Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?

“Mjög langur vegur er frá því að allar ákvarðanir um mikilvæg mál innan ESB kalli á einróma samþykki. Það á til að mynda ekki við um sjávarútvegsmál.”

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar í Mbl

Hjörtur J. Guðmundsson

Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabonsáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þannig heyrir krafan um einróma samþykki innan sambandsins í raun til undantekninga í dag. Ég vakti athygli á þessu í grein í Morgunblaðinu 24. september þar sem ég benti einnig á þá staðreynd að íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins réði mestu um möguleika þeirra til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráðinu og þá einkum þeirra fámennustu. Stærstu ríkin væru hins vegar í algerri lykil- og yfirburðastöðu í þeim efnum vegna fjölmennis. Ég fór enn fremur ítarlega yfir fyrirkomulag Evrópusambandsins í þessum efnum en upplýsingar um það eru til dæmis ágætlega aðgengilegar á vefsíðum sambandsins. Hvet ég lesendur, sem það hafa ekki þegar gert og áhuga hafa, til þess að kynna sér þá samantekt mína.

Fyrri fullyrðing ekki endurtekin

Mér barst nokkru síðar svargrein sem raunar gerði lítið annað en að undirstrika það sem ég hafði bent á í grein minni. Þá einkum og sér í lagi þá staðreynd að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins í ráðherraráði þess eigi aðeins við um fáeina málaflokka. Þannig voru til að mynda einungis tekin dæmi um einróma samþykki tengd þeim fáu málaflokkum þar sem slíks er enn krafizt í ráðinu og síðan fullyrt á þeim grunni, líkt og í fyrri grein höfundar, að engin ákvörðun um mikilvæg mál væri tekin án samþykkis allra ríkja sambandsins.

Continue reading “Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?”

Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu

“Hversu fjölmenn einstök ríki Evrópusambandsins eru ræður mestu um möguleika þeirra á að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi þess.”

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar í Mbl

Hjörtur J. Guðmundsson

Fullyrt var í grein í Morgunblaðinu á dögunum eftir Ole Anton Bieltvedt að innan Evrópusambandsins gætu lítil ríki „stoppað framgang hvaða máls sem er. Til jafns við þau stóru, svo sem Þýskaland, Frakkland, Ítalíu og Spán. Afstaða þeirra fámennu vegur jafn þungt og afstaða þeirra fjölmennu.“ Þá var því haldið fram að „ekkert stærra mál, stefnumörkun eða samningur“ tæki gildi án einróma samþykkis. Hér er hins vegar ekki farið með rétt mál sem er ekki sízt áhugavert í ljósi þess að skrifin snerust einkum um það að saka aðra um rangfærslur. Fyrir það fyrsta er vert að hafa í huga að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi þess, heyrir nánast sögunni til. Þannig hefur þeim tilvikum, þar sem krafizt hefur verið einróma samþykkis í ráðherraráði sambandsins, fækkað með hverjum nýjum sáttmála þess. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 var það afnumið í yfir fjörutíu málaflokkum. Fyrir vikið heyrir einróma samþykki í raun til undantekninga í dag og snýst um fáein málefni. Þar eru sjávarútvegsmál til dæmis ekki á meðal. Kallað hefur verið eftir því að tekin verði frekari skref í þá átt að fækka þeim fáu tilvikum þar sem enn er krafizt einróma samþykkis í ráðherraráði Evrópusambandsins. Meðal annars bæði af framkvæmdastjórn sambandsins og pólitískum forystumönnum í ríkjum þess. Fyrr á þessu ári kallaði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýzkalands, til að mynda eftir afnámi einróma samþykkis í utanríkismálum. Sagði hann nauðsynlegt að Evrópusambandið gæti tekið ákvarðanir í þeim efnum jafnvel þótt einhver ríki sambandsins væru þeim andvíg.

Lesa meira

Umrótinu hafnað

Borið hefur á því að stjórnmálamenn missi allan mátt þegar kemur að efnislegri umræðu um fullveldið í framkvæmd og rjúfi jafnvel svardaga sinn.

Viðar Guðjohnsen skrifar í Mbl

Viðar Guðjohnsen

Skattborgarar gengu til kosninga með blendnum tilfinningum þetta árið. Litlu var þeim lofað öðru en óumbeðinni sjálfskuldarábyrgð á annars ábyrgðarlausu fjáraustri stjórnmálamanna. Hvorki fréttamenn né frambjóðendur veittu því athygli að því sem einn fær án þess að vinna fyrir þarf einhver annar að vinna fyrir án þess að fá.

Þjóðin andar léttar

Við íhaldsmenn unnum ekki neina sérstaka sigra á kjördag. Þó má anda léttar því öfgaumrótið var á síðustu dögunum fyrir kosningar komið í örskotslengd frá allsherjarvaldinu. Ef það ætti að velja einn hugmyndafræðilegan sigurvegara í þessum kosningum þá væri það okkar ástkæra lýðveldisstjórnarskrá sem ávallt vakir og verndar. Þau öfl sem vildu henni illt skruppu saman og urðu undir. Aðförin að henni var brotin á bak aftur og vonandi er þeim hildarleik að fullu lokið. Píratar töpuðu fylgi. Það er fagnaðarefni. Sósíalistaflokkurinn með sína eymdarstefnu komst ekki inn á þing sem er annað fagnaðarefni. Jafnaðarmenn sitja að sama skapi eftir með sárt ennið og náðu ekki einu sinni tíund atkvæða. Þetta er ljósið í myrkrinu.

Continue reading “Umrótinu hafnað”

Hvað höfum við lært?

Ekki má þrengja svo að þjóðfélaginu í baráttu við eina hættu að við búum til sjálfstæða ógn úr annarri átt. Hér þarf að finna jafnvægispunkt.

Arnar Þór Jónsson skrifar í Mbl

Arnar Þór Jónsson

Í fyrri greinum um kórónuveiruna (C19) hef ég borið fram spurningar um þá vegferð sem yfirvöld hér á landi – og raunar víðar – hafa kosið að feta. Augljóslega er sérstök ástæða til að vara við því að valin sé leið sem til lengri tíma gæti reynst skaðlegri en veiran sjálf. Kófið hefur þrengt sjónarhorn leyfilegrar umræðu, kippt hefðbundnum stjórnmálum úr sambandi, fært völdin úr höndum þings og ríkisstjórnar til ólýðræðislega valinna sérfræðinga. Afleiðingin hefur verið sú að grafið hefur verið undan lýðræðinu, réttarríkinu og öryggisventlum stjórnskipunarinnar um valddreifingu. Of fáum mönnum hafa verið afhent óþægilega mikil völd. Slíkt stjórnarfar, sem kenna má við fámennisstjórn eða sérfræðingastjórn, gengur gegn stjórnskipulegu markmiði lýðræðisríkja um temprun valds.

Þekktu óvininn

Með hliðsjón af opinberri tölfræði um hættueiginleika C19 má furðu sæta hversu lítil umræða hefur farið fram um inngrip sóttvarnalæknis í stjórn landsins. Þau inngrip hafa verið byggð á almennt orðuðum ákvæðum laga um sóttvarnir, án þess að Alþingi eða ríkisstjórn hafi sýnilega gert nóg til að tempra nefnda valdbeitingu.

Lestu meira

Skattgreiðendur í ESB borga brúsann

Þessir fjármunir hefðu getað nýst vel til uppbyggingar og aðstoðar í Evrópu, en sömu peningunum verður aldrei eytt tvisvar.

Jón Magnúson

Jón Magnússon skrifar í Mbl

Joe Biden klúðraði brottför úr Afganistan með ævintýralegum hætti og kom Bandaríkjunum í ógöngur og skildi svo eftir ógrynni nýlegra hergagna sem hvert Evrópuríki hefði mátt vera stolt af að ráða yfir.

Nú reynir ESB að klúðra líka, þótt það hafi verið víðs fjarri.

Ætla hefði mátt að vestræn ríki mundu bindast samtökum um að útiloka Afganistan frá samfélagi siðaðra þjóða meðan villimennska talibananna ræður þar ríkjum. Krafist þess, að lágmarksmannréttindi yrðu til staðar í landinu auk ýmiss annars annars yrði engin aðstoð í boði. En það er ekki gert.

Í gær ákvað Evrópusambandið að gefa talibanastjórninni 1000 milljónir evra eða 150 milljarða, sem heitir aðstoð. Skattgreiðendur í Evrópu hafa aldrei verið spurðir um þetta eða þeirra samþykkis leitað.

Þessir fjármunir hefðu getað nýst vel til uppbyggingar og aðstoðar í Evrópu, en sömu peningunum verður aldrei eytt tvisvar. Óneitanlega skýtur það skökku við, að valdstjórn Evrópusambandsins í Brussel skuli fyrst krefjast þess að lönd Evrópu taki við ómældum fjölda flóttamanna (um 90% þeirra eru ungir karlmenn) vegna ógnarstjórnarinnar í Afganistan og styrkja ógnarstjórnina síðan með gríðarlegum fjármunum.

Hvers eiga evrópskir skattgreiðendur eiginlega að gjalda.

Jón Magnússon er hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður

Heimagerður orkuvandi

Sigríður Á. Andersen skrifar í Mbl
Evrópa glímir við orkuvanda um þessar mundir sem virðist að verulegu eða öllu leyti heimatilbúinn. Telegraph segir frá því að forystumenn í atvinnulífinu telji ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipta yfir í „grænna“ bensín, þ.e. bensín með hærra etanól-innihaldi, hafa haft mikið um bensínvandann þar að segja. Bensínskortur gerði breskum bílstjórum gramt í geði og verðið rauk upp.

Sigríður Á. Andersen

Evrópa glímir við orkuvanda um þessar mundir sem virðist að verulegu eða öllu leyti heimatilbúinn. Telegraph segir frá því að forystumenn í atvinnulífinu telji ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipta yfir í „grænna“ bensín, þ.e. bensín með hærra etanól-innihaldi, hafa haft mikið um bensínvandann þar að segja. Bensínskortur gerði breskum bílstjórum gramt í geði og verðið rauk upp.

Telegraph segir einnig að umdeilt sé hvort þetta hækkaða etanól-hlutfall sé betra fyrir umhverfið, en etanólið er framleitt úr korni, og ekki eru allir á eitt sáttir um að nýta land til etanól-framleiðslu fyrir bíla í stað matvælaframleiðslu.

Hér á landi er einnig notað lífeldsneyti á borð við etanól og lífdísil og Sigríður Á. Andersen spurði fjármálaráðherra út í það á þingi í sumar og fékk svar í liðnum mánuði. Sigríður fjallaði um svarið á vef sínum og sagði: „Ríkið hefur ekki hugmynd um hve mikið (eða hvort) losun CO² minnkar vegna margra milljarða króna sem það veitir árlega í skattaívilnanir til lífeldsneytis og rafbíla.“

Hún benti á að skattaívilnanirnar hefðu verið til staðar í áratug en samt vissi enginn hverju þær skiluðu. Milljarðar streymdu úr landi vegna þessa.

Við erum sem betur fer ekki í jafn slæmri stöðu og Bretar, en er verjandi að halda áfram að ýta undir notkun á óhagkvæmu eldsneyti ef árangurinn af aðgerðunum liggur ekki fyrir?

Höfundur er fyrr. þigmaður og ráðherra

Um daginn og veginn

Davíð Gíslason læknir skrifar um heilbrigðiskerfið á dögum kommúnismans

Davíð Gíslason

Við lifum á undarlegum tímum. Kóvid hefur umturnað lífi margra okkar og þessi veiruskömm er óvinur þjóðarinnar nr. 1. Þegar ég var ungur læknanemi var sagt að inflúensan væri besti vinur gamla mannsins, því ef hún kæmi í heimsókn tækju allar áhyggjur skjótan enda nema áhyggjur ættingjanna sem þyrftu að sjá um útförina. Þetta viðhorf á nú líklega ekki marga talsmenn lengur. Sagt er að sá sem ekki óttast dauðann óttist ekkert, og það er kosturinn við að verða gamall að þá fækkar ástæðum óttans og margir nálgast þá aftur barndóminn og geta leyft sér að benda á nýju fötin keisarans.

Þökk sé kóvid hefur heilbrigðiskerfið verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Neyðaróp hafa heyrst frá Landspítalanum og sérstaklega frá bráðamóttökunni. Það er eins og eilíf vandamál Landspítalans séu náttúrulögmál, svona eins og aðdráttarsvið jarðar. Fyrir mörgum árum var einn af kennurum mínum spurður frétta af spítalanum. „Þar sést aldrei glaður maður,“ var svarið. Annar kollega taldi einsýnt að spítalinn hefði verið byggður á álagabletti. Þetta er auðvitað hótfyndni, en kannski með einhverju sannleikskorni.

En flest hefur sínar skýringar. Það líður engum vel í allt of þröngum fötum. Eftir að spítalarnir voru sameinaðir hefur rúmum fyrir bráðveika sjúklinga fækkað um nærri 40%, þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung og hér iðar samfélagið af útlendingum. Því er spítalanum allt of þröngur stakkur skorinn, sem bitnar kannski harðast á bráðamóttökunni við að finna sjúklingunum pláss.

Það er kvartað yfir skorti á mannafla. Sérnámslæknar hafa ekki beinlínis verið hvattir til að koma heim eftir sérnám. Þeir hafa jafnvel átt í málaferlum við stjórnvöld til að fá að hefja hér störf þótt þörfin fyrir þá sé æpandi.

Lesa meira

Rödd úr gras­rótinni

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar á Visir.is:

Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér, gallhörðum sjálfstæðismanninum, hún vera illskásti kosturinn sem uppi var á þeim tíma. Tveir aðrir verri kostir voru í boði. Sá fyrri var að fólkið sem náðist á mynd í stofunni á Syðra Langholti 4 í Hrunamannahreppi næðist á mynd við ríkisráðsborðið á Bessastöðum.

Seinni kosturinn var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Fólks fólksins. Sú ríkisstjórn hefði þó þurft að funda í gegnum fjarfundarbúnað vegna óvildar á milli forystufólks Framsóknar og Miðflokks, eftir uppgjörið mikla í Framsókn.

Ég setti hins vegar tvo fyrirvara við þá ríkisstjórn er tók við eða öllu heldur setti tvo ráðherra á skilorð. Mér fannst það alls ekki við hæfi að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar yrði gerður að umhverfisráðherra. Það væri nánast eins og ef að forstjóri sjávarútvegsfyrirtækis yrði gerður að sjávarútvegsráðherra. Það hefur líka komið á daginn, að umhverfisráðherra hefur fyrst og fremst með embættisfærslum sínum, verið upptekinn af því að gera Landvernd til geðs, frekar en að huga að heildarhagsmunum þjóðarinnar. Frumvarp ráðherrans um hálendisþjóðgarð var þvert á tillögur starfshóps skipaðan fulltrúum allra flokka á þingi og hagsmunaaðila sem að með einum öðrum hætti nýta hálendið í leik og starfi. Frumvarpið líkist meira því að hafa verið skrifað á skrifstofu Landverndar en að ráðherrann hafi tekið tillit til tillagna starfshópsins. Afar umdeilt friðunaræði ráðherrans í undanfara kosninga í andstöðu við að minnsta kosti annan stjórnarflokkinn er svo annað dæmi um gerræðislega einræðistilburði ráðherrans.

Hinn ráðherrann sem ég setti á skilorð er heilbrigðisráðherra. Þegar núverandi heilbrigðisráðherra tók við, stóð heilbrigðiskerfið á krossgötum, eins og oft áður.

Lesa meira

Horfum fram á veginn

Einar S. Hálfdánarson skrifar í Mbl

Minnkun þjóðarframleiðslu mun færa lífskjörin annað, þ.m.t. góða heilbrigðisþjónustu.
Hægt er að viðhalda lífskjörunum og vernda umhverfið um leið.

Einar S. Hálfdánarson

Verður það hlutskipti barna okkar og barnabarna að lifa við versnandi lífskjör næstu áratugina? Frambjóðendur Samfylkingar og sumir aðrir boðuðu mikinn samdrátt í neyslu til að ná miklu meiri árangri en kveðið er á um í sameiginlegum markmiðum Evrópuríkja gagnvart Parísarsamningnum. Ég tel unnt að gera miklu betur hvað varðar loftslagsmál og mengun án þess að fórna lífskjörunum. Mjög hallar á Evrópuríkin í Parísarsamningnum en aðrir hafa frítt spil án fullnægjandi skýringa. Og Ísland á ekki að taka þátt í að færa framleiðslu úr landi til að líta betur út á blaði. Sameinuðu þjóðirnar hafa enda varað við slíkri sýndarmennsku. Evrópa hamast meðan aðrir auka losun af miklu kappi. En þannig er staðan nú einu sinni og við hana verður að lifa.

Þróunarhjálp til hjálpar gegn mengun

Með því að samþætta annars vegar loftslagsmál og mengunarvarnir og hins vegar þróunarhjálp getum við gert heiminum miklu meira gagn en með því að einblína á losun á Íslandi.

Lesa meira