Aðalfundur FSF 2023

Félag Sjálfstæðismanna Um Fullveldismál

F.S.U.F.

Aðalfundur 2023 var haldinn í Valhöll þ. 11. Júlí 2023 kl. 17:00

Auglýst dagskrá:

 1.            Ársreikningur lagður fram til samþykktar

 2.            Skýrsla stjórnar

 3.            Kosning formanns

 4.            Kosning stjórnar

 5.            Kosning varastjórnar

 6.            Kosning framkvæmdastjórnar

 7.            Ákvörðun upphæðar félagsgjalda 2023

 8.            Ákvörðun um opna félagsfundi í lok ágúst 2023.

 9.            Önnur mál.

  1. Ársreikningur  

Birgir Steingrímsson gjaldkeri FSF lagði fram ársreikning félagsins og var hann samþykktur einróma

2. Skýrsla stjórnar

Arnar Þór Jónsson formaður FSF flutti skýrslu stjórnar. þar kom m.a. fram að starfsemi félagsins hafi verið mjög virk á starfsárinu og hafi verið og verið áfram afar mikilvægt innlegg í stöðugri baráttu fyrir fullveldi Íslands. Haldnir voru fjölmennir opnir fundir m.a. um útlendingamál með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og merk ráðstefna í Reykholti með norska lagaprófessornum Hans Petter Graver um lýðræði, sjálfstjórnina og fleiri áhugaverðum fyrirlesurum.

FSF var stofnað 2019 í kjölfar samþykktar Alþingis á innleiðingu 3. orkupakkaESB í íslensk lög sem var gróf aðför að fullveldi Íslands í eigin orkumálum. Sá gjörningur var sjálfstæðismönnum mikill sorgaratburður ekki síst þar sem þar voru í fararbroddi ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Nú glímir þjóðin við enn stærri vanda vegna framgöngu ráðherra flokksins þ.e. yfirvofandi innleiðing Bókunar 35 við EES samninginn sem kveður á forgang laga og reglugerða ESB fram yfir íslensk lög! Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á sínum tíma til þess að hér gæti búið frjáls þjóð í frjálsi landi. Hvert er frelsið ef við ráðum ekki sjálf þeim lögum sem hér eiga að gilda? ESB stefnir hraðbyri að stofnun sambandsríkis („Ever Closer Union“ skv. Rómarsáttmálanum) þar sem lýðræðislegt vald fólksins, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald er fært á hendur fjarlægs, yfirþjóðlegs, ólýðræðislegs, skrifræðisveldis. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að standa fyrir lýðræðislegu aðhaldi og valddreifingu. Ef forysta flokksins heldur áfram þeirri stefnu að jaðarsetja þetta félag og koma í veg fyrir að það öðlist fulla aðild að Landsfundum flokksins þá hlýtur að koma að þeim tímapunkti að sú stefna flokksins bíti hann sjálfan í hnakkann.

Að því kann að koma að fólk sem aðhyllist kjarnagildi Sjálfstæðisflokksins, klassískt frjálslyndi og hófsamt íhald og að við stjórnum sjálf okkar eigin för, að það átti sig á því að við getum ekki verið áfram í flokki sem aðhyllist einhvers konar sósíal-kratisma undir forystu sem beinir Íslandi sífellt meir undir áhrifavald ESB án þess að slíkt hafi verið borið undir þjóðina. Með þessu er verið að vanvirða grundvallarstefnu flokksins og þann málflutning sem á sér stað á vettvangi FSF. Við viljum að sjálfsögðu koma í veg fyrir klofning úr Sjálfstæðisflokknum með öllum tiltækum ráðum. En til þess þarf forysta þessa ágæta flokks að viðurkenna rætur sínar og hætta að óttast háværan minnihluta í flokknum en virða þess í stað hinn þögla meirihluta sem hrópar á lýðræði og fullveldi Íslandi til handa. Helsta ósk og hvatning formanns FSF er að við stöndum saman um fullveldið og að við reynum okkar allra besta til stýra flokknum okkar inn á þær brautir sem honum er ætlaðar og til að standa undir þeirri ábyrgð sem honum er ætlað að verja.     

3. Kosning formanns

Arnar Þór Jónsson var sjálfkjörinn formaður FSF. Önnur formannsframboð bárust ekki fyrir aðalfundinn.

4. Kosning stjórnar

Aðalstjórn

Arnar Þór Jónsson

Birgir Örn Steingrímsson
Elinóra Inga Sigurðardóttir
Jón Kári Jónsson
Júlíus Valsson

Varamenn:

Erlendur Borgþórsson
Ingibjörg Sverrisdóttir
Jón Magnússon
Pjétur Stefánsson
Þórður Birgisson

Framkvæmdastjórn:

Ásmundur Friðriksson
Erling Óskar Kristjánsson
Geir Waage
Gísli Ragnarsson
Guðfinnur Halldórsson
Guðmundur Pálsson
Jóhann Birgisson
Ólafur Hannesson
Svala Magnea Ásdísardóttir
Viðar Guðjohnsen jr

Varamenn í framkvæmdastjórn:

Albert Guðmundsson
Halldór Gunnarsson
Halldóra Hjaltadóttir
Júlíus Hafstein
Ólafur Egilsson
Ólafur Ísleifsson
Ragnar Árnason
Ragnar Önundarson

7. Félagsgjald 2023

Félagsgjald fyrir árið 2023 verði kr. 7.000.-

8. Lagabreytingar

Engar tillögur um lagabreytingarhafa borist

9. Fundarröð vegna Bókunar 35 

Samþykkt var tillaga formanns félagsins um að fara fundarherferð á nokkra staði og halda opna félagsfundi um Bókun 35 við EES í ágúst úti á landi t.d. á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi,   Keflavík og á Akranesi. Vekja þarf þjóðina til vakningar um þann vágest sem þar er fyrir dyrum að frumkvæði utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Til stendur að færa löggjafarvald Alþingis nær alfarið undir áhrifavald ESB.

10. Önnur mál

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum héldu erindi þeir Birgir Þórarinsson alþingismaður og Ragnar Önundarson f.v. bankastjóri.  Að því loknu hófust fyrirspurnir úr sal og fjörugar umræður. Þessum fyrirlestrum verður gerð nánari skil síðar.

Fundi var slitið kl 20:00.

Við pennann:

Júlíus Valsson aðalritari