Pólland kemur ESB í uppnám

Loftur skrifar

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

BREXIT

Bæði þýskir og pólskir dómstólar hafa nú úrskurðað að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Þetta er auðvitað lagalega rangt því meginreglan er sú að þegar þú gengur í ESB fórnar þú fullveldi þíns lands og verður að hugsa og framkvæma í samræmi við álit Evrópudómstólsins.

Í ESB eru engar varanlegar undanþágur og því vekur furðu sá áhugi sem sumir hérlendir menn sýna inngöngu í það félag og um leið opinberar það fákunnáttu þeirra Íslendinga sem enn vilja fá að „kíkja í pakkann“ hjá ESB. Þeir hinir sömu hafa greinilega ekki lesið Lissabon-sáttmálann.

Þetta vissu Bretar. Til að ná aftur fullveldi sínu þurftu þeir yfirgefa ESB. Brexit var pólitískt og lýðræðislegt val bresku þjóðarinnar.

Því má ekki gleyma að ESB braut sín eigin lög með afar illa útfærðri bóluefnisáætlun sinni. Þessi hörmulega áætlun á sér þó furðumarga aðdáendur hér á landi m.a. í ráðuneyti heilbrigðismála en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart.

Lesa meira