu og dáðu „Janne Olson“.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú í sömu aðstæðum Johann hinn sænski í eyðimörkinni og gíslarnir í sænska bankanum við Norrmalmstorg. Þeim hefur verið rænt. Til þess að fá að drekka te með forystunni, spjalla óheft um menn og málefni og eiga það ekki á hættu að vera útskúfaðir þurfa þeir að samþykkja allar tilskipanir ESB, sama hvaða nafni þær nefnast, jafnvel þær sem stangast á við stjórnarskrána, og alla almenna skynsemi. Þeir fá jafnvel að skrifa greinar í Moggann um stefnu Sjálfstæðisflokksins og halda flokkráðsfundi svo lengi sem þeir minnast ekki einu orði á að þeim hafi verið rænt, hvað þá að ræða um 3. orkupakkann og alls ekki má nefna Bókun 35.  

Forgangsreglan og bókun 35 gengur í berhögg við stjórnarskrána og er fullveldisafsal

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar.

Jón Steinar Gunnlaugsson

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Hvað eftir annað hefur landsfundur flokksins ályktað gegn aðild að ESB og framsali fullveldis Íslands í orkumálum til ESB. Það er því ljóst að forysta flokksins gengur þvert á vilja meirihluta sjálfstæðismanna í landinu. Hvers vegna?  Hverra hagsmuna er verið að gæta?

Jón Steinar hefur haldið því fram að það sem gerst hafi nú, er að sett hafi verið fram frumvarp um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem ætlunin sé að setja inn nýtt lagaákvæði. Lagaákvæðið felur í sér að „ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiði skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað“.

Alþingi hefur enga heimild til að framselja vald til erlendra stofnana

Jón Steinar segir þetta einfaldlega ekki ganga upp og Alþingi hafi enga heimild til þess að setja slíkt í lög. Ísland sé fullvalda ríki og í því felist eins og segir í 2. gr. stjórnarskrárinnar að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og það sé enginn afsláttur gefin á því. Aðspurður um hvað muni gerast verði frumvarpið samþykkt á Alþingi segir Jón að þá muni reyna á það fyrir dómstólum hvort lögin standist ákvæði stjórnarskrárinnar.

„Dómstólar dæma eftir réttarheimildum og ef það er rétt sem ég segi, að þetta ákvæði framselji fullveldi umfram heimildir, þá er ljóst að dómstólar muni ekki dæma eftir slíkum ákvæðum þar sem erlendar reglur eru teknar fram yfir það sem Alþingi ályktar um“ segir Jón.

Lagaákvæði frumvarpsins gengur mun lengra

Jón Steinar segir að Alþingi hafi auðvitað heimild til þess að setja ný lög en þarna sé það ekki gert heldur sé verið að vísa til annarra reglna sem koma erlendis frá og talað um að þær eigi að hafa eitthvað lagagildi hér á landi sem ekki standist að mati Jóns Steinars, með því lagaákvæði sem frumvarpið inniheldur sé verið að ganga enn lengra segir Jón.

Eru Íslendingar algjörar rolur gagnvart ESB?

„þetta er einfalt, því fullveldisrétturinn kveður á um að það sé Alþingi sem eigi að setja reglur um refsiverða háttsemi og þess háttar en megi ekki framselja það vald til erlendra stofnana eins og þarna er verið að ráðgera að sé gert“

Jón Steinar segir ljóst af hverju það standi til að setja þetta lagaákvæði inn í lögin.

„Það er verið að setja þetta inn í íslensk lög til þess að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur. Ef það er bara verið að segja, að það felist í þessu yngri lög gagnvart eldri lögum þá þarf ekkert þetta ákvæði vegna þess að ef Alþingi setur ný lög með öðru efni, heldur en eldri lagareglur þá gilda alltaf þær nýju. Það er því augljóst að það er verið að gera þetta til þess að koma til móts við ESB og samhæfa íslenskar reglur við evrópskar reglur án þess að það sé heimilt“

Löggjafinn tali skýrt

Hann segir aðspurður um hvort með þessu sé verið að lauma Íslandi inn í Evrópusambandið segir Jón Steinar að það líti út fyrir að svo sé. Hann segir að ef menn ætli sér að breyta hér lögum, í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. eigi menn að gera það þá hreint og beint en ekki fara eins og kettir með það í kringum heitann graut, það sé mjög mikilvægt að löggjafinn tali skýrt og dulbúi ekki hlutina eins og möguleiki sé á að verið sé að gera með þessu. Löggjafinn eigi að tala skýrt.

Reynir á forseta Íslands ef frumvarpið verður að lögum

Setning Alþingis

Jón Steinar segir aðspurður að verði frumvarpið samþykkt þá muni reyna á forseta Íslands í málinu. Jón bendir á að ef lögin verði að veruleika muni forsetinn þurfa að lesa þau yfir ásamt sínu aðstoðarfólki og meta hvort þau standist stjórnarskrá og geri þau það ekki beri honum að neita að staðfesta þau.

„Auðvitað á hann að neita að skrifa undir lögin ef hann er búinn að kanna með sínu aðstoðarfólki og sérfræðingum og komast að því að þau standist ekki, þá á hann auðvitað að neita að skrifa undir þau“.

Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.
Bókun 35 grefur hann endanlega.

Heimild:

Birt með góðfúslegu leyfi frá Útvarpi Sögu
Hér má hlusta á viðtalið við Jón Steinar í heild sinni

Sérstakt félag sjálfstæðismanna um fullveldismál – Til hvers?

Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af.

Forsaga

Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál (FSF) var stofnað undir forystu Styrmis Gunnarssonar þann 1. desember 2019. Kveikjan að stofnun félagsins var sú að stuttu áður höfðuallir þingmenn Sjálfstæðisflokksins (að einum undanskildum) samþykkt innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslensk lög. Hvers vegna samþykkti þingflokkur Sjálfstæðismanna á Alþingi framsal á yfirstjórn orkuauðlinda Íslands til ESB? Skýringuna er a.m.k. ekki að finna í ályktunum landsfundar flokksins því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 16. – 18. mars 2018 segir eftirfarandi í ályktun atvinnuveganefndar í kaflanum um iðnaðar- og orkumál:

“Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.”

Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur „æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.”

Því er enn ósvarað, hvers vegna þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykktu innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslensk lög. Það er flestum Sjálfstæðismönnum með öllu óskiljanlegt enda hefur ríkt sátt um skipan íslenskra orkumála, svo sem að orkuverin séu í eigu Íslendinga eða að arðurinn fari til almennings og fyrirtækja í gegnum lágt orkuverð.

Hvaða hagsmunir lágu þar að baki? Er ekki lengur hægt að treysta forystu flokksins til að framfylgja stefnu hans? Hvað kom eiginlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Samband forystunnar við flokksmenn hefur rofnað

Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna er líklega einn versti gjörningur á síðari tímum gegn lýðræðinu. Flokkarnir hafa ekki lengur sömu þörf fyrir flokksmenn sína og sambandið við hinn almenna flokksmann hefur rofnað. Þetta er einkum áberandi í Sjálfstæðisflokknum sem áður gat státað af langöflugasta flokksstarfinu einkum vegna  fjölmennra hverfafélaga í Reykjavík og félögum Sjálfstæðismanna um allt land. Engin alvöru pólitísk umræða fer lengur fram í flokknum og félagsstarfsemi er með minnsta móti. Sem dæmi voru allar stjórnmálaumræður hnepptar í Gleipnisfjötra á síðasta landsfundi. Vandamál Sjálfstæðisflokksins er ekki síst sá, að forustumennirnir eru ekki í nægjanlega góðum tengslum við flokksmenn. Hér á árum áður þá fóru þingmenn um landið þegar Alþingi var ekki að störfum og töluðu við flokksmenn og héldu héraðsmót. Nú fara þér í golf og laxveiðar og eru lítt til viðræðu fyrr en þing kemur saman á nýjan leik. Fylgi flokksins hefur því dalað svo um munar í skoðanakönnunum. Hvað veldur?

Hvers vegna að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?  

Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að heilla til sín kjósendur í næstu Alþingiskosningum? Hvaða baráttumál flokksins verða sett á oddinn? Af hverju getur Sjálfstæðisflokkurinn státað af langri setu í þriggja flokka ríkisstjórn? Hvernig hefur flokkurinn staðið sig í fullveldismálum og samskiptum við ESB? Hefur hann sett hagsmuni þjóðarinnar framar öðrum hagsmunum? Hefur hann sinnt hagsmunum hins almenna kjósanda?

Syndalistinn

Syndalisti forystu Sjálfstæðisflokksins er orðinn æði langur og lengist stöðugt:

  1. Á síðasta landsfundi var gerð alvarleg aðför að lýðræðinu í flokknum framsögumaður málefnanefndar mælti gegn tillögum meirihluta nefndarinnar, sem voru síðan felldar vegna þess að Sjálfstæðisfólk mátti ekki taka skynsamlega afstöðu í málefnum hælisleitenda. Flokksmenn hafa algjörlega misst tiltrúna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, hafi hún einhver verið fyrir. 
  2. Flokkurinn hefur hefur staðið fyrir því að ákvarðanir um  landamæragæslu er komnar í hendur erlendra aðila vegna aðildar Íslands að Schengen. 
  3. Sú ákvörðun að leggja skyndilega fram frumvarp til að innleiða bókun 35 við EES-samninginn og ætla að samþykkja hana án umræðu er gróf aðför að fullveldi Íslands á flestum sviðum. Hvaða Sjálfstæðismanni dettur í hug að framselja löggjafarvald Alþingis til ESB? 
  4. Fullveldisframsalið varðandi orkumál var augljóst þegar þriðji orkupakki ESB var samþykktur af Sjálfstæðisflokknum. 
  5. Persónuverndarlög ESB, sem voru innleidd af Alþingi, eru þegar farin að setja hömlur á tjáningarfrelsi Íslendinga t.d. þegar erlendar vefsíður eru farnar að loka á Ísland í síauknu mæli. ESB er farið að beita sektum á íslensk fyrirtæki vegna laganna sem eiga í raun mun betur við milljónaþjóðir en fámennt samfélag.
  6. Óheftar innleiðingar á regluverki ESB eru að setja verulega íþyngjandi kröfur á lítil íslensk fyrirtæki og hefur einnig valdið því að eftirlitsstofnanir ríkisins hafa bólgnað út með sífellt auknum kostnaði.
  7. Aðför að málfrelsinu er gerð með haturslögum ESB, sem m.a. mun hafa enn frekari lokanir á vefsíðum í för með sér og setja verulegar skorður á tjáningarfrelsið í andstöðu við stjórnarskrá Íslands.
  8. Flokkurinn hefur einnig brugðist algerlega í hagsmunagæslu vegna mengunarkvóta ESB sem mun leggjast þungt á samfélagið innan nokkurra ára og hefur ESB ekki tekið í mál að endurskoða hann þótt hann sé bersýnilega mjög ósanngjarn gagnvart Íslandi. Á Íslandi er nánast öll raforkuframleiðsla græn og kynding húsa með hitaveitu. Engin viðurkenning hefur verið veitt fyrir þessa staðreynd og talað er eins og að framtak okkar til umhverfismála sé slæmt.
  9. Ríkisútgjöld hafa stóraukist og skattar og álögur hafa hækkað. Tryggingagjaldið er enn mikill dragbítur á fyrirtæki og stofnun nýrra fyrirtækja. Ríkisstarfsmönnum fjölgar stöðugt. Vinnandi mönnum er hegnt fyrir dugnað með því að skerða örorku- og ellilífeyri sem er í algjörri andstöðu við sjálfstæðisstefnuna. Í staðinn styðja þingmenn við glórulaus gæluverkefni vinstri manna svo sem Borgarlínu og óheftan innflutning hælisleitenda
  10. Ekkert samráð er haft um afdrifaríkar ákvarðanir í ýmsum málum t.d. viðskiptabann á Rússa, vopnasendingar á klasasprengjum til Úkraínu, brottrekstur sendiherra Rússa, lokun sendiráðs Íslands í Moskvu o.fl. Hvort skipta eigi um þjóð í landinu og gera ensku að opinberu máli hér á landi.
  11. Voru sjálfstæðismenn einhvern tímann spurðir að því hvort þeir vildu að það yrði stefna Sjálfstæðisflokksins að ráðast að skoðana- og tjáningarfrelsinu? 

Lokaorð

Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af. Eins og mál standa nú er einungis tímaspursmál hvenær hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins yfirgefur sinn gamla flokk því núverandi forysta hans virðir hvorki grunngildi eða stefnuskrá hans og þverbrýtur endurtekið stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Varla hefur flokkurinn efni á enn einum klofningnum en kjörfylgi hans hefur aldrei verið lægra.

Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál var stofnað af sjálfstæðismönnum sem allir höfðu
lengi starfað með flokknum og gegnt trúnaðarstöðum fyrir hann. Markmið félagsins er að
endurreisa flokkinn, ásýnd hans og hlutverk í íslenskum stjórnmálum og ná aftur fyrri reisn og bæta orðspor hans. Allir þeir sem aðhyllast stefnu og grunngildi flokksins eru hvattir til að ganga í Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál.

Stjórn félags sjálfstæðismanna um fullveldismál

Hægt er að skrá sig í félagið á fullveldisfelag@gmail.com

Aðalfundur FSF 2023

Félag Sjálfstæðismanna Um Fullveldismál

F.S.U.F.

Aðalfundur 2023 var haldinn í Valhöll þ. 11. Júlí 2023 kl. 17:00

Auglýst dagskrá:

 1.            Ársreikningur lagður fram til samþykktar

 2.            Skýrsla stjórnar

 3.            Kosning formanns

 4.            Kosning stjórnar

 5.            Kosning varastjórnar

 6.            Kosning framkvæmdastjórnar

 7.            Ákvörðun upphæðar félagsgjalda 2023

 8.            Ákvörðun um opna félagsfundi í lok ágúst 2023.

 9.            Önnur mál.

  1. Ársreikningur  

Birgir Steingrímsson gjaldkeri FSF lagði fram ársreikning félagsins og var hann samþykktur einróma

2. Skýrsla stjórnar

Arnar Þór Jónsson formaður FSF flutti skýrslu stjórnar. þar kom m.a. fram að starfsemi félagsins hafi verið mjög virk á starfsárinu og hafi verið og verið áfram afar mikilvægt innlegg í stöðugri baráttu fyrir fullveldi Íslands. Haldnir voru fjölmennir opnir fundir m.a. um útlendingamál með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og merk ráðstefna í Reykholti með norska lagaprófessornum Hans Petter Graver um lýðræði, sjálfstjórnina og fleiri áhugaverðum fyrirlesurum.

FSF var stofnað 2019 í kjölfar samþykktar Alþingis á innleiðingu 3. orkupakkaESB í íslensk lög sem var gróf aðför að fullveldi Íslands í eigin orkumálum. Sá gjörningur var sjálfstæðismönnum mikill sorgaratburður ekki síst þar sem þar voru í fararbroddi ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Nú glímir þjóðin við enn stærri vanda vegna framgöngu ráðherra flokksins þ.e. yfirvofandi innleiðing Bókunar 35 við EES samninginn sem kveður á forgang laga og reglugerða ESB fram yfir íslensk lög! Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á sínum tíma til þess að hér gæti búið frjáls þjóð í frjálsi landi. Hvert er frelsið ef við ráðum ekki sjálf þeim lögum sem hér eiga að gilda? ESB stefnir hraðbyri að stofnun sambandsríkis („Ever Closer Union“ skv. Rómarsáttmálanum) þar sem lýðræðislegt vald fólksins, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald er fært á hendur fjarlægs, yfirþjóðlegs, ólýðræðislegs, skrifræðisveldis. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að standa fyrir lýðræðislegu aðhaldi og valddreifingu. Ef forysta flokksins heldur áfram þeirri stefnu að jaðarsetja þetta félag og koma í veg fyrir að það öðlist fulla aðild að Landsfundum flokksins þá hlýtur að koma að þeim tímapunkti að sú stefna flokksins bíti hann sjálfan í hnakkann.

Að því kann að koma að fólk sem aðhyllist kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, klassískt frjálslyndi og hófsamt íhald og að við stjórnum sjálf okkar eigin för, að það átti sig á því að við getum ekki verið áfram í flokki sem aðhyllist einhvers konar sósíal-kratisma undir forystu sem beinir Íslandi sífellt meir undir áhrifavald ESB án þess að slíkt hafi verið borið undir þjóðina. Með þessu er verið að vanvirða grundvallarstefnu flokksins og þann málflutning sem á sér stað á vettvangi FSF. Við viljum að sjálfsögðu koma í veg fyrir klofning úr Sjálfstæðisflokknum með öllum tiltækum ráðum. En til þess þarf forysta þessa ágæta flokks að viðurkenna rætur sínar og hætta að óttast háværan minnihluta í flokknum en virða þess í stað hinn þögla meirihluta sem hrópar á lýðræði og fullveldi Íslandi til handa. Helsta ósk og hvatning formanns FSF er að við stöndum saman um fullveldið og að við reynum okkar allra besta til stýra flokknum okkar inn á þær brautir sem honum er ætlaðar og til að standa undir þeirri ábyrgð sem honum er ætlað að verja.     

3. Kosning formanns

Arnar Þór Jónsson var sjálfkjörinn formaður FSF. Önnur formannsframboð bárust ekki fyrir aðalfundinn.

4. Kosning stjórnar

Aðalstjórn

Arnar Þór Jónsson

Birgir Örn Steingrímsson
Elinóra Inga Sigurðardóttir
Jón Kári Jónsson
Júlíus Valsson

Varamenn:

Erlendur Borgþórsson
Ingibjörg Sverrisdóttir
Jón Magnússon
Pjétur Stefánsson
Þórður Birgisson

Framkvæmdastjórn:

Ásmundur Friðriksson
Erling Óskar Kristjánsson
Geir Waage
Gísli Ragnarsson
Guðfinnur Halldórsson
Guðmundur Pálsson
Jóhann Birgisson
Ólafur Hannesson
Svala Magnea Ásdísardóttir
Viðar Guðjohnsen jr

Varamenn í framkvæmdastjórn:

Albert Guðmundsson
Halldór Gunnarsson
Halldóra Hjaltadóttir
Júlíus Hafstein
Ólafur Egilsson
Ólafur Ísleifsson
Ragnar Árnason
Ragnar Önundarson

7. Félagsgjald 2023

Félagsgjald fyrir árið 2023 verði kr. 7.000.-

8. Lagabreytingar

Engar tillögur um lagabreytingarhafa borist

9. Fundarröð vegna Bókunar 35 

Samþykkt var tillaga formanns félagsins um að fara fundarherferð á nokkra staði og halda opna félagsfundi um Bókun 35 við EES í ágúst úti á landi t.d. á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi,   Keflavík og á Akranesi. Vekja þarf þjóðina til vakningar um þann vágest sem þar er fyrir dyrum að frumkvæði utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Til stendur að færa löggjafarvald Alþingis nær alfarið undir áhrifavald ESB.

10. Önnur mál

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum héldu erindi þeir Birgir Þórarinsson alþingismaður og Ragnar Önundarson f.v. bankastjóri.  Að því loknu hófust fyrirspurnir úr sal og fjörugar umræður. Þessum fyrirlestrum verður gerð nánari skil síðar.

Fundi var slitið kl 20:00.

Við pennann:

Júlíus Valsson aðalritari

Bókun 35 er gróft brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins!

Vegna umræðu um bókun 35, sem virðist stefna í að lögfest verði, með lagafrumvarpi utanríkisráðherra sk. “sjálfstæðisflokks”, vísast hér með til orða Jóns forseta frá árinu 1845:

Jón Sigurðsson forseti

„Eitt af því, sem hefir aukið frægð hina fornu íslendinga fram eftir öldum, er sú þekking á lögum og landstjórn, sem hefir verið þar almenn frá alda öðli í fornöld. Þessu lýsa Íslands fornu lög og dómar lengi frameftir, með lög og lof voru í höndum landsmanna sjálfra. Útlendir ferðamenn, sem voru á Íslandi meðan Jónsbók var í fullu gildi, hafa getið þess, til dæmis um almenna lagamenntun meðal alþýðu á landi voru, að hver lögréttumaður gekk með lögbók sína undir hendi sér til lögréttu, og sýndi þar með, að hann hafði bæði þekking á lögum lands síns, og líka greind á að þýða þau þegar til þurfti að taka. Þetta sýnir einnig hinn mikli fjöldi af afskriftum lögbóka, eins og þau hin miklu söfn af dómabókum, og ýmsar ritgjörðir um lagaþýðingar, sem hafa verið til, og eru enn til í handritum eftir ýmsa lögfróða menn, jafnvel af bændastétt, frá hinum fyrri tímum.

Eftir að hin dönsku lög fóru að komast inn, og ryðja hinum íslensku úr sæti, dróst lagamenntunin smásaman úr höndum bænda, og varð eiginleg eign lagamannanna. En allir þeir hinir helstu af lagamönnum vorum hafa þó fundið, hversu mikils var í misst, þegar lagaþekkingin ekki hafði rót meðal alþýðu manna, að hún varð þar með köld og dauð, svo að sjálf lögin urðu þar fyrir stirð, ógeðfelld og ávaxtarlaus. Þeir hafa þess vegna allir leitast við eftir megni, að rita fræðibækur til leiðbeiningar í þessum efnum. Eigi að síður hefir þessi viðleitni ekki getað borið fullkominn ávöxt, bæði af því, að fræðibækur þessar hafa ekki verið nógu yfirgripsmiklar, og af því, að blendingur danskra og íslenskra laga hefur stundum verið svo mikill, að sjálfir hinir lögfróðustu menn hafa verið í vafa um, eða eru jafnvel enn, hver lög væru í gildi á Íslandi.“

Skjalafals í boði stjórnvalda og Evrópusambandsins – Upprunaábyrgðir

Hvernig tengjast upprunaábyrgðir skjalafalsi?

Kári skrifar:

Í síðustu grein, um tjáningarfrelsið, var vikið að sannleikshugtakinu og samsvörunarkenningunni um sannleikann. Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum eru m.a. ákvæði um skjalafals. Undir XVII. kafla laganna, 1. mgr. 155. gr., segir svo: „Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.“ Í 2. mgr. 155. gr. segir: „Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.“[i]

Ef gefin er út ábyrgð fyrir einhverju er almennt gengið út frá því að ábyrgðin svari til einhvers sem hægt er að sannreyna, að ábyrgðin passi við andlagið. Þannig er t.d. hægt að sannreyna framleiðsluár bifreiðar eftir verksmiðjunúmeri hennar. Ef hugmyndin um upprunaábyrgðirnar ætti að gilda um uppruna bifreiða gæti eigandi fimm ára gamallar bifreiðar einfaldlega keypt sér „upprunaábyrgð“ og „yngt“ bifreiðina um t.a.m. fjögur ár. Eigandi nýrrar bifreiðar gæti á sama hátt selt þann „unga aldur“ á markaði til hinna sem kysu að „yngja upp“ gamla bíla [á pappírunum].

Í báðum tilvikum er ljóst að ekkert hefur breyst í raunveruleikanum. Gamlir bílar verða áfram gamlir og nýjir bílar (á sama tímapunkti) enn nýir. En við lifum á tímum sýndarveruleika og sýndarstjórnmála – ekkert er eins og það sýnist. Með óheftu hugmyndaflugi má útfæra þetta nánar. T.d. má vel hugsa sér að unglingar, ungmenni, geti í náinni framtíð selt ungan aldur sinn til hinna sem eldri eru.

Sjötugur maður gæti þannig keypt sér „upprunaábyrgð“ á frjálsum markaði og fengið aldri sínum breytt í þjóðskrá [fellur mjög vel að hugmyndinni um „aldurstengt sjálfræði“]. Eftir endurskráningu væri hann ekki lengur sjötugur heldur tvítugur. Báðir græða, ungmennið fær helling af peningum og eldri borgarinn „endurheimtir“ æsku sína. Markaðurinn ræður og sá sem vill greiða fyrir „yngingu“ á að hafa rétt til þess. Fyrirkomulagið hvetur til „yngingar“ og „eilífrar æsku“.

Hvað eru upprunaábyrgðir?

Upprunaábyrgðir eru verslunarhæf orkuskírteini, skilgreindar í tilskipunum Evrópusambandsins, 2009/28/EB og 2018/2001/ESB.[ii] Í stuttu máli má segja að upprunaábyrgðir (evrópska fyrirkomulagið) séu hugsaðar sem söluvara með vísan til umhverfisávinnings sem tengist endurnýjanlegri orkuframleiðslu. Verslað er rafrænt með ábyrgðirnar á frjálsum markaði, fyrir endurnýjanleg orkuskírteini sem ekki tengjast afhendingu raforkunnar sem slíkrar.

Upprunaábyrgð gefur til kynna framleiðslu á einni megavattstund (MWst) af raforku frá viðurkenndum endurnýjanlegum orkugjafa. Hver upprunaábyrgð svarar til undirliggjandi tegundar orkugjafa, staðsetningar framleiðslunnar og ártals. Evrópski markaðurinn inniheldur nú upprunaábyrgðir vegna vindorku, vatnsorku, sólarorku, jarðvarma og lífmassa.[iii]

Hver upprunaábyrgð er auðkennd og fær ákveðið númer. Þegar upprunaábyrgð „skiptir um hendur“ frá útgefanda til miðlara/veitu og að lokum til „neytanda“ er allt ferlið rakið. Þannig er reynt að fyrirbyggja tvítalningu í raforkuupplýsingum og áreiðanleika „grænna raforkusamninga“. Dæmi um útgáfustofnanir eru: Svenska kraftnet í Svíþjóð, CertiQ í Hollandi, Fingrid í Finnlandi, Statnett í Noregi og UBA í Þýskalandi.[iv]

Kerfi upprunaábyrgða

Sérhver upprunaábyrgð innan evrópska ábyrgðakerfisins (EECS) gildir í 12 mánuði. Það þýðir að frá því augnabliki sem MWst af endurnýjanlegri orku er framleidd, og samsvarandi upprunaábyrgð er gefin út, er aðeins hægt að millifæra og niðurfella ábyrgðina innan 12 mánaða. Að þeim tíma loknum gengur ábyrgðin úr gildi.[v]

Áframhald af greininni

Úlfakreppa stjórnmálanna.

Arnar Þór Jónsson skrifar á Blog.is:

Nýjar reglur frá ESB munu valda því að íþyngjandi losunarskattar verða lagðir á flug til og frá íslandi. Málið er ljóslega viðkvæmt á ýmsa kanta, en varpar um leið ljósi á það sem er að gerast á bak við leiktjöld / ytri ásýnd stjórnmálanna.

Hefðbundin stjórnmál eru að leysast upp í einhvers konar sjónhverfingu. Á bak við tjöldin stýrir tækniveldið för (vísindi, tækni og iðnaður). Tækniveldið er alþjóðlegt og starfar utan við stjórnmál þjóðríkjanna. Afleiðingarnar má sjá í því hvernig lýðræðið víkur fyrir einhvers konar tækniræði og hvernig hagsmunir þjóðríkisins víkja fyrir yfirþjóðlegum sjónarmiðum. Kjörnir stjórnmálamenn telja sig ekki eiga annan kost en að staðfesta það sem þegar hefur verið ákveðið annars staðar. Þetta þýðir að lagasetning er í síauknum mæli hugsunarlaus innleiðing erlendra reglna. Þetta birtist líka í því hvernig innlendir embættismenn fylgja í blindni línum sem lagðar hafa verið erlendis.

Til að dylja þessa umbreytingu fyrir almenningi er lögð mikil áhersla á að halda uppi ásýnd sjálfstæðis og lýðræðis. Gagnvart kjósendum er mikilvægt að þessi ásýnd haldi velli, því afhjúpun gæti valdið almennum óróa. Stöðugt erfiðara verður þó að fela þá breytingu sem er að eiga sér stað: Stjórnmálin eru að umbreytast í gervistjórnmál. Á sama tíma er raunhagkerfið sett í þumalskrúfur gervihagkerfis sem á hugmyndafræðilegum grundvelli vill m.a. stýra orkunotkun og eldsneytisvali, sbr. m.a. áðurnefnda losunarskatta.

Framangreind umbreyting er hvergi rædd. Stjórnvöld vinna að „lausn“ á bak við tjöldin með „lobbíisma“. Þar með eru íslensk yfirvöld í reynd farin að starfa samkvæmt erlendum leikreglum, en ekki á þeim skýra grundvelli sem stjórnarskráin markar lýðveldinu okkar. Að þetta sé hvergi gagnrýnt er til marks um það hversu máttlaus pólitisk rökræða er orðin.

Kjósendur sitja í raun uppi með valdhafa í erlendum borgum sem svara ekki til neinnar ábyrgðar vegna afleiðinga þeirra ákvarðana sem teknar eru. Í slíku umhverfi er ekki við öðru að búast en einmitt því sem blasir við í tilviki losunarskattanna, þ.e. að ákvarðanir t.d. miðist við hag / ásýnd valdsins (ESB) fremur en hugsanlegt tjón Íslendinga. Þegar hagsmunir valdhafa fara ekki lengur saman við hagsmuni þegnanna hlýtur að koma að því að áhorfendur bauli á leikarana (stjórnmálamenn) og vilji yfirgefa leikhúsið.

Ef stjórnmálamenn á Íslandi vilja afstýra því að algjör trúnaðarbrestur verði milli þeirra og kjósenda þarf að viðurkenna þá stöðu sem uppi er og taka hana til heiðarlegrar umræðu.  

Bloggsíða Arnars Þórs Jónssonar á Blog.is

Réttinn ber að virða

Réttur Íslands til að fullgilda ekki einstakar tilskipanir er ekki feimnismál

Ritstjórnargrein Mbl þ. 15. febrúar 2023:

Hin dálítið skrítna trú á manngert veður, sem er næsta nýtilkomin og menn hafa fundað um á nærri 30 loftslagsráðstefnum um heimsendi handan við hornið er smám saman að verða að raunverulegu vandamáli. Þá er ekki átt við hjalið um loftslagið, sem er ekki skaðlegra en umræður um álfa og tröll voru áður fyrr.

Halldór Laxness sagði í einni smásögu sinni af manni sem var svo vel undirbúinn að hann gekk með gerviauga í vasanum til að geta hrætt lítil börn, kæmi sú nauðsyn upp. Og auðvitað má hafa brúk í loftslagsmálum fyrir þá sem nærast á óttanum þótt undarlegur sé. En auðvitað þurfa burðugir fyrirsvarsmenn þjóða að ýta dellunni út í sitt horn, sé hún komin í ógöngur og að auki farin að skattleggja mannkynið til að standa undir aðgerðum sem engu breyta. Góð og vönduð umgengni við umhverfið er mál sem sérhver góður maður vill leggja lið. Fáir vilja muna óvitaganginn um ógnina miklu um ósonlagið þar sem „svitabrúsar“ höfðu gert atlögu að mannkyninu og með þeim ýtt heiminum út á ystu brún og lífi á jörðinni „í forbífarten“. Séðir menn þess tíma vildu ekki karpa við „vísindamennina“ sem höfðu lifað sig inn í ógnina og var því brúsum breytt í krem, og þeir fengu að halda í „sannleikann“ og eina ráðstefnu árlega í Kanada sem staðfesti að allt væri á réttri leið. Þær eru enn haldnar þótt engar fréttir berist frá þeim.

Enn hafa sárafáar þjóðir axlað ábyrgð á hinum nýju trúarsetningum, nema helst nokkur ríki í kjarna Evrópu. Almenningur í Bandaríkjunum setur „eyðingu mannkyns“ í 20. sæti yfir mál sem þarf að kíkja á af alvöru. Og það sýnir mikinn áhuga sé miðað við afgangsstærð heimsins, litlu fámennu löndin Kína, Rússland, Indland, Afríku sem heild, Suður-Ameríku, og miðríkin þar, og Indónesíu, Víetnam og Filippseyjar og Pakistan svo nokkur „smálönd“ séu nefnd af handahófi, sem gera ekkert með dánartilkynningu mannkyns á 27 árlegum ráðstefnum, sem sóttar eru af ríkisbubbunum á einkaþotunum og „samninganefndum“ frá þjóðunum. Þannig fór fjölmenn sendinefnd Reykjavíkur til Parísar og stundaði ráðstefnuhjal í tvær vikur! Ekki hefur verið birt hvað það ball kostaði.

Umburðarlyndið er enn mikið, þótt sífellt sé sótt meira fé í „gerviverkefni“ til að bjarga heiminum. Og eins gagnvart Íslendingum sem hafa fyrir löngu náð þeim „markmiðum“ sem aðrir bisa við að ná. Íslendingar náðu þeim markmiðum árið 1992 þegar vitleysan byrjaði og því voru engar áhyggjur hér. En á daginn kom að „embættismenn“ hér með stjórnmálamenn í taumi töldu sig ekki fá að gráta með hinum nema litið yrði fram hjá íslenskum staðreyndum. Þeir knúðu á um að árangur þjóða sem náðist fyrir 1992 teldist ekki með. Og íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki kjark, til að losa sig út úr lönguvitleysu.

Það kostar þjóðina sífellt meir, sem hefur nóg með yfirgengilegar ógöngur í „útlendingamálum“. Ný dæmi tengd „heimshlýnun“ birtast í sífellu. Bogi Nils Bogason benti nýlega á að það hefði slæm áhrif á samkeppnishæfi Keflavíkurflugvallar sem alþjóðlegrar tengimiðstöðvar, yrði kerfi ESB, fyrir viðskipti með heimildir til losunar á gróðurhúsalofttegundum, tekið upp í EES-samninginn án þess að Íslandi yrðu veittar undanþágur. „Vegna landfræðilegrar legu Íslands bitnar þetta, ef af verður, verr á tengimiðstöðinni í Keflavík en öðrum tengimiðstöðvum sem hún keppir við,“ segir Bogi Nils.

Rétt er því að krefjast undanþágu og fáist hún ekki, á Ísland ekki að fullgilda tilskipunina. Slíkur réttur var forsenda þess að Ísland samþykkti EES-samninginn. Án þess fyrirvara stenst EES-samningurinn ekki stjórnarskrá Íslands og sjálfgefið að fella hann úr gildi.

Áleitnar spurningar um orkupakka

Ólafur Ísleifsson skrifar í Mbl:

Fjórði orkupakkinn sem inniheldur endurskoðun á helstu þáttum í orkulöggjöf ESB var samþykktur af Evrópuþinginu og ráði Evrópusambandsins í lok maí 2019. Reglugerðir og tilskipanir fjórða orkupakkans voru birtar í Stjórnartíðindum ESB sumarið 2019. Pakkinn tók við af þriðja orkupakka ESB en er víðtækari og nær til ákvarðana um endurnýjanlega orku, orkunýtni og slíkra þátta. Reyndar sýnist feimnismál að tala um fjórða orkupakkann og er hann af hálfu stjórnvalda kallaður hreinorkupakkinn, kannski í fegrunarskyni. Þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi 2. september 2019. Hann var umdeildur og lagðist ekki vel í þjóðina. Framganga stjórnvalda á þeim tíma vekur spurningar um upplýsingar af þeirra hálfu til Alþingis um lagabreytingar innan ESB á sviði orkumála.

Greining sérfræðinga á þriðja orkupakkanum

Ítarleg lögfræðileg greining af hálfu lagasérfræðinganna Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar sem fylgdi þingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar hafði vissa sérstöðu m.a. vegna samskipta þeirra og utanríkisráðuneytis meðan á samningu álitsins stóð. Þeir lýstu tveimur leiðum en lakari kosturinn að þeirra dómi var valinn af hálfu stjórnvalda. Megintillaga Friðriks Árna og Stefáns Más var að Ísland færi fram á undanþágu frá tveimur tilgreindum reglugerðum í orkupakkanum í heild, m.a. á þeirri forsendu að á Íslandi fari ekki fram raforkuviðskipti milli landa. Reglugerðirnar ættu því ekki við um aðstæður hér á landi. Hin tillagan var að setja lagalegan fyrirvara við samþykkt pakkans. Á fundi utanríkismálanefndar í ágúst 2019 sagði annar höfunda þetta næstbesta kostinn, sem skilja verður sem lakari kostinn af tveimur. Viðurkenndir lögfræðingar sögðu hinn lagalega fyrirvara haldlausan að þjóðarétti og aðeins til heimabrúks.

Áframhald af greininni