Ingibjörg Sverrisdóttir í framboð í Reykjavík

Ingibjörg H. Sverrisdóttir

Fulveldissinnar og andstæðingar inngöngu Íslands í ESB geta nú glaðst því Ingibjörg Sverrisdóttir hefur gefið kost á sér í 4-5 sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Ingi­björg H. Sverr­is­dótt­ir, formaður Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB), gef­ur kost á sér í 4.-5. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, fyr­ir kom­andi próf­kjör.

Próf­kjörið fer fram dag­ana 4. og 5. júní næst­kom­andi.

„For­menn stærstu fé­laga eldri borg­ara, inn­an vé­banda Lands­sam­bands­ins, sendu frá sér áskor­un til allra flokka sem sæti eiga á Alþingi í fe­brú­ar­mánuði síðastliðinn. Þar skoruðum við á flokk­ana að tryggja eldra fólki sæti á fram­boðslist­um þeirra enda verða á þessu ári um 75.000 manns á Íslandi, 60 ára og eldri, þar af verða um 45.000 67 ára og eldri. Þessi hóp­ur þarf rödd í sam­fé­lag­inu. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér enda brenn ég fyr­ir hags­mun­um eldri borg­ara,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við: „Mál­efni og kjör eldra fólks eiga hug minn all­an og ég mun ekki láta mitt eft­ir liggja í bar­átt­unni fram und­an fyr­ir bætt­um lífs­gæðum eldra fólks,” seg­ir Ingi­björg H. Sverr­is­dótt­ir í til­kynn­ingu.

Frétt í Mbl.is 15. maí 2021