Vatn eða vindur?

Loftur skrifar:

Það blæs ekki byrlega fyrir flokksskútunni sem hvergi fer með himinskautum. Vegferð ríkisstjórnarinnar er að auki afar óljós enda hallærisstjórn með Maddömuna innanborðs og villuráfandi sósíalista í stafni. Hér fer ekki saman hljóð og mynd.
(gæti verið tilvitnun í frétt á RÚV).

Vandamál flokksins kristallast ekki í formanninum einum heldur frekar í forystu hans, sem gefur grunngildum og stefnu flokksins langt nef og virðir ályktanir Landsfundar að vettugi.

Flokkurinn er orðinn að ólýðræðislegum, Evrópusinnuðum neó-sósíalískum krataflokki þar sem grasrótin er hundsuð, peningum skattborgara dælt í flokkinn og stefnan tekin á Brussel og þangað skal teygja orkupakkaorminn langa í nafni „loftslagsmála og orkuskipta“. Skítt með almúgann sem vel hefur efni á að borga ESB-verð fyrir raforkuna eins og ríku frændur okkar í Noregi. Við verðum jú að bjarga heiminum (og fjárfestum).   

Yrði nýr formaður, sem vill koma upp vindtúrbínuþyrpingum á hverjum hól skárri valkostur en sá sem vill virkja hverja smásprænu? Allt í nafni Hvítbókar, Grænbókar, samkeppnisreglna og orkupakka ESB?

Hvort er skárra vatn eða vindur?  

Sverð á sal Alþingis

Loftur skrifar:

Viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ritar ágæta grein um sjálfstæði Íslands í orkumálum í Mbl. þ. 29. október 2022. Þar segir hún m.a.: „Sú staðreynd að raforkukerfi landsins er ekki tengt raforkukerfi Evrópu kemur sér sérstaklega vel í því árferði sem nú ríkir og bregður ljósi á mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði í orkumálum. Það sjáum við til dæmis með því að líta á þróun raforkuverðs á hinum Norðurlöndunum sem hefur hækkað mikið…“

„Ísland hefur alla möguleika á að ná fullu sjálfstæði í orkumálum með aukinni framleiðslu á endurnýjanlegri orku til þess að standa undir rafvæðingu í samgöngum í lofti, láði og legi. Þrátt fyrir allt það frábæra samstarf í alþjóðamálum, sem við tölum þátt í, er það gæfuspor fyrir þjóðina að vera ekki í Evrópusambandinu.“

Svo mörg voru þau orð. Ráðherrann dregur einnig upp myndlíkingu þar sem sverð Damóklesar hangir yfir ESB m.a. vegna skorts á gasi frá Rússlandi. Svokölluð „gaslýsing“ (e.gaslighting) er reyndar algeng í viðtölum ráðherra við almúgann. Þeir svara stundum spurningum með lærðum frösum: „Þú verður að kynna þér málið!“ eða: „Þú hefur ekki lesið alla skýrsluna!“ o.s.frv. Spurning vaknar hvort ráðherrann hafi lesið alla söguna um hirðmanninn Damókles sem lofsöng hamingju Díonýsíosar konungs vegna auðs hans og valda. Konungur gerði hirðmanninn að eins konar umskiptingi þar sem þeir skiptu um hlutverk en á móti hengdi konungurinn sverð hans fyrir ofan hásætið og festi með einu hrosshári.

Slíkir umskiptingar eru algengir á Alþingi Íslendinga þar sem ráðamenn lofa og prísa EES-samninginn og sjálfstæði og fullveldi Íslands í skálaræðum á kvöldin en á daginn vinna þeir sleitulaust að því framselja yfirráðin yfir auðlindum landsins til ESB með grófri misnotkun á EES-samningnum og brjóta með því stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Mun ráðherrann t.d. samþykkja innleiðingu fjórða orkupakka ESB í íslensk lög eins og þann þriðja?

EES-samningurinn er orðinn að sverði Demóklesar sem nú hangir yfir ræðustóli Alþingis á þunnu hrosshári, líklega úr hálfdauðri blóðmeri.

Að selja landið og innviðina er smekkleysa

Hvað kostar Ísland? Loftur skrifar:

Umrædd grein Ögmundar í Mbl

Það kann mörgum sjálfstæðismanninum að þykja það skjóta skökku við, að vitna í Ögmund Jónasson f.v. ráðherra sem er gallharður sósíalisti. Ögmundur hefur barist með oddi og egg gegn framsali á fullveldi Íslands til yfirþjóðlegs valds sem samrýmist vel stefnu xD og ályktana landsfunda flokksins en það er ekki hægt að segja með góðri samvisku um þá sjálfstæðismenn sem nú sitja á Alþingi, utan einn þingmann, Ásmund Friðriksson, sem hafnaði innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög. Leitandi er að glæðum fullveldishugsjónarinnar í ræðum eða riti sjálfstæðismanna nema þá helst í skrifum Arnars Þórs Jónssonar, leiðara Mbl. og Staksteinum sama blaðs.

Ögmundur ritar fróðlega grein í Mbl í dag sem hann nefnir:

Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta!” en þar segir hann m.a.:

“Ef fer sem horfir að innviðirnir verði settir á markað, allt er það að gerast jafnt og þétt, á okkur þá að þykja gott og eftirsóknarvert að bjóða erlendum fjárfestum að eignast grunnnet fjarskipta, samgöngukerfið, heilbrigðiskerfið, vatnsveitur, sorphirðuna, rafveitur, Landsvirkjun? Og nú stendur til að selja íslensk fjöll til útlanda. Og við sem héldum að þetta væri bara málsháttur, að trúin flytti fjöll. En þetta er þá trúin og um hana er bærileg sátt á Alþingi. Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn endurskoðaðri samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins að heimila fjárfestum að næla sér í arð upp úr vösum okkar sem ferðumst um vegakerfi landsins. Að þessu sögðu er eins gott fyrir almenning að byrja að reisa sig og spyrja hvort við virkilega viljum færa fjárfestum eignarhald á öllu því sem við höfum sameiginlega byggt upp og vitað er að verður alltaf að vera til staðar að þjónusta samfélagið. Varla er það eftirsóknarvert markmið að búa svo um hnúta að handhafar fjármagns geti gert sér slíka þjónustu að féþúfu að ógleymdum völdunum sem slíku fylgir eins og við vorum minnt á eftir að Marriott-keðjunni hafði verið svo innilega fagnað í Reykjavík. Almenningur, við öll, þurfum að segja hátt og skýrt að við viljum halda völdunum sem næst okkur, innanlands og á okkar eigin hendi, það s é heillavænlegast og það s é það besta. Er þetta ekki eins einfalt og verða má? Og má ekki taka undir með því sem sagt var í frægri sjónvarpsauglýsingu: „Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta“?
Og nú stendur til að selja íslensk fjöll til útlanda. Og við sem héldum að þetta væri bara málsháttur, að trúin flytti fjöll.

Almennt gera Íslendingar sér ekki grein fyrir því, hvað framsal fullveldisins til ESB hefur í för með sér. Ætla menn t.d. í alvöru að skipta upp Landsvirkjun, sameign þjóðarinnar og selja hana hæstbjóðandi og setja raforkuna okkar á uppboðsmarkað ESB í takt við orkupakkana?
Þurfum við sjálfstæðismenn að láta harðlínusósíalista vekja okkur upp til umhugsunar um fullveldið og gildi þess fyrir Ísland og íslensku þjóðina?
Er ekki nóg komið af framsali fullveldisins?

Fréttablaðið er úti á gangi

Loftur skrifar

Það er ekki bæði sleppt og haldið“ tönglast ESB-sinnar gjarnan á í umræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Draumur ESB-sinna er að ganga að fullu inn í regluverk ESB með öllu sem því fylgir. „Það er betra að sitja við borðið en úti á gangi“ er viðkvæðið. „Borðið“ er hins vegar svo stórt og á því liggja svo mörg flókin skjöl á útlensku að ESB-sinnarnir virðast hvorki hafa tíma né kunnáttu til að kynna sér efni skjalabunkanna til hlítar. Það vekur því litla furðu þegar fulltrúar ESB-flokkanna á Íslandi (sbr. leiðara Fréttablaðsins 19. mars 2022) sem hafa verrið óþreytandi við að hvetja til inngöngu í ESB í öðru orðinu skuli með hinu hvetja til niðurgreiðslu raforku til garðyrkjubænda. Hmmm…?. Eru þeir ekki í raunveruleikatengslum?

Raforkuverð í Evrópu

Verð á raforku í ESB, sérstaklega vistvænni raforku, er í dag umtalsvert hærra en á Íslandi og mun hækka enn meira á komandi árum. Orkupakkar ESB gera ráð fyrir tengingu raforkukerfa á milli landa. Því má vera ljóst að þegar raforkukerfi Íslands verður tengt við raforkukerfi ESB muni raforka frá Íslandi flæða til Evrópu þar til skilaverð til framleiðenda á raforku til innanlandsnota er orðið því sem næst jafnt því sem þeir fá fyrir sölu raforku til Evrópu. Þetta mun hafa geigvænlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir Ísland þar sem raforkuverð á Íslandi mun þá hækka bæði til fyrirtækja og heimila.

Niðurgreiðslur á raforku óheimilar í ESB

Framleiðendur raforku myndu ekki vilja ótilneyddir selja raforku á lægra verði til sumra notenda en annarra. Þar að auki myndi slíkt flokkast undir markaðsbrenglandi niðurgreiðslur og/eða verðmismunun sem er óheimil samkvæmt EES-ESB reglum. Innlendir raforkunotendur myndu stórtapa á samtengingunni við orkumarkað ESB. Búast má við að raforkunotkun á Íslandi myndi minnka vegna hækkandi orkuverð þar sem lágt orkuverð er forsenda ýmiss konar starfsemi. Ætla má að það sé einkum í tiltölulega orkufrekum iðnaði miðað við framleiðsluverðmæti eins og t.d. í ylrækt, garðyrkju, fiskimjölsverksmiðjum, rekstri gagnavera og svo auðvitað í svokallaðri stóriðju. Atvinnutækifærum sem byggjast á raforku mun þá fækka að sama skapi.

Áhrif sæstrengs

Samtenging íslensks raforkumarkaðs við evrópskan mun leiða til aukinnar raforkuframleiðslu á Íslandi þar sem raforkuframleiðendur geta þá selt mun meira magn en áður og á mun hærra verði. Þetta mun skapa þrýsting á að virkjað verði meira (vatnsföll, jarðhita og vindorka) til að mæta eftirspurninni í Evrópu. Samkvæmt bæði grunnreglum og sértækum reglum ESB skulu markaðsöflin ráða. Því er að öðru jöfnu óheimilt að hindra virkjanir og banna lagningu sæstrengja ef einkaaðilar vilja leggja í slíkar framkvæmdir. Slíkt myndi að öðru jöfnu flokkast undir skaðlegar markaðshindranir. Á þessu munu orkuframleiðendur hagnast því eftir samtenginguna geta þeir selt meira orkumagn á hærra verði. Hins vegar munu notendur raforku innanlands tapa verulega vegna hærra orkuverðs og hefur samtengingin (sæstrengur) því í för með sér breytta tekjudreifingu milli framleiðenda og notenda raforku. Ritstjóri Fréttablaðsins, Sigmundur Ernir hefur greinilega ekki kynnt sér alla skýrsluna. Íslenskir ólígarkar og rafgreifar bíða nú hins vegar spenntir eftir 4. orkupakka ESB.


ref.
Sérfræðiskýrsla samtakanna Orkunnar okkar um orkupakka ESB

Pólland kemur ESB í uppnám

Loftur skrifar

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

BREXIT

Bæði þýskir og pólskir dómstólar hafa nú úrskurðað að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Þetta er auðvitað lagalega rangt því meginreglan er sú að þegar þú gengur í ESB fórnar þú fullveldi þíns lands og verður að hugsa og framkvæma í samræmi við álit Evrópudómstólsins.

Í ESB eru engar varanlegar undanþágur og því vekur furðu sá áhugi sem sumir hérlendir menn sýna inngöngu í það félag og um leið opinberar það fákunnáttu þeirra Íslendinga sem enn vilja fá að „kíkja í pakkann“ hjá ESB. Þeir hinir sömu hafa greinilega ekki lesið Lissabon-sáttmálann.

Þetta vissu Bretar. Til að ná aftur fullveldi sínu þurftu þeir yfirgefa ESB. Brexit var pólitískt og lýðræðislegt val bresku þjóðarinnar.

Því má ekki gleyma að ESB braut sín eigin lög með afar illa útfærðri bóluefnisáætlun sinni. Þessi hörmulega áætlun á sér þó furðumarga aðdáendur hér á landi m.a. í ráðuneyti heilbrigðismála en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart.

Lesa meira

Hallærisstjórn í burðarliðnum?

Loftur skrifar:

Framsókn vann Alþingiskosningarnar 2021, ekki ríkisstjórnin eins og RÚV hélt fram í Kastljósi. VG var hafnað af kjósendum, Sjálfstæðisflokkurinn fékk gula spjaldið því útkoman í Reykjavík, helsta vígi flokksins var sú alversta sem hann hefur fengið nokkurn tímann áður. Sjálfstæðismenn höfnuðu „frjálslyndum“ frambjóðendum flokksins, vel minnugir þess hverjir stóðu fyrir innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.

Áframhaldandi stjórnarsamstarf með VG innanborðs yrði auðvitað algjör hallærisstjórn. Tveir af núverandi ráðherrum VG eru algjörlega vanhæfir. Heilbrigðisráðherra VG skilur ekki, að það að gera Ísland að Kúbu Norðursins í anda kommúnistanna í Norður-Kóreu, Nicaragua og Víetnam leysir ekki vanda heilbrigðiskerfisins, sem hún hefur lagt í rúst. Kjósendur höfnuðu Sósíalistaflokknum og þeir höfnuðu VG. Þetta skilja allir nema þeir sjálfir og RÚV. Ráherrann þarf auðvitað að víkja, því fyrr því betra og áður en hryðjuverkin verða fleiri. Vandamálið er að losna við frúna úr ríkisstjórninni, það verður ekki auðvelt verk fyrir BB. Kannski fær KJ það hlutverk, kominn tími til að hún geri eitthvað, því hún hefur náð gífurlegum vinsældum fyrir að gera aldrei neitt. Styggir aldrei neinn sem er afar áhugaverð pæling fyrir stjórnmálaskóla unga fólksins.    

Lesa meira

Er Flokkur fólksins ekki vænlegri kostur?

Loftur skrifar

Baráttumál FF eru í raun afar keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins

Valhöll

VG er ekki stjórntækur flokkur með Svandísi og Guðmund innanborðs. Þar fara haldast í hendur vinstri og grænu öfgarnar sem nauðsynlegt er að losna við sem fyrst úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Ef Flokkur fólksins (FF) væri tekinn inn í staðinn fyrir VG væri ríkisstjórnin með sterkan meirihluta, samtals 35 þingmenn.

Baráttumál FF eru í raun keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins:

  • Stétt með stétt
  • Útrýmum biðlistum og skerðingum
  • Verjum frelsi einstaklingsins til æðis og athafna
  • Endurskoðum Almannatryggingakerfið frá grunni
  • Gerum öldruðum kleyft að vinna eins lengi og þeir geta
  • Lækkum skatta
  • Látum ekki loftslagsmálin bitna á almenningi
  • Látum þjóðina njóta auðlinda sinna
  • Stöndum vörð um fullveldi Íslands

Flokkur fólksins er í raun eins konar mini-útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.
Hann er Sjálfstæðisflokkur fyrir byrjendur, sem berst fyrir málefnum sem forysta VG og raunar sumir í forystu xD hafa steingleymt í sínu vinstra algleymi.
VG er ónýtur og ónothæfur dragbítur sem tilheyrir fortíðinni.

Flokkur fólksins er góður kostur fyrir xD.
VG er afar slæmur kostur og algjörlega ónauðsynlegur. Katrín yrði einungis upp á punt. Hún er vinsæl fyrir að gera aldrei neitt. Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum!

Göngum til samvinnu við sigurvegara, ekki við flokk hvers stefnu kjósendur hafa hafnað.

Sjálfstæðismenn þurfa að standa við sína eigin stefnu í velferðarmálum

Loftur skrifar

Fara skal eftir ályktunum Landsfundar, annað eru svik við kjósendur og flokkinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald flokksins.

Í ályktunum Velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á 43. Landsfundi flokksins 16. – 18. mars 2018 segir m.a:

„Gera þarf öllum heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“

Tryggja þarf sjúklingum og aðstandendum þjónustu innanlands meðal annars með því að semja við sjúkrastofnanir um augnaðgerðir, liðskipti og aðrar aðgerðir. Tryggt verði að ábyrgð á aðgerðum framkvæmdum af einkaaðilum eða sjálfstæðum sjúkrastofnunum verði ekki velt yfir á almenna heilbrigðiskerfið.

„Mikilvægt er að ríkið tryggi rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á sama tíma og gætt er að hagræðingu. Horft verði til fjölbreyttari rekstrarforma og stuðlað að nýsköpun.“

„Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum innan heilbrigðisþjónustunnar með áherslu á skýrar gæðakröfur samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi. Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa þegar sannað ágæti sitt á síðustu misserum. Halda skal áfram að bjóða út starfsemi heilsugæslunnar til að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni. Veitendum heilbrigðisþjónustu verði í auknum mæli gert kleift að starfa sjálfstætt. Tryggja þarf þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar til að bæta þjónustu í nærumhverfi.“

Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að tengja krónuna við evru?

Loftur skrifar

 

Til þess eru fjölmargar ástæður:

Tenging við evru kallar á hækkun stýrivaxta.

Seðlabankinn getur með engu móti haldið uppi fastgengi við evru. Til þess þyrfti að beita öllum gjaldeyrisforða Íslendinga.

Verkalýðsfélögin á Íslandi gætu ekki farið fram á meiri launahækkanir en sem gerist í Evrópu. Stjórnvöld og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á verkalýðsfélögunum (sem betur fer).

Alþingis yrði að miða fjárlög hvers árs við að jafnvægi sé tryggt í gjaldeyrismálum.

Mikil hætta er á að spákaupmenn ráðist á gengið og riðli jafnvæginu.

Alls er óvíst að Íslendingar fengju sömu vexti og gilda annars staðar í Evrópu. Við gætum jafnvel fengið hærri vexti og þyrftum að hækka vexti til að verja gengið.

Íslendingar þyrftu að hverfa frá þeim verðbólgumarkmiðum sem gilt hafa hér í yfir 20 ár

Lesa meira