Hvers vegna nýtir Ísland sér ekki neitunarvald sitt skv. EES-samningnum?

Arnar Þór Jónsson hrl.

Arnar Þór Jónsson skrifar grein í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmál þar sem hann fjallar um stöðu lýðveldis og fullveldis á Íslandi einkum í ljósi framkvæmd EES-samningsins hér á landi á undnförnum árum.  Ýmsar spurningar vakna við lestur greinarinnar:

  • Er eitthvað við það að athuga að erlendir embættismenn sýni íslenskum stjórnvöldum ráðríki og geti farið sínu fram án þess að æðstu stofnanir lýðveldisins Íslands, sbr. stjórnarskrána nr. 33/1944, fái rönd við reist?
  • Er það eðlilegt úr frá lýðræðislegu sjónarmiði að þau „lög“ sem innleidd eru í íslenskan rétt séu að stórum hluta samin og sett af erlendum embættismönnum, án undangenginnar umræðu hér á landi, en einnig án möguleika á breytingum eða endurskoðun?
  • Hafa allir þættir íslensks ríkisvalds verið stórlega veiktir með innleiðingu erlendra réttarreglna á grundvelli EES-samningsins með tilheyrandi áhrifaleysi Íslands á þeim vettvangi?
  • Var það upphaflega ætlunin í aðdraganda EES að samningurinn myndi hafa þau áhrif að Ísland yrði að einhvers konar leppríki ESB?
  • Gengu Íslendingar í EES á á grundvelli efnahagslegs samstarfs eða á þeim forsendum að við værum að ganga í stjórnmálabandalag?

HÉR má lesa grein Arnars Þórs Jónssonar í heild