Pólland kemur ESB í uppnám

Loftur skrifar

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

BREXIT

Bæði þýskir og pólskir dómstólar hafa nú úrskurðað að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Þetta er auðvitað lagalega rangt því meginreglan er sú að þegar þú gengur í ESB fórnar þú fullveldi þíns lands og verður að hugsa og framkvæma í samræmi við álit Evrópudómstólsins.

Í ESB eru engar varanlegar undanþágur og því vekur furðu sá áhugi sem sumir hérlendir menn sýna inngöngu í það félag og um leið opinberar það fákunnáttu þeirra Íslendinga sem enn vilja fá að „kíkja í pakkann“ hjá ESB. Þeir hinir sömu hafa greinilega ekki lesið Lissabon-sáttmálann.

Þetta vissu Bretar. Til að ná aftur fullveldi sínu þurftu þeir yfirgefa ESB. Brexit var pólitískt og lýðræðislegt val bresku þjóðarinnar.

Því má ekki gleyma að ESB braut sín eigin lög með afar illa útfærðri bóluefnisáætlun sinni. Þessi hörmulega áætlun á sér þó furðumarga aðdáendur hér á landi m.a. í ráðuneyti heilbrigðismála en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart.

Bretar eru nú að íhuga að segja upp útgöngusamningi sínum við ESB eða a.m.k. að endurskoða hann en í honum segir m.a:

„Komi fram alvarlegur og kerfislægur galli hjá öðrum samningsaðilanum að því er varðar varðveislu grundvallarréttinda eða hvað varðar meginstoðir réttarríkisins getur hinn samningsaðilinn stöðvað framkvæmd þess hluta samningsins með skriflegri tilkynningu eftir diplómatískum leiðum. Í slíkri tilkynningu skal tilgreina þá alvarlegu og kerfislegu annmarka sem stöðvunin byggir á.“

Þar sem bæði Pólland og Þýskaland eru nú í augljósri andstöðu við lagaramma ESB er réttarríki ESB nú bæði í alvarlegri og kerfisbundinni krísu vegna alvarlegra og kerfislægra galla . Og jafnvel þótt ESB hafi rétt fyrir sér og Þýskaland og Pólland rangt fyrir sér, þá er sú krísa samt sem áður alvarlegt brot gegn réttarríki ESB.

Bretar hafa nú ástæðu og mögulega fræðilega einnig lagalegan möguleika til að segja upp útgöngusamningnum, þ.e. 3. grein hans sem fjallar um Norður-Írland. Hvort þeir gera það er svo önnur saga, þeir hafa nú a.m.k. sterk spil uppi í erminni. Það er afar undarlegt að ESB skuli nú sjálft vera í þessari stöðu, einkum í ljósi þess að það var ESB sem heimtaði að þessi klausa yrði sett í samninginn.

Málefni Norður-Írlands og landamæra þess við Írska lýðveldið hafa verið erfiðasti bitinn í Brexit-samningunum. Það sem helst stóð í andstæðingum útgöngusamnings May var hin svokallaða „norður-írska varaáætlun“ (e. backstop). Norður-Írland er sem kunnugt er hluti af Bretlandi, en restin af eyjunni tilheyrir írska lýðveldinu, sem er aðili að Evrópusambandinu.

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *