” Misskilningur um EES-samninginn stendur í vegi fyrir sókninni til fullveldis.”
Friðrik Daníelsson skrifar í Mbl
Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar spurðu framboðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Í svörunum við spurningum 2 og 3 (sjá www.frjalstland.is) kom í ljós að af þeim níu sem svöruðu voru tvö, Miðflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem tóku afdráttarlausa afstöðu með fullveldi og sjálfstæði og endurskoðun eða uppsögn EES-samningsins. Flokkur fólksins, Vinstri-grænir og Sósíalistaflokkurinn höfðu ekki fullmótaða afstöðu. Framsókn svaraði ekki.
Í svörum annarra flokka kom fram misskilningur um EES-samninginn: Samfylkingin svaraði m.a.: „Land og þjóð nýtur góðs af þeim fjölmörgu réttindum og viðskiptatækifærum sem með samningnum hlýst. Með EES-samningnum fæst miklu meira en fengist með fríverslunarsamningi. EES-samningurinn hefur m.a. tryggt ýmsar réttarúrbætur hér á landi og opnar fyrir aðgengi Íslendinga að fjórfrelsi Evrópusambandsins sem tryggir Íslendingum aukið frelsi og aðgang að mörkuðum og atvinnutækifærum í hinu stóra samfélagi þjóða sem Evrópusambandið spannar.“
Hér kemur röð af misskilningi: Mikilvægasti hluti hinna fjölmörgu réttinda var þegar umsaminn við ýmis lönd V-Evrópu löngu fyrir EES og hefði þróast áfram án EES.