“Getur verið að réttarríkið og lýðræðið standi valtari fótum en við höfum leyft okkur að vona?”
Arnar Þór Jónsson skrifar í Mbl
Eftir nokkra daga verður gengið til kosninga þar sem stjórnmálaflokkarnir leggja verk sín og framtíðaráætlanir í dóm kjósenda. Réttur okkar til að kjósa og til að gefa kost á okkur til starfa í þágu samfélagsins hvílir á grunni hugsjóna vestrænnar stjórnskipunar um réttarríki, lýðræði og frjálslyndi, auk sjálfsákvörðunarréttar manna og þjóða. Á tyllidögum er oft vísað til þessara orða, kannski án þess að við gefum inntaki þeirra nægilegan gaum.
Hugsjónin um réttarríki felur í sér að handhafar ríkisvalds séu bundnir af lögum, ekki síður en almennir borgarar. Allir séu jafnir fyrir lögunum og enginn yfir þau hafinn. Lýðræðið skapar ramma utan um stjórnmálin og gerir okkur kleift að velja fólk til forystustarfa. Með stjórnarskrá, mannréttindasáttmálum og almennum lögum er leitast við að verja frelsi og réttindi borgaranna.
Lesa meira