Heimagerður orkuvandi

Sigríður Á. Andersen skrifar í Mbl
Evrópa glímir við orkuvanda um þessar mundir sem virðist að verulegu eða öllu leyti heimatilbúinn. Telegraph segir frá því að forystumenn í atvinnulífinu telji ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipta yfir í „grænna“ bensín, þ.e. bensín með hærra etanól-innihaldi, hafa haft mikið um bensínvandann þar að segja. Bensínskortur gerði breskum bílstjórum gramt í geði og verðið rauk upp.

Sigríður Á. Andersen

Evrópa glímir við orkuvanda um þessar mundir sem virðist að verulegu eða öllu leyti heimatilbúinn. Telegraph segir frá því að forystumenn í atvinnulífinu telji ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipta yfir í „grænna“ bensín, þ.e. bensín með hærra etanól-innihaldi, hafa haft mikið um bensínvandann þar að segja. Bensínskortur gerði breskum bílstjórum gramt í geði og verðið rauk upp.

Telegraph segir einnig að umdeilt sé hvort þetta hækkaða etanól-hlutfall sé betra fyrir umhverfið, en etanólið er framleitt úr korni, og ekki eru allir á eitt sáttir um að nýta land til etanól-framleiðslu fyrir bíla í stað matvælaframleiðslu.

Hér á landi er einnig notað lífeldsneyti á borð við etanól og lífdísil og Sigríður Á. Andersen spurði fjármálaráðherra út í það á þingi í sumar og fékk svar í liðnum mánuði. Sigríður fjallaði um svarið á vef sínum og sagði: „Ríkið hefur ekki hugmynd um hve mikið (eða hvort) losun CO² minnkar vegna margra milljarða króna sem það veitir árlega í skattaívilnanir til lífeldsneytis og rafbíla.“

Hún benti á að skattaívilnanirnar hefðu verið til staðar í áratug en samt vissi enginn hverju þær skiluðu. Milljarðar streymdu úr landi vegna þessa.

Við erum sem betur fer ekki í jafn slæmri stöðu og Bretar, en er verjandi að halda áfram að ýta undir notkun á óhagkvæmu eldsneyti ef árangurinn af aðgerðunum liggur ekki fyrir?

Höfundur er fyrr. þigmaður og ráðherra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *