Skemmtilegt og fróðlegt viðtal við þingmann

Öfundaður fyrir dugnaðinn

Þann 27. mars 2021 birtist í Mbl afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, sem er nú genginn að fullu til liðs við Félag Sjálfstæðismanna um Fullveldismál (FSUF)þar sem hann situr í stjórn félagsins. Ási er einn af okkar ötulustu þingmönnum, dugmikill, kjarkaður og með afar sjálfstæðar skoðanir ekki síst varðandi í fullveldismál íslensku þjóðarinnar. Hann hefur verið gagnrýndur af öfundarmönnum sínum í öllum flokkum fyrir það eitt að vera duglegastur allra þingmanna í að heimsækja kjósendur sína. Hann tekur því að sjálfsögðu sem verðskulduðu hrósi. Hann hefur fluttt búferlum oftar en margir gera á lífsleiðinni og bíður nú eftir að

Í viðtalinu í Mbl segir hann m.a:

„Við hjónin höfum þurft að takast á við margskonar og fjölbreytilegar uppákomur í lífinu. Ein þeirra hefur verið sú að við höfum flutt alveg margoft. Mér hefur aldrei þótt það vera vandamál heldur lít ég svo á að þetta hafi verið dýrmæt reynsla en eitt af því sem ég get þakkað fyrir er hvað við höfum alltaf átt góða nágranna. Við höfum aldrei nokkurn tíma lent í neinum uppákomum hvað það varðar. Þegar við flytjum inn á nýjan stað þá erum við alltaf fljót að láta nágranna hafa aukalykla, enda vil ég meina að það sé fyrir öllu að byrja á því að treysta nágrönnum sínum.“

„Við bíðum ekki lengi með að bjóða fólki í grillpartí eða mat, en núna hefur Covid-faraldurinn auðvitað komið í veg fyrir að við gætum gert það hér á nýja staðnum. Ég hlakka til þegar af verður því hér býr alls konar fólk á öllum aldri og það er alltaf líf og fjör.“

Að lokum spurði Margrét Hugrún blaðamaður Ásmund hvort hann hafi upplifað einhverja sérstaka beina eða óbeina gagnrýni fyrir að vera svona flutningaglaður, en hann segir ekki. „Það hefur að minnsta kosti enginn fattað það enn þá að taka mig í bakaríið fyrir að vera alltaf að flytja. Það verður kannski allt brjálað þegar þetta kemst upp.“