Dagar Sjálfstæðisflokkinn uppi?

Einar S. Hálfdánarson hrl. skrifar í Mbl:

“Hægriflokkar í Evrópu hafa minnkað eða þá dagað uppi. Það á t.d. við um sænsku móderatana, en einkum danska Íhaldsflokkinn. Kristilegir demókratar og franskir hægrimenn mega muna sinn fífil fegri. Sá flokkur sem nú stendur
upp úr er breski Íhaldsflokkurinn. Hann stendur við sína grundvallarstefnu án afsláttar. Þar er góð fyrirmynd (þótt við verðum auðvitað að halda EES-samstarfinu). Hinir fyrrnefndu hafa misst sambandið við kjósendur með því að eltast við mýrarljós í kappi við vinstriflokka. Nóg framboð er af slíkum flokkum á Íslandi án þess að Sjálfstæðisflokkurinn bætist í flóruna. Nú heldur
Ísland á heimsmetinu í skattheimtu og vilja margir bara bæta í! Útgjöld
til ýmissa málaflokka hafa verið sett á sjálfstýringu. Þarna og víðar á
Sjálfstæðisflokkurinn brýnt erindi.  Þau mál sem ráðgjafinn nefndi eru
ekki líkleg til að höfða til sjálfstæðisfólks að mínu mati.
– Sem betur fer.