Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa fyrir ritskoðun og brjóta þar með stjórnarskrána?

Varðandi frumvarp menntamálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi til breytinga á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 vegna fyrirhugaðrar innleiðingar í landsrétt á tilskipun 2018/1808/ESB, frá 14. nóvember 2018, sem breytir tilskipun 2010/13/EB um hljóð- og myndmiðlun.

Samkvæmt frumvarpinu er fjölmiðlanefnd gert að fylgjast með áhorfi landsmanna m.a. til að tryggja að a.m.k. 30% af efni sem er í boði hér sé í raun „evrópskt“.  Skýrslur eiga að vera sendar reglulega til eftirlitsstofnunar EFTA, sem á m.a. að meta hvort framboð sé nægilegt af „evrópsku“ efni!  Ef svo er ekki, geta evrópsk yfirvöld gripið til aðgerða gegn viðkomandi streymisfyrirtæki og krafist þess að lokað verði fyrir þjónustu fyrirtækisins á Íslandi.

Þetta frumvarp hringir mörgum viðvörunarbjöllum og nokkuð ljóst að það stenst engan veginn stjórnaskrá Íslands, en Í 73. grein hennar stendur m.a:  „Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningafrelsi má ALDREI Í LÖG LEIÐA“. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *