Kjósendur hafna stefnu VG í heilbrigðismálum


Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hefur barist með oddi og egg fyrir algjörri ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins.  Hún er er að eigin sögn kommúnisti og hefur verið iðin við kolann við að kynna afrek sín og skoðanir í heilbrigðismálum. Hún hefur lýst yfir frati á starfsemi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstétta, einkum sérfræðilækna sem þó er ein af meginstoðum heilbrigðiskerfisins. Alþingi og ríkisstjórn beittu sér fyrir því fyrir því að gjöld fyrir komur til sérfræðilækna hækkuðu mikið á meðan lág gjöld til heilsugæslulækna voru lækkuð enn frekar, þ.e. niðurgreidd meira af hinu opinbera, 10-20 sinnum meira en gjöld sjúklinga til sérfræðilækna. Þetta hefur auðvitað hækkað kostnað þeirra sjúklinga sem þurfa að leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og þeir eru margir.

Svandís skilur við heilbrigðiskerfið sem rjúkandi rúst. Hún hefur þrjóskast við að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, talmeinafræðinga og sálfræðinga.

Hún hefur í skjóli fjármálaráðuneytisins sent fjölda bæklunarsjúklinga í rándýrar skurðaðgerðir til Svíþjóðar með fylgdarmönnum og öllum þeim kostnaði og óhagræði sem því fyrir fyrir alla aðila, einungis til þess að þurfa ekki að semja um slíkar aðgerðir við sjálfstætt starfandi lækna á Íslandi. Það samrýmist ekki hugsjónum kommúnismans.

Allir landsmenn þekkja ástandið á Landspítalanum. Allir landsmenn þekkja ástandið í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Staða hjúkrunarheimilanna er hrein martröð.

Kjósendur hafa talað. Þeir hafna kommúnisma í heilbrigðiskerfinu.

VG eiga ekkert erindi í næsti ríkisstjórn.


VG mega aldrei aftur koma nálægt stjórn heilbrigðiskerfisins!

Aldrei aftur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *