Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að tengja krónuna við evru?

Loftur skrifar

 

Til þess eru fjölmargar ástæður:

Tenging við evru kallar á hækkun stýrivaxta.

Seðlabankinn getur með engu móti haldið uppi fastgengi við evru. Til þess þyrfti að beita öllum gjaldeyrisforða Íslendinga.

Verkalýðsfélögin á Íslandi gætu ekki farið fram á meiri launahækkanir en sem gerist í Evrópu. Stjórnvöld og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á verkalýðsfélögunum (sem betur fer).

Alþingis yrði að miða fjárlög hvers árs við að jafnvægi sé tryggt í gjaldeyrismálum.

Mikil hætta er á að spákaupmenn ráðist á gengið og riðli jafnvæginu.

Alls er óvíst að Íslendingar fengju sömu vexti og gilda annars staðar í Evrópu. Við gætum jafnvel fengið hærri vexti og þyrftum að hækka vexti til að verja gengið.

Íslendingar þyrftu að hverfa frá þeim verðbólgumarkmiðum sem gilt hafa hér í yfir 20 ár

Efnahagsstefna Íslendinga þyrfti að vera í takt við það sem gerist í Evrópu og laun verkafólks hér á landi þyrftu að taka mið af launastiginu í Evrópu, einkum í stærsta ríkinu, Þýskalandi sem er ríkt land með mikla framleiðslugetu. Þetta gæti þýtt stóraukinn kostnað fyrir íslensk fyrirtæki og þar með minnkaða samkeppnishæfni þeirra.

Ef laun hækka mikið erlendis þarf Seðlabankinn að hækka vexti. Seðlabankinn ræður ekki yfir verkalýðsfélögunum og hann ræður ekki yfir ríkissjóði.

Þátttaka í myntsamstarfi leiðir óhjákvæmilega til þess að Ísland tapar sjálfstæði sínu í peningamálum. Það myndir valda miklum erfiðleikum þegar efnahagsþrengingar og áföll dynja yfir. Það yrði ógerlegt að útrýma alveg sveiflum í hagkerfinu.

Hvers vegna tóku Svíar aldrei upp evru?

Kannanir sýna að um 90% Svía eru andvígir upptöku evru. Svíar felldu evru-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003. Svíum er skylt að taka upp evru samkvæmt aðildarsamningi sínum við ESB. Áður en til aðildar að evrunni kemur verður sænska ríkisstjórnin að samþykkja aðild að gengissamstarfi evru-ríkja ERM II. Ríki þurfa að starfa innan ERM II í tvo ár til að verða gjaldgeng sem evru-ríki. Sænska ríkisstjórnin hefur engin áform um að ganga í ERM II.

Hvernig fór fyrir Slóveníu?

Slóvenía er dæmi um ríki sem tók upp evruna að undangenginni ESB aðild. Árið 2004 gekk landið í ESB átta árum eftir að hafa sótt um aðild og í kjölfarið hófst ferlið við upptöku evru. Slóvenía var fyrsta landið til að ganga í ESB eftir að innleiðing evrunnar var fullkláruð með þeim tilgangi að taka upp evruna. Slóvenía er því fyrsta landið til þess að taka upp evru hina formlegu leið sem felst í því að ganga í ESB og uppfylla skilyrðin til evruupptöku í kjölfarið.

Slóvenar áttu í mesta basli með að halda verðbólgunni innan marka stöðugleikasáttmálans. Í kjölfar upptöku evrunnar í Slóveníu jókst atvinnuþátttaka talsvert og launakostnaður í leiðinni. Verðbólga var mikil eins og áður hefur verið nefnt og verðlag hækkaði.

Alheimskreppan kom hart niður á Slóveníu og féll VLF á mann í landinu meira en í öðrum evrulöndum. Atvinnuleysi jókst og í lok árs 2010 var atvinnuleysi orðið 7.3% auk þess sem launakostnaður hélt áfram að vaxa umfram önnur evrulönd.Vinnumarkaðurinn hefur ekki enn náð sér á strik og atvinnuleysi stendur nú í 8% í maí 2011.

Hvers vegna tóku Bretar aldrei upp evru eða tengdu breska pundið við evru?
Við hvað voru menn hræddir?

 • Að missa sjálfstæði í peningamálum og yfirráð yfir gjaldmiðlinum frá eigin seðlabanka til Evrópska seðlabankans.
 • Að missa þann möguleika að geta fellt gengi eigin gjaldmiðils til að auka samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum mörkuðum.
 • Að vandasamt sé að finna út rétt gengi milli punds og evru við hugsanlega upptöku.
 • Að erfitt og tímafrekt geti reynst að komast upp úr efnahagslegri lægð; fá jafnvægi á verðlag og koma samkeppnishæfni í viðunandi horf þegar sjálfstæði peningamála sé ekki lengur fyrir hendi.
 • Að stöðugleikasáttmáli ESB sé hindrandi í ríkisfjármálum þar sem þak er sett á halla í fjárlögum.
 • Að hafa frelsi til að setja á gjaldeyrishöft, sem annars stríða gegn Maastricht-sáttmálanum.
 • Að eigin fjármálageiri (sem er mikilvægur á heimsvísu og vegur þungt í framleiðslu þjóðarinnar) sé settur í hættu vegna ósjálfstæðis í peningamálum.
 • Að núverandi gjaldmiðill (pundið) sé nægilega stöðugur og því sé ekki brýn þörf á að skipta honum út.Að fjárfesting inn í landið sé næg án evru.
 • Að verðbólga í eigin gjaldmiðli sé lægri en meðaltal á evrusvæðinu.Vaxtanæmni viðkvæms fasteignamarkaðar.
 • Að evrunni fylgi óstöðugleiki.Að þjóðin breska eigi ekki að hugsa á evrópskum grundvelli heldur alþjóðlegum þegar kemur að ákvörðunum er varða efnahag og pólitík.
 • Að með inngöngu í Efnahags- og myntbandalagið fylgi verðbólguaukandi áhrif; sem dæmi ef verðbólga sé yfir meðaltali evrusvæðisins þá muni raunvextir vera lægri og því þörf á aukinni framlegð til að koma til móts við það. Takist það ekki skilar það sér í lægri samkeppnishæfni.Vaxtastefna Efnahags- og myntbandalagsins þjónar ekki hagsmunum landsins, heldur evrusvæðisins að heild með takmörkuðu tilliti til einstakra aðildarríkja.
 • Að innganga í Efnahags- og myntbandalagið komi til með að auka atvinnuleysi.

Helstu heimildir:

https://skemman.is/bitstream/1946/23715/1/SigurdurEggertHalldoruson_MA.pdf
https://www.vb.is/frettir/vanhugsad-ad-festa-kronuna-vid-evruna/170586/

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *