Loftur skrifar
Fara skal eftir ályktunum Landsfundar, annað eru svik við kjósendur og flokkinn
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald flokksins.
Í ályktunum Velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á 43. Landsfundi flokksins 16. – 18. mars 2018 segir m.a:
„Gera þarf öllum heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“
„Tryggja þarf sjúklingum og aðstandendum þjónustu innanlands meðal annars með því að semja við sjúkrastofnanir um augnaðgerðir, liðskipti og aðrar aðgerðir. Tryggt verði að ábyrgð á aðgerðum framkvæmdum af einkaaðilum eða sjálfstæðum sjúkrastofnunum verði ekki velt yfir á almenna heilbrigðiskerfið.“
„Mikilvægt er að ríkið tryggi rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á sama tíma og gætt er að hagræðingu. Horft verði til fjölbreyttari rekstrarforma og stuðlað að nýsköpun.“
„Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum innan heilbrigðisþjónustunnar með áherslu á skýrar gæðakröfur samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi. Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa þegar sannað ágæti sitt á síðustu misserum. Halda skal áfram að bjóða út starfsemi heilsugæslunnar til að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni. Veitendum heilbrigðisþjónustu verði í auknum mæli gert kleift að starfa sjálfstætt. Tryggja þarf þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar til að bæta þjónustu í nærumhverfi.“