Pólland kemur ESB í uppnám

Loftur skrifar

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

BREXIT

Bæði þýskir og pólskir dómstólar hafa nú úrskurðað að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Þetta er auðvitað lagalega rangt því meginreglan er sú að þegar þú gengur í ESB fórnar þú fullveldi þíns lands og verður að hugsa og framkvæma í samræmi við álit Evrópudómstólsins.

Í ESB eru engar varanlegar undanþágur og því vekur furðu sá áhugi sem sumir hérlendir menn sýna inngöngu í það félag og um leið opinberar það fákunnáttu þeirra Íslendinga sem enn vilja fá að „kíkja í pakkann“ hjá ESB. Þeir hinir sömu hafa greinilega ekki lesið Lissabon-sáttmálann.

Þetta vissu Bretar. Til að ná aftur fullveldi sínu þurftu þeir yfirgefa ESB. Brexit var pólitískt og lýðræðislegt val bresku þjóðarinnar.

Því má ekki gleyma að ESB braut sín eigin lög með afar illa útfærðri bóluefnisáætlun sinni. Þessi hörmulega áætlun á sér þó furðumarga aðdáendur hér á landi m.a. í ráðuneyti heilbrigðismála en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart.

Lesa meira

Hallærisstjórn í burðarliðnum?

Loftur skrifar:

Framsókn vann Alþingiskosningarnar 2021, ekki ríkisstjórnin eins og RÚV hélt fram í Kastljósi. VG var hafnað af kjósendum, Sjálfstæðisflokkurinn fékk gula spjaldið því útkoman í Reykjavík, helsta vígi flokksins var sú alversta sem hann hefur fengið nokkurn tímann áður. Sjálfstæðismenn höfnuðu „frjálslyndum“ frambjóðendum flokksins, vel minnugir þess hverjir stóðu fyrir innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.

Áframhaldandi stjórnarsamstarf með VG innanborðs yrði auðvitað algjör hallærisstjórn. Tveir af núverandi ráðherrum VG eru algjörlega vanhæfir. Heilbrigðisráðherra VG skilur ekki, að það að gera Ísland að Kúbu Norðursins í anda kommúnistanna í Norður-Kóreu, Nicaragua og Víetnam leysir ekki vanda heilbrigðiskerfisins, sem hún hefur lagt í rúst. Kjósendur höfnuðu Sósíalistaflokknum og þeir höfnuðu VG. Þetta skilja allir nema þeir sjálfir og RÚV. Ráherrann þarf auðvitað að víkja, því fyrr því betra og áður en hryðjuverkin verða fleiri. Vandamálið er að losna við frúna úr ríkisstjórninni, það verður ekki auðvelt verk fyrir BB. Kannski fær KJ það hlutverk, kominn tími til að hún geri eitthvað, því hún hefur náð gífurlegum vinsældum fyrir að gera aldrei neitt. Styggir aldrei neinn sem er afar áhugaverð pæling fyrir stjórnmálaskóla unga fólksins.    

Lesa meira

Er Flokkur fólksins ekki vænlegri kostur?

Loftur skrifar

Baráttumál FF eru í raun afar keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins

Valhöll

VG er ekki stjórntækur flokkur með Svandísi og Guðmund innanborðs. Þar fara haldast í hendur vinstri og grænu öfgarnar sem nauðsynlegt er að losna við sem fyrst úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Ef Flokkur fólksins (FF) væri tekinn inn í staðinn fyrir VG væri ríkisstjórnin með sterkan meirihluta, samtals 35 þingmenn.

Baráttumál FF eru í raun keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins:

  • Stétt með stétt
  • Útrýmum biðlistum og skerðingum
  • Verjum frelsi einstaklingsins til æðis og athafna
  • Endurskoðum Almannatryggingakerfið frá grunni
  • Gerum öldruðum kleyft að vinna eins lengi og þeir geta
  • Lækkum skatta
  • Látum ekki loftslagsmálin bitna á almenningi
  • Látum þjóðina njóta auðlinda sinna
  • Stöndum vörð um fullveldi Íslands

Flokkur fólksins er í raun eins konar mini-útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.
Hann er Sjálfstæðisflokkur fyrir byrjendur, sem berst fyrir málefnum sem forysta VG og raunar sumir í forystu xD hafa steingleymt í sínu vinstra algleymi.
VG er ónýtur og ónothæfur dragbítur sem tilheyrir fortíðinni.

Flokkur fólksins er góður kostur fyrir xD.
VG er afar slæmur kostur og algjörlega ónauðsynlegur. Katrín yrði einungis upp á punt. Hún er vinsæl fyrir að gera aldrei neitt. Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum!

Göngum til samvinnu við sigurvegara, ekki við flokk hvers stefnu kjósendur hafa hafnað.

Sjálfstæðismenn þurfa að standa við sína eigin stefnu í velferðarmálum

Loftur skrifar

Fara skal eftir ályktunum Landsfundar, annað eru svik við kjósendur og flokkinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald flokksins.

Í ályktunum Velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á 43. Landsfundi flokksins 16. – 18. mars 2018 segir m.a:

„Gera þarf öllum heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“

Tryggja þarf sjúklingum og aðstandendum þjónustu innanlands meðal annars með því að semja við sjúkrastofnanir um augnaðgerðir, liðskipti og aðrar aðgerðir. Tryggt verði að ábyrgð á aðgerðum framkvæmdum af einkaaðilum eða sjálfstæðum sjúkrastofnunum verði ekki velt yfir á almenna heilbrigðiskerfið.

„Mikilvægt er að ríkið tryggi rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á sama tíma og gætt er að hagræðingu. Horft verði til fjölbreyttari rekstrarforma og stuðlað að nýsköpun.“

„Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum innan heilbrigðisþjónustunnar með áherslu á skýrar gæðakröfur samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi. Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa þegar sannað ágæti sitt á síðustu misserum. Halda skal áfram að bjóða út starfsemi heilsugæslunnar til að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni. Veitendum heilbrigðisþjónustu verði í auknum mæli gert kleift að starfa sjálfstætt. Tryggja þarf þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar til að bæta þjónustu í nærumhverfi.“

Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að tengja krónuna við evru?

Loftur skrifar

 

Til þess eru fjölmargar ástæður:

Tenging við evru kallar á hækkun stýrivaxta.

Seðlabankinn getur með engu móti haldið uppi fastgengi við evru. Til þess þyrfti að beita öllum gjaldeyrisforða Íslendinga.

Verkalýðsfélögin á Íslandi gætu ekki farið fram á meiri launahækkanir en sem gerist í Evrópu. Stjórnvöld og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á verkalýðsfélögunum (sem betur fer).

Alþingis yrði að miða fjárlög hvers árs við að jafnvægi sé tryggt í gjaldeyrismálum.

Mikil hætta er á að spákaupmenn ráðist á gengið og riðli jafnvæginu.

Alls er óvíst að Íslendingar fengju sömu vexti og gilda annars staðar í Evrópu. Við gætum jafnvel fengið hærri vexti og þyrftum að hækka vexti til að verja gengið.

Íslendingar þyrftu að hverfa frá þeim verðbólgumarkmiðum sem gilt hafa hér í yfir 20 ár

Lesa meira