ESB: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Friðrik Dalíelsson skrifar í Mbl:
“Stjórnmálaflokkarnir ætla í næstu kosningum að bjóða kjósendum upp á trakteringar frá ESB: Skattaokur á bíla og eldsneyti, „kolefnishlutleysi“ ESB, niðurgreiddan mat frá ESB, meira og dýrara reglugerðafargan, ESB-leiguíbúðir. Og frá eigin brjósti friðun uppblásins lands og einfeldningslega atvinnustefnu.

Friðrik Daníelsson

Flokkana skortir vitlega stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, meðal annarra orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, „loftslagsmálum“, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) hjálpaði til að koma í vandræði. Enginn flokkur getur hreinsað upp í reglugerðafeninu frá EES meðan sá samningur er enn í gildi.”


Alþingi getur ekki lengur sett lög óhindrað á sumum sviðum vegna laga frá ESB sem hafa verið látin ganga í gildi hérlendis. Stór hluti nýrra laga kemur frá ESB, á síðustu árum hefur um þriðjungur í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verið vegna valdboða frá ESB. Engum þeirra hefur verið hafnað. Engum EES-tilskipunum sem verða að reglugerðum hefur verið hafnað. EES-samningurinn hefur þannig í framkvæmd flutt löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald út til ESB hver svo sem meiningin var í byrjun. Ein afleiðing er að aðeins fimmtungur (18-23%) landsmanna ber traust til Alþingis samkvæmt Gallup. Önnur afleiðing er að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hafa ekki áhrif í málum sem stjórnað er samkvæmt ESB. Ráða illa við stærstu málin. Reynslan hefur sýnt að Alþingi, með þeim stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, á erfitt með að ráða við stærstu mál þjóðarinnar. Alþingi ræður ekki við valdahrifs-ESB- og EES-samninginn. Alþingi réð ekki við Icesave. Alþingi hefur ekki getað forðað margháttuðum vanda sem blind hlýðni við ESB hefur valdið og þeim vaxandi fjáraustri sem fylgir því að hengja Ísland við ESB. Eiginhagsmunir og tískustjórnmál Algeng skoðun er að stjórnmálaflokkarnir vinni mikið í málum sem ekki eru áríðandi fyrir þjóðarheildina, en sinni frekar hagsmunamálum flokksins og stuðningsmanna eða tískumálum frá útlöndum sem er oft kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur. Flokkarnir sem eru komnir inn á Alþingi (eða við þröskuldinn) hafa tekið löggjafarsamkunduna í nokkurs konar gíslingu og láta hana fjármagna sig, skattfé er þannig varið til að styðja við flokksáróður. Lýðræðið og traustið á Alþingi líður fyrir. Vantar stefnu í stærstu málunum Stjórnmálaflokkarnir ætla í næstu kosningum að bjóða kjósendum upp á trakteringar frá ESB: Skattaokur á bíla og eldsneyti, „kolefnishlutleysi“ ESB, niðurgreiddan mat frá ESB, meira og dýrara reglugerðafargan, ESB-leiguíbúðir. Og frá eigin brjósti friðun uppblásins lands og einfeldningslega atvinnustefnu Flokkana skortir vitlega stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, meðal annarra orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, „loftslagsmálum“, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) hjálpaði til að koma í vandræði. Enginn flokkur getur hreinsað upp í reglugerðafeninu frá EES meðan sá samningur er enn í gildi. Í Noregi er sterk sjálfstæðishreyfing, þegar eru tveir stjórnmálaflokkar á þinginu sem vilja leysa Noreg undan EES og þar með valdi ESB. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi hefur stefnu um að losa Ísland undan EES og valdi ESB.

Höfundur situr í stjórn Frjáls lands.