Fullveldi Íslands og staðan í heilbrigðismálunum

Eigum við alfarið að framkvæma skurðaðgerðir í ESB-löndum?

Loftur skrifar:

Biðin eftir aðgerð lengis enn

Mikil og almenn umræða fer nú fram meðal Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Er það ekki að ástæðulausu. Stefna flokksins er og hefur ávallt verið sjálfstæði og fullveldi handa Íslendingum. Því miður virðist þessi grundvallarhugsun ekki hafa náð til þeirra sem nú eru í forystusveit flokksins.

Þvert á stefnu flokksins og samþykktir Landsfunda er fullveldi landsins framselt til yfirþjóðlegs valds og sér ekki fyrir endann á þeim gjörningum. Innleiðing orkupakka ESB er gott dæmi um þetta.

Flokkurinn leggur nú blessun sína yfir miðstýringu og í raun hreinan kommúnisma hjá samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn sem fer með Heilbrigðisráðuneytið þvert á stefnu flokksins og þvert á alla heilbrigða skynsemi. Einkarekstur og einkaframtak í heilbrigðisgeiranum er því í útrýmingarhættu. Í stað þess að stytta biðlista fyrir bæklunaraðgerðir eru sjúklingar og fylgdarmenn sjúklinga sendir til útlanda (til ESB-lands að sjálfsögðu) þar sem kostnaðurinn við hverja aðgerð er tvöfaldur á við það sem er hér á landi!
Hér er hvorki staður né stund til að minnast á ruglið í Reykjavík þar sem yfirlýst stefna meirihlutans er að útrýma fjölskyldubílnum og eyða milljörðum í löngu úrelta Borgarlínu.  

Mál er að linni!

  • Hvaða stefnumál ætla sjálfstæðismenn að setja á oddinn í næstu kosningum?
  • Hvaða kosningaloforð ætla Sjálfstæðismenn að standa við eftir næstu kosningar?
  • Hvernig ætla menn að réttlæta meðferð fullveldisins gagnvart Sjálfstæðismönnum á næsta Landsfundi?

Kallað er eftir frambjóðendum Sjálfstæðismanna í öllum kjördæmum sem eru reiðubúnir að framfylgja grundvallarstefnu flokksins í fullveldismálum.