Eru auðlindir Íslands til sölu?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar um orku- og auðlindamál

Ágústa Ágústsdóttir

 “Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir.

 Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg.

Í dag eru framleiddar 20 terrawattstundir af raforku á ári en sú framleiðsla þyrfti að aukast upp í 42 terrawattstundir ef orkuskiptin eiga að geta átt sér stað. 

 Til að setja hlutina í samhengi samanstendur ein terrawattstund (TW) úr 1.000.000 megawöttum (MW). Kárahnjúkavirkjun er 690 MW með framleiðslugetu upp á 4.600 gígawattstundir (GW) á ári. 1 TW samanstendur af 1.000 GW. Samkvæmt þessu þyrftum við orku rúmlega 5 Kárahnjúkavirkjana til að klára orkuskiptin. Og jafnvel þá, getum við leitt að því líkur að ennþá verði eftirspurn eftir rafmagni. Spurningin er hvort þá sé komið nóg? Verður hagkerfið þá orðið nógu stórt til að hætta að stækka? Ég leyfi mér að staðhæfa að sú verði ekki raunin hjá þeim sem munu eiga hagsmuna að gæta í orkuiðnaðinum sem og hjá erlendum fjárfestum sem, miðað við stefnu stjórnvalda munu fá afhenta æ stærri sneið af orkuauðlindum Íslendinga ef fram fer sem horfir. 

 Hömlur og eignarhald

 Í skýrslu Viðskiptaráðs í kjölfar Viðskiptaþings í febrúar 2023 kemur skýrt fram að menn telji samkeppnisstöðu á orkumarkaðinum skekkta vegna of mikils eignarhalds hins opinbera í orkuframleiðslufyrirtækjum. Það hamli aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Brýnt og aðkallandi sé því að liðka fyrir aðkomu erlendra fjárfesta vegna þeirra miklu fjárfestinga sem þörf sé á.

 Þá kemur fram að hömlur á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu á Íslandi eru þær mestu meðal OECD-ríkja. Þar sem 1,0 tákni algjöra takmörkun trónir Ísland efst með 0,56. Þar á eftir er Finnland með 0,16.

 Í grein Innherja um aukinn kostnað virkjana í febrúar 2023 er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, ráðgjafa og fyrrverandi forstjóra HS orku að 7% orkuframleiðslu landsins sé í höndum einkaaðila. 93% sé á vegum hins opinbera. Þar sé Landsvirkjun langstærsti raforkuframleiðandi landsins með um 75% hlutdeild og ráði yfir nánast allri vatnsmiðlun í raforkukerfinu. Næststærst er svo Orka náttúrunnar með um 20% hlutdeild og er jafnframt stærsti raforkuframleiðandi landsins með jarðhita.

 Sala vindorku erlendra einkaaðila inn á kerfi sem getur ekki tekið við því

 Þá kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs að nauðsynlegt sé að koma á virkum raforkumarkaði og tryggja þurfi vindorkuframleiðendum jafnari aðgang að “stýranlegu afli á móti vindorku” (Stýranleg orka er vatnsaflsorka. Vindorka er ekki stýranleg orka).

 Það kemur á daginn og kemur skýrt fram í greinargerð með þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, sem lá inni á samráðsgátt stjórnvalda í janúar (í furðulega stuttan tíma), að til að mæta þeim miklu sveiflum sem verða við orkuframleiðslu vindorkuvera þarf svokallaða jöfnunarorku. Sú orka þarf að koma frá öðrum orkuverum og má ætla að sú orka muni koma frá vatnsafli frekar en jarðhita þar sem það er talið hentugra afl til slíkrar jöfnunar. 40% stýranlegt vatnsafl er talið þurfa á móti uppsettu vindafli. Þetta þýðir að ef t.d. yrði sett upp 500 MW vindorkuver eins og áætlað er áAusturlandi þá þyrfti aukalega 200 MW jöfnunarorku tryggðafrá vatnsorkuveri (bara fyrir vindorkuverið). Ef vindorkuver er 100 MW þarf það tryggð 40 MW jöfnunarorku. 

 Til að setja þetta í betra samhengi þá skulum við segja að vindorkuver sé nú þegar risið. Vegna hinnar gríðarlegu stærðarvindmyllanna mynda þær litla umframorku. Þá þarf jafnvel að stöðva spaða túrbínunnar í litlum vind og hún getur ekki framleitt rafmagn. Þá kemur jöfnunarorkan frá vatnsaflsvirkjuninni inn til að koma í veg fyrir stöðvun og engar sveiflur verða þá í rafmagnsframleiðslu inn á kerfið. Hámarksnýtingarhlutfall slíks vindmyllugarðs getur legið á bilinu 25-30%.

 En hvað gerist ef vindorkuverið er risið og engin jöfnunarorka er til staðar? Skýrt hefur komið fram að engin slík umframorka er í boði eins og staðan er í dag. Þ.a.l. er það ljóst að ekki er hægt að starfrækja vindorkuver nema að byggja upp fleiri og/eða stærri vatnsaflsvirkjanir.

 Hvað gerist ef stöðva þarf vindorkuver í eigu erlendra fjárfesta sem selja rafmagnið inn á kerfi sem getur ekki tekið á móti því?Getur verið að ríkið sé með því að skapa sér skaðabótaskyldu?

 Þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þessi viðbótar jöfnunarorka sem þarf að vera til eingöngu fyrir vindorkuverin, óháð því hver nýtingin er, sé inni í útreikningum um þau 24 TW sem þurfi fyrir orkuskiptin eða hvort þau bætist við.

 Orkuauðlindir okkar afhentar á gullfati

 Á sama tíma er talað um atvinnuuppbyggingu í víðu samhengi í tengslum við uppbyggingu vindorkugarða. Ef engin jöfnunarorka er til staðar sé ég ekki fyrir mér að áhugasamir fjármagnseigendur muni leita eftir því að fjárfesta í uppbyggingu nýrra fyrirtækja ef svörin um rafmagnaöryggi eru á þessa leið: “Jú þið getið fengið tryggð ákveðið hlutfall þess rafmagns sem þið þurfið en restin er bara eitthvað sem við eigum ekki til enhlýtur að reddast einhvern veginn.”

 Það er ljóst í mínum huga að það þarf að virkja meira. En það er algjörlega galið að ætla afhenda orkuauðlindir okkar á gullfati til erlendra fjárfesta, eftirláta þeim gríðarlega víðfeðm landsvæði til röskunar sem hafa að mínu mati enn stærri umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanir og ætla svo að kaupa af þeim orkuna inn á kerfi sem getur ekki tekið við henni, nema við sérstaklega byggjum til viðbótar nýjar vatnsaflsvirkjanir til að svara þörfum fjárfestanna.

 Erum við s.s. tilbúin að leggja land undir vatnsaflsvirkjanir til að gæta hagsmuna erlendra fjármagnsafla með þeim rökum að vindmyllurnar sem munu dreifa trefjaplasti um víðáttur Íslenskrar náttúru séu að framleiða græna orku? Viljum við þaðfrekar en að virkja vatnsaflið og jarðvarmann á okkar eigin vegum og standa þá um leið vörð um auðlindir okkar og hagsmuni íbúa?

Stjórnvöld öfgahliða  

Við höfum í dag stjórnvöld sem tákna öfga beggja hliða, vinstri og hægri.

 Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra segir að ein helsta ástæða þess hún fór í framboð á sínum tíma hafi verið deilan um Kárahnjúkavirkjun. Hún predikar nauðsyn orkuskipta, endalausir skattar eru lagðir á íbúa vegna þessa, hún segir ekki þurfi að virkja meira því hægt sé að loka einu af álverunum til að fá auka orku, hundruð manna missa vinnuna og hún er tilbúin að vinna að því með Sjálfstæðismönnum að auðlindir okkar verði afhentar erlendum fjármagnseigendum svo framarlega sem auðlindagjald sé greitt. Undir þessi sjónarmið taka fylgismenn hennar í Vinstri grænum.

 Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis- og orkumálaráðherragreiðir svo götu fjárfestanna með því að predika eins og lobbíisti um nauðsyn vindmyllugarða sem nauðsynlega aðgerð í loftlagsmálum, nýtir dómsdagstalið vel og segir tímann vera að renna út. Sjálfstæðismenn vilja ólmir minnka ítök ríkisins í orkuauðlindum landsins, tala um mögulegan sæstreng til Evrópuog vilja greiða leið erlendu fjárfestanna að helstu mjólkurkýr landsins, orkuauðlindinni okkar.

 Það er kominn tími til að íslenska þjóðin vakni og átti sig á hvert er verið að leiða landið. Orkuauðlindir landsins eiga ávallt að vera undir stjórn ríkisvaldsins þar sem Alþingi fer með lokaákvörðunarvald. Þannig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið.

Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar sem er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. (Mikið hefði annars verið ánægjulegt að sjá blaðagrein í þessum dúr eftir einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!)

Kundera og mikilvægi fáfengileikans

Þorsteinn Siglaugsson skrifar í Mbl

Þorsteinn Siglaugsson

“Þetta er alræði almenningsálitsins, alræði umburðarleysisins þar sem sérhvert frávik, brandari, illkvittnisleg athugasemd, ögrandi fullyrðing verður að ófyrirgefanlegum glæp. Þar sem einstaklingseinkennin, efinn og hugsunin, sem þrátt fyrir allt áttu sér athvarf í andófsritum, neðanjarðarleikhúsum, bröndurunum um yfirvöldin á tímum Stalínismans hljóta að láta endanlega undan, í samfélögum sem eru að sögn hin frjálsustu og lýðræðislegustu í sögunni en einkennast æ meir af dauðhreinsun á grunni andlegra lýðheilsusjónarmiða.”

Vestræn menning nútímans grundvallast á ákvörðunarvaldi hins hugsandi einstaklings sem efast, og á listsköpun sem endurspeglar einstaklingseinkenni hans.“ Milan Kundera, 1984. Sinfonietta tékkneska tónskáldsins Leos Janáceks leikur stórt hlutverk í lykilverki japanska rithöfundarins Harukis Murakamis, 1Q84. Þetta er verkið sem önnur aðalpersóna bókarinnar, líkamsræktarþjálfarinn Aomame, sem stundar morð á kynferðisbrotamönnum í tómstundum, hlustar á í leigubíl á hraðbraut í Tókýó rétt áður en hún klifrar niður stiga frá hraðbrautinni og lendir í undarlegum heimi 1Q84 þar sem tvö tungl skína á himni og rök og skynsemi hopa fyrir dulúð og furðuverum. Og verkið tengir hana og hina aðalpersónuna, Tengo Kawana; hvort um sig heillast þau af Janácek í hinum djúpa einmanaleika sem umlykur þau allt frá barnæsku og fram undir sögulok. Að sögn Murakamis voru það furðulegheit verksins sem ollu því að það varð lykilþáttur í skáldsögunni. Þetta er versta hugsanlega tónlistin sem hægt er að hlusta á í umferðarteppu sagði Murakami í viðtali árið 2011. Fimmtán trompetar hamast fyrir aftan hljómsveitina í hávaðasömu og dramatísku verki, sem fellur fullkomlega að súrrealískum söguheiminum. „Ég gæti ekki ímyndað mér neitt verk sem félli betur að þessari sögu,“ segir hann. Janácek samdi verkið á efri árum eins og Milan Kundera gerir grein fyrir í ritgerðasafninu Svikin við erfðaskrárnar sem út kom árið 1993, en á íslensku á síðasta ári, í þýðingu Friðriks Rafnssonar, hins ötula þýðanda og vinar Kunderas, sem eins og lesendum er væntanlega kunnugt féll nýlega frá, á 95. aldursári. Janácek var íhaldssamur lengst framan af, segir Kundera, en á efri árum varð hann sannkallaður framúrstefnumaður, módernisti. Og um síðir öðlaðist hann viðurkenningu, eða fremur, eins og Kundera segir, umbáru menn hann. Líkt og fleiri var hann ekki spámaður í eigin föðurlandi. Janácek var nánast óþekktur í Japan þegar skáldsaga Murakamis kom út, en í kjölfar þess öðluðust verk hans vinsældir. Þannig tengist heimurinn gegnum listina, á óútreiknanlegan og ófyrirsjáanlegan hátt. Og þannig tengjast tveir gjörólíkir rithöfundar, annar í öruggu og einsleitu samfélagi Japans, hinn í hinni ótryggu Mið-Evrópu þar sem þjóðir samlagast, blandast, hverfa og verða aftur til í sífellu.

Lestu áfram

Flugvallarmartröð meirihlutans í Reykjavík

Hvað nær forheimskan langt út fyrir Hvassahraun og hvað kostar hún skattborgarana?

Leiðari Morgunblaðsins fjallar í dag um þráhyggju andstæðinga Reykjavíkurflugvallar og spyr: „Ef þrjú eldgos duga ekki til að fólk skipti um skoðun, hvað þarf þá til?“

Leiðarinn er hér birtur í heild sinni:

„Hugmyndin um flugvöll í Hvassahrauni var fjarstæðukennd alveg frá því að hún kom fyrst fram. Ástæðan fyrir þeirri sérkennilegu hugmynd var ákafi þeirra sem vilja ýta flugvellinum úr Vatnsmýrinni, hvað sem það kostar. Hvassahraun og aðrar furðuhugmyndir voru liðir í því að réttlæta að þrengt yrði að flugvellinum þar sem hann er til að smám saman yrði hann varla nothæfur lengur og þá mætti taka lokaskrefið og ryðja honum burt.

Með íbúabyggð nærri flugvellinum hefur þetta markmið nálgast og gerir það enn frekar fái meirihlutinn í borginni að framkvæma áform sín um margföldun byggðar í Skerjafirði. Reykjavíkurborg á nægt landrými annars staðar og hefur enga ástæðu til að halda áfram að þrengja að flugvellinum. Furðulegt er að fylgjast með stjórnmálamönnum sem segjast vera fylgjandi innanlandsflugi, þar með talið sjúkrafluginu, en láta þessa þróun halda áfram í stað þess að taka skýra afstöðu gegn því sem augljóslega er að eiga sér stað þó að forsprakkar flugvallarandstæðinganna neiti því.

Flugvallarandstæðingar tala enn sem þeir vinni samkvæmt samkomulagi um að Reykjavíkurflugvöllur verði í fullri virkni þar til og ef að annað jafn gott flugvallarstæði býðst. Allir vita að þetta eru ósannindi. Eitt af því sem notað er til að tefja mál og veita meirihlutanum í borginni svigrúm til að halda áfram með fyrirhugaða byggð ofan í flugvellinum í Skerjafirði er að halda áfram rannsókn á því hvort að Hvassahraun henti fyrir innanlandsflugvöll. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn bókaði fyrir nokkru um að slíkar hugmyndir væru óraunhæfar í ljósi eldgosahættu og jarðhræringa á svæðinu og í gær ritaði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi grein um málið. Í greininni benti Kjartan á hið augljósa, að eftir að þriðja eldgosið á jafn mörgum árum væri hafið á Reykjanesskaga væri nýtt gostímabil hafið. Hann benti líka á að þróunin hefði orðið sú að gosvirknin hefði verið að færast nær Hvassahrauni. „Hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni eru óraunhæfar vegna jarðhræringa og eldgosahættu eins og jarðvísindamenn hafa reyndar bent á árum saman.

Afar heimskulegt væri að leggja flugvöll svo nálægt virku eldsumbrotasvæði. Þótt ekki gysi á sjálfum flugvellinum gætu eldsumbrot í næsta nágrenni haft margvísleg neikvæð áhrif á starfsemi hans. Til dæmis vegna gasmengunar, reykjarkófs og öskufalls. Atvinnuflugmenn hafa einnig um langa hríð varað við hugmyndum um flugvöll í Hvassahrauni vegna lélegra aðflugsskilyrða og sviptivinda,“ skrifar Kjartan. Og hann heldur áfram: „Óverjandi er að halda áfram að sóa hundruðum milljóna króna til frekari rannsókna vegna flugvallar í Hvassahrauni. Hætta á fjáraustri í slíkt gæluverkefni, sem virðist hafa þann tilgang helstan að friða flugvallarandstæðinga í Reykjavík.“

Vitaskuld á að halda áfram að rannsaka jarðhræringarnar og eldvirknina á Reykjanesskaga í nágrenni Keilis, Hvassahrauns og Litla-Hrúts. Það gefur auga leið og verður gert, en það þarf engar rannsóknir til að finna út að það er hrein fjarstæða að til greina komi að ráðast í gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni. Eftir þrjú ár af gosum í nágrenni Hvassahrauns er tímabært að stjórnvöld, bæði á landsvísu og í höfuðborginni, viðurkenni staðreyndir og hætti að sóa fé og tíma í að meta flugvallarstæði í Hvassahrauni. Þess í stað þurfa þau að huga að framtíð Reykjavíkurflugvallar þar sem hann er og verður augljóslega næstu áratugina hið minnsta. Þar verður að tryggja flugvellinum það svigrúm sem slíkri starfsemi er nauðsynleg og hætta alfarið að þrengja að honum. Stjórnvöldum, bæði í borginni og á landsvísu, ber að tryggja öruggt innanlandsflug, sjúkraflug og björgunarflug og þegar augljóst er orðið að það verður hvergi gert nema þar sem það er nú, verður að tryggja þá starfsemi eftir bestu getu.“

Réttinn ber að virða

Réttur Íslands til að fullgilda ekki einstakar tilskipanir er ekki feimnismál

Ritstjórnargrein Mbl þ. 15. febrúar 2023:

Hin dálítið skrítna trú á manngert veður, sem er næsta nýtilkomin og menn hafa fundað um á nærri 30 loftslagsráðstefnum um heimsendi handan við hornið er smám saman að verða að raunverulegu vandamáli. Þá er ekki átt við hjalið um loftslagið, sem er ekki skaðlegra en umræður um álfa og tröll voru áður fyrr.

Halldór Laxness sagði í einni smásögu sinni af manni sem var svo vel undirbúinn að hann gekk með gerviauga í vasanum til að geta hrætt lítil börn, kæmi sú nauðsyn upp. Og auðvitað má hafa brúk í loftslagsmálum fyrir þá sem nærast á óttanum þótt undarlegur sé. En auðvitað þurfa burðugir fyrirsvarsmenn þjóða að ýta dellunni út í sitt horn, sé hún komin í ógöngur og að auki farin að skattleggja mannkynið til að standa undir aðgerðum sem engu breyta. Góð og vönduð umgengni við umhverfið er mál sem sérhver góður maður vill leggja lið. Fáir vilja muna óvitaganginn um ógnina miklu um ósonlagið þar sem „svitabrúsar“ höfðu gert atlögu að mannkyninu og með þeim ýtt heiminum út á ystu brún og lífi á jörðinni „í forbífarten“. Séðir menn þess tíma vildu ekki karpa við „vísindamennina“ sem höfðu lifað sig inn í ógnina og var því brúsum breytt í krem, og þeir fengu að halda í „sannleikann“ og eina ráðstefnu árlega í Kanada sem staðfesti að allt væri á réttri leið. Þær eru enn haldnar þótt engar fréttir berist frá þeim.

Enn hafa sárafáar þjóðir axlað ábyrgð á hinum nýju trúarsetningum, nema helst nokkur ríki í kjarna Evrópu. Almenningur í Bandaríkjunum setur „eyðingu mannkyns“ í 20. sæti yfir mál sem þarf að kíkja á af alvöru. Og það sýnir mikinn áhuga sé miðað við afgangsstærð heimsins, litlu fámennu löndin Kína, Rússland, Indland, Afríku sem heild, Suður-Ameríku, og miðríkin þar, og Indónesíu, Víetnam og Filippseyjar og Pakistan svo nokkur „smálönd“ séu nefnd af handahófi, sem gera ekkert með dánartilkynningu mannkyns á 27 árlegum ráðstefnum, sem sóttar eru af ríkisbubbunum á einkaþotunum og „samninganefndum“ frá þjóðunum. Þannig fór fjölmenn sendinefnd Reykjavíkur til Parísar og stundaði ráðstefnuhjal í tvær vikur! Ekki hefur verið birt hvað það ball kostaði.

Umburðarlyndið er enn mikið, þótt sífellt sé sótt meira fé í „gerviverkefni“ til að bjarga heiminum. Og eins gagnvart Íslendingum sem hafa fyrir löngu náð þeim „markmiðum“ sem aðrir bisa við að ná. Íslendingar náðu þeim markmiðum árið 1992 þegar vitleysan byrjaði og því voru engar áhyggjur hér. En á daginn kom að „embættismenn“ hér með stjórnmálamenn í taumi töldu sig ekki fá að gráta með hinum nema litið yrði fram hjá íslenskum staðreyndum. Þeir knúðu á um að árangur þjóða sem náðist fyrir 1992 teldist ekki með. Og íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki kjark, til að losa sig út úr lönguvitleysu.

Það kostar þjóðina sífellt meir, sem hefur nóg með yfirgengilegar ógöngur í „útlendingamálum“. Ný dæmi tengd „heimshlýnun“ birtast í sífellu. Bogi Nils Bogason benti nýlega á að það hefði slæm áhrif á samkeppnishæfi Keflavíkurflugvallar sem alþjóðlegrar tengimiðstöðvar, yrði kerfi ESB, fyrir viðskipti með heimildir til losunar á gróðurhúsalofttegundum, tekið upp í EES-samninginn án þess að Íslandi yrðu veittar undanþágur. „Vegna landfræðilegrar legu Íslands bitnar þetta, ef af verður, verr á tengimiðstöðinni í Keflavík en öðrum tengimiðstöðvum sem hún keppir við,“ segir Bogi Nils.

Rétt er því að krefjast undanþágu og fáist hún ekki, á Ísland ekki að fullgilda tilskipunina. Slíkur réttur var forsenda þess að Ísland samþykkti EES-samninginn. Án þess fyrirvara stenst EES-samningurinn ekki stjórnarskrá Íslands og sjálfgefið að fella hann úr gildi.

Áleitnar spurningar um orkupakka

Ólafur Ísleifsson skrifar í Mbl:

Fjórði orkupakkinn sem inniheldur endurskoðun á helstu þáttum í orkulöggjöf ESB var samþykktur af Evrópuþinginu og ráði Evrópusambandsins í lok maí 2019. Reglugerðir og tilskipanir fjórða orkupakkans voru birtar í Stjórnartíðindum ESB sumarið 2019. Pakkinn tók við af þriðja orkupakka ESB en er víðtækari og nær til ákvarðana um endurnýjanlega orku, orkunýtni og slíkra þátta. Reyndar sýnist feimnismál að tala um fjórða orkupakkann og er hann af hálfu stjórnvalda kallaður hreinorkupakkinn, kannski í fegrunarskyni. Þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi 2. september 2019. Hann var umdeildur og lagðist ekki vel í þjóðina. Framganga stjórnvalda á þeim tíma vekur spurningar um upplýsingar af þeirra hálfu til Alþingis um lagabreytingar innan ESB á sviði orkumála.

Greining sérfræðinga á þriðja orkupakkanum

Ítarleg lögfræðileg greining af hálfu lagasérfræðinganna Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar sem fylgdi þingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar hafði vissa sérstöðu m.a. vegna samskipta þeirra og utanríkisráðuneytis meðan á samningu álitsins stóð. Þeir lýstu tveimur leiðum en lakari kosturinn að þeirra dómi var valinn af hálfu stjórnvalda. Megintillaga Friðriks Árna og Stefáns Más var að Ísland færi fram á undanþágu frá tveimur tilgreindum reglugerðum í orkupakkanum í heild, m.a. á þeirri forsendu að á Íslandi fari ekki fram raforkuviðskipti milli landa. Reglugerðirnar ættu því ekki við um aðstæður hér á landi. Hin tillagan var að setja lagalegan fyrirvara við samþykkt pakkans. Á fundi utanríkismálanefndar í ágúst 2019 sagði annar höfunda þetta næstbesta kostinn, sem skilja verður sem lakari kostinn af tveimur. Viðurkenndir lögfræðingar sögðu hinn lagalega fyrirvara haldlausan að þjóðarétti og aðeins til heimabrúks.

Áframhald af greininni

ESB – umsókn? Enn og aftur?

Leiðari Mbl. föstudaginn 23. september 2022:

Systurflokkarnir vilja kíkja aftur í pakkann sem allir
vita hvað er í…eða hvers vegna gengu Svíar og Finnar í NATO?

Svíar sóttu um aðild að NATO


Þingmenn systurflokkanna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar „um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið“ og fengu hana rædda í þaula á þriðjudag. Forsendur flutningsmannanna fyrir því að taka aftur upp viðræður við Evrópusambandið um aðild eru þær sömu og þær voru þegar málið sigldi eftirminnilega í strand fyrir um áratug, fyrir utan að nú telja þeir að stríðið í Úkraínu gefi þeim færi á að vinna fleiri á sitt band. Það er eitthvað alveg sérstaklega lítið geðfellt við það að reyna að nota yfirgang Pútíns og ógæfu Úkraínumanna til að endurvekja þetta vonlausa mál, en það er engu að síður gert og þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hefur flest verið reynt fyrir þennan vonda málstað. Þannig er beinlínis fullyrt í greinargerð með tillögunni að óhætt sé að segja að „vatnaskil hafi orðið í umræðunni um stöðu Íslands í Evrópu með innrás Rússa í Úkraínu“. Vísað er til þess að Danir hafi samþykkt að falla frá fyrirvörum um að taka fullan þátt í varnarmálasamstarfi ESB og að Finnar og Svíar hafi sótt um aðild að Atlantshafsbandalaginu vegna innrásarinnar. Þetta er fjarstæðukenndur málflutningur og öfugsnúinn, því að sú staðreynd að Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO vegna aukinnar

Lestu áfram

Alþingi Íslendinga átti ekki að samþykkja 3. orkupakka ESB!

„For years many people remained at home, unaffected, continuing to do what they had always done. Then … bombs and mines suddenly exploded everywhere, buildings collapsed, and the streets were full of rubble, soldiers, and refugees. Soon, no one was left who could pretend it wasn’t happening …“
Natalia Ginzburg í Family Lexicon

Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson lögmaður, f.v. héraðsdómari og núverandi 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar á Facebook síðu sína þ. 11. september 2022:

,,Af hverju tala þau við mig eins og ég sé kjáni?” hugsaði ég sem barn þegar fullorðið fólk vék sér undan að svara viðkvæmum spurningum. Öllum er ljóst að við eyðum ekki vanda með því að eyða talinu. Nú er ég orðinn of fullorðinn til að láta tala við mig sem barn. Þetta rifjast upp þegar ég les ummæli sérfræðinga / embættismanna / stjórnmálamanna um orkumál og hugsanleg áhrif sæstrengs á raforkuverð á Íslandi. Börn geta skilið hvaða áhrif slík tenging mun hafa á raforkuverð innanlands. Öllum má sömuleiðis vera morgunljóst að ákvörðunarvald um slíkan streng hvílir ekki lengur aðeins í höndum Íslendinga. Enn vill fólk þó afneita því að þetta séu afleiðingar þess að Alþingi samþykkti innleiðingu þriðja orkupakka ESB árið 2019. Þverpólitísk samstaða skapaðist, utan Alþingis, um að forða Íslendingum frá því að festa sig að óþörfu í þessum orkupakkasnörum. Á það var ekki hlustað. Stórpólitískt mál um þjóðarhagsmuni var skrumskælt sem flokkspólitískt smámál. Þetta minnisblað svarar ekki öllum spurningum, en það er púsl í heildarmyndina sem margir vilja enn ekki sjá. Ég hef ekki birt þetta áður hér á FB, en því miður er full ástæða til að vekja athygli á innihaldi þess. Við getum ekki lokað augum og eyrum fyrir þeim vanda sem blasir nú við nágrannaþjóðum okkar. Varla viljum við fara sömu leið, eða hvað?

Með þessari færslu sinni birtir hann í fyrsta sinn eftirfarandi minnisblað sitt vegna fundar í utanríkismálanefnd Alþingis hinn 16. ágúst 2019 um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES- samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál:

Minnisblað þetta er ritað eftir móttöku fundarboðs utanríkismálanefndar 14. ágúst 2019, þar sem undirritaður er boðaður á fund nefndarinnar 16. ágúst 2019. Í fundarboðinu kemur fram að á fundinum verði til umfjöllunar „tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

Um leið og ég þakka fyrir að fá tækifæri til að ræða við þingmenn um hinn svonefnda þriðja orkupakka ESB (O3) skal tekið fram að ég rita þessar línur að eigin frumkvæði, án utanaðkomandi þrýstings eða fyrirmæla og án þess að hafa þegið nokkra greiðslu fyrir þessi skrif né heldur fyrir framlag mitt til almennrar umræðu um málefnið sem hér um ræðir.

Áframhald af greininni

Að selja landið og innviðina er smekkleysa

Hvað kostar Ísland? Loftur skrifar:

Umrædd grein Ögmundar í Mbl

Það kann mörgum sjálfstæðismanninum að þykja það skjóta skökku við, að vitna í Ögmund Jónasson f.v. ráðherra sem er gallharður sósíalisti. Ögmundur hefur barist með oddi og egg gegn framsali á fullveldi Íslands til yfirþjóðlegs valds sem samrýmist vel stefnu xD og ályktana landsfunda flokksins en það er ekki hægt að segja með góðri samvisku um þá sjálfstæðismenn sem nú sitja á Alþingi, utan einn þingmann, Ásmund Friðriksson, sem hafnaði innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög. Leitandi er að glæðum fullveldishugsjónarinnar í ræðum eða riti sjálfstæðismanna nema þá helst í skrifum Arnars Þórs Jónssonar, leiðara Mbl. og Staksteinum sama blaðs.

Ögmundur ritar fróðlega grein í Mbl í dag sem hann nefnir:

Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta!” en þar segir hann m.a.:

“Ef fer sem horfir að innviðirnir verði settir á markað, allt er það að gerast jafnt og þétt, á okkur þá að þykja gott og eftirsóknarvert að bjóða erlendum fjárfestum að eignast grunnnet fjarskipta, samgöngukerfið, heilbrigðiskerfið, vatnsveitur, sorphirðuna, rafveitur, Landsvirkjun? Og nú stendur til að selja íslensk fjöll til útlanda. Og við sem héldum að þetta væri bara málsháttur, að trúin flytti fjöll. En þetta er þá trúin og um hana er bærileg sátt á Alþingi. Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn endurskoðaðri samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins að heimila fjárfestum að næla sér í arð upp úr vösum okkar sem ferðumst um vegakerfi landsins. Að þessu sögðu er eins gott fyrir almenning að byrja að reisa sig og spyrja hvort við virkilega viljum færa fjárfestum eignarhald á öllu því sem við höfum sameiginlega byggt upp og vitað er að verður alltaf að vera til staðar að þjónusta samfélagið. Varla er það eftirsóknarvert markmið að búa svo um hnúta að handhafar fjármagns geti gert sér slíka þjónustu að féþúfu að ógleymdum völdunum sem slíku fylgir eins og við vorum minnt á eftir að Marriott-keðjunni hafði verið svo innilega fagnað í Reykjavík. Almenningur, við öll, þurfum að segja hátt og skýrt að við viljum halda völdunum sem næst okkur, innanlands og á okkar eigin hendi, það s é heillavænlegast og það s é það besta. Er þetta ekki eins einfalt og verða má? Og má ekki taka undir með því sem sagt var í frægri sjónvarpsauglýsingu: „Ég hef einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta“?
Og nú stendur til að selja íslensk fjöll til útlanda. Og við sem héldum að þetta væri bara málsháttur, að trúin flytti fjöll.

Almennt gera Íslendingar sér ekki grein fyrir því, hvað framsal fullveldisins til ESB hefur í för með sér. Ætla menn t.d. í alvöru að skipta upp Landsvirkjun, sameign þjóðarinnar og selja hana hæstbjóðandi og setja raforkuna okkar á uppboðsmarkað ESB í takt við orkupakkana?
Þurfum við sjálfstæðismenn að láta harðlínusósíalista vekja okkur upp til umhugsunar um fullveldið og gildi þess fyrir Ísland og íslensku þjóðina?
Er ekki nóg komið af framsali fullveldisins?

Varasöm þróun ESB

Forsætisráðherra aðildarríkis ESB rekur vandann réttilega

Úr Staksteinum Mbl. 23. ágúst 2022:

Greinin í Mbl

Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands fjallaði um málefni Evrópu og Evrópusambandsins í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í gær. Útgangspunkturinn er Úkraína og margvíslegur lærdómur sem Morawiecki telur að draga megi af innrás Rússa. Hann telur stríðið hafa „afhjúpað sannleikann um Rússland“ Pútíns og heimsvaldastefnu þess. Rússland hafi treyst stöðu sína á síðustu tveimur áratugum en Vesturlönd hafi sýnt sofandahátt. Þá segir Morawiecki að ríki Evrópu hafi ekki hlustað á varnaðarorð Póllands, sem hafi bent á fyrir mörgum árum að Rússar myndu ekki láta staðar numið í Georgíu með innrásinni þangað.

Umhugsunarvert er að forsætisráðherra Póllands telur þetta „einungis birtingarmynd stærra vandamáls sem ESB stendur frammi fyrir í dag. Jafnrétti einstakra ríkja í ESB telst vera einungis formlegs eðlis en stjórnmálavenja sýnir fram á að rödd Þýskalands og Frakklands hefur mest áhrif.“ Þetta ástand sem Morawiecki lýsti er hluti af þeim vanda sem kalla má lýðræðishalla Evrópusambandsins og felst meðal annars í því að stóru ríkin, einkum Þýskaland en einnig Frakkland, hafa langmest um ákvarðanir sambandsins að segja. Minni ríkin hafa lítið sem ekkert vægi, þau bíða ákvarðana stóru ríkjanna tveggja sem teknar eru í tveggja manna tali og hittast svo á stærri fundum og stimpla ákvarðanirnar.

Í þessu ljósi er sú umræða sem stundum hefur átt sér stað hér á landi um mikil áhrif smáríkja í besta falli grátbrosleg. Jafnvel ríki á stærð við Pólland hafa sáralítið vægi innan sambandsins, eins og forsætisráðherrann bendir á. Þetta ástand batnar ekki við það að sífellt lengra hefur verið gengið innan Evrópusambandsins í átt að aukinni miðstýringu, það er að segja að valdið er flutt í æ ríkari mæli frá aðildarríkjunum og til Brussel, sem felur einnig í sér aukin völd stóru ríkjanna.

Eitt af því sem forsætisráðherra Póllands hefur áhyggjur af er að nú heyrist „æ oftar að meirihlutinn, fremur en einróma samþykki, eigi að ákvarða framtíð allra ríkja Evrópusambandsins. Að víkja frá meginreglu um einróma samþykki á fleiri sviðum starfsemi ESB færir okkur nær því fyrirkomulagi þar sem þeir sterkari og stærri ráða yfir þeim veikari og minni.“ Og forsætisráðherrann bendir einnig á að það, „að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, tryggir ekki varanlega og samræmda þróun. Evran kemur jafnvel af stað innbyrðis samkeppni sem sést til að mynda í umframútflutningi sumra ríkja. Það kemur í veg fyrir endurmatshækkun á eigin gjaldmiðli og viðheldur stöðnun í atvinnulífi hjá öðrum ríkjum. Í slíku kerfi teljast jöfn tækifæri einungis orðin tóm.“ Þá segir Morawiecki að skipan Evrópusambandsins verji „okkur ekki nægilega vel að svo stöddu gegn heimsvaldastefnu annarra ríkja. Þvert á móti eru stofnanir og stjórnarvenjur ESB opnar fyrir því að hin rússneska heimsvaldastefna finni sér leið inn enda eru þær sjálfar ekki lausar við freistingu til að ráða yfir þeim veikari.“

Forsætisráðherra Póllands er ekki andstæðingur Evrópusambandsins en hann hefur áhyggjur af því hvernig það er að þróast og bendir á ýmis dæmi um hvernig það hafi brugðist og hversu varasamt það sé að eitt ríki sé um of ráðandi um framvinduna. Hann leggur til að í stað þess að halda áfram á braut æ meiri samruna þá verði stigið skref til baka og horfið aftur til grundvallarins í stað þess „að halda áfram að styrkja yfirbyggingu stofnana“. Vaxandi regluverk sem teygir anga sína til æ fleiri þátta þjóðlífsins, aukin stofnanaumgjörð og yfirþjóðlegt vald samhliða þeim miklu áhrifum sem stóru ríkin hafa innan Evrópusambandsins eru orðin akkilesarhæll þess svo ekki þarf að koma á óvart að forsætisráðherra aðildarríkis stígi fram með svo afgerandi gagnrýni á þróunina.

Nei við ESB!

Íslendingar eru svo lánsamir að ekki hefur tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og ekki allar heiðarlegar, að koma landinu alla leið inn í Evrópusambandið. Þess í stað býr Ísland við EES-samninginn sem hefur tryggt viðskiptahagsmuni landsins gagnvart ríkjum ESB. Í gegnum hann hafa Íslendingar þó kynnst nokkru af þeim vanda sem Morawiecki lýsir, því að aukin ásælni þeirra sem mestu ráða í Evrópusambandinu hefur einnig komið fram í því regluverki sem reynt er að þröngva upp á aðildarríki EESsamningsins sem þó eru ekki í ESB. Gegn þessari þróun þarf að standa og þeir sem gæta hagsmuna Íslands gagnvart Evrópusambandinu og samningnum við það mega ekki gleyma þeirri þróun sem á sér stað innan sambandsins og meðal annars er lýst í grein Mateusz Morawieckis forsætisráðherra. Og þeir mega vitaskuld alls ekki gleyma því hverra hagsmuna þeim ber að gæta.

Sögulegar áskoranir og fölsk stefnumál – Evrópa á krossgötum

Eftir Mateusz Morawiecki

Mbl 22. ágúst 2022

Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands

Rússland vill breyta Evrópu í þá mynd sem það hefur þekkt vel undanfarnar aldir, þ.e.a.s. í samstillt stórveldi með sameiginlega skilgreint áhrifasvið.

Stríðið í Úkraínu hefur afhjúpað sannleikann um Rússland. Þeir sem neituðu að taka eftir því að ríki Pútíns hefði tilhneigingu til heimsvaldastefnu verða núorðið að horfast í augu við þá staðreynd að djöflar 19. og 20. aldar hafa nú lifnað við: þjóðernishyggja, nýlendustefna og æ sýnilegri alræðishyggja. Stríðið í Úkraínu hefur þó einnig flett ofan af sannleikanum um Evrópu. Margir Evrópuleiðtogar hafa látið Vladimír Pútín draga sig á tálar og verða nú fyrir áfalli. Endurkoma hinnar rússnesku alræðishyggju ætti ekki að koma okkur á óvart. Rússland hefur jafnt og þétt verið að endurbyggja stöðu sína undanfarin tuttugu ár. Á því tímabili kusu Vesturlönd að taka sér landstjórnmálalegan lúr í stað þess að vera árvökul og skynsöm. Þau kusu að líta framhjá sívaxandi vandamáli í stað þess að standa gegn því fyrr. Evrópa kom sér ekki í þessa stöðu vegna þess að hún var ekki nægilega samþætt heldur vegna þess að hún kaus að hlusta ekki á rödd sannleikans. Sú rödd hefur verið að koma frá Póllandi í mörg ár.

Pólland áskilur sér ekki rétt á sannleikanum en af samskiptum við Rússland hefur Pólland þó talsvert meiri reynslu en aðrir. Lech Kaczynski, fyrrverandi forseti Póllands, hafði rétt fyrir sér, líkt og Kassandra sem sá fyrir fall Trójuborgar. Kaczynski sagði fyrir mörgum árum að Rússland myndi ekki láta staðar numið í Georgíu heldur myndi teygja sig áfram til að sölsa meira land undir sig. Ekki var heldur hlustað á hann. Sú staðreynd að rödd Póllands hafi verið hunsuð er einungis birtingarmynd stærra vandamáls sem ESB stendur frammi fyrir í dag.

Áframhald af greininni