Þegar hjarðhegðun er beitt til að afmarka hvað telst skynsamlegt, þá er skipulegri hugsun, staðreyndum og rökræðu hent út um gluggann.
Arnar Þór Jónsson skrifar í Fréttablaðið
Í einfeldni minni hélt ég að sú dómharka, fordæming, þröngsýni og krafa um samræmda hugsun, sem einkennir margt á samfélagsmiðlum, væri aðallega bundin við fólk sem alist hefði upp við þá flatneskju og yfirborðsmennsku sem þar er að finna. Þetta byggði ég á því að samfélagsmiðlar séu magnari fyrir háværustu raddirnar og vettvangur þar sem sannleikurinn er daglega afbakaður. Þessi hugmynd mín var að nokkru leyti leiðrétt 4. ágúst sl. þegar tveir menn á níræðisaldri réðust gegn persónu minni í Fréttablaðinu. Báðir kjósa þeir þar að rangtúlka, af baka og misskilja það sem þó á að vera auðskilið þeim sem hafa opinn huga og beita gagnrýninni hugsun. Umræða um íslenska hagsmuni, ESB o.fl. þarf að byggjast á raunsæi og staðreyndum, ekki draumsýn eða ímyndunum. Í því sem hér fer á eftir ætla ég ekki að elta ólar við ómálefnalega framsetningu þessara manna því greinar þeirra bera vott um að þeir séu inni í bergmálshelli og hafi því ekki aðeins einangrað sig frá samfélaginu í heild, heldur einnig frá raunveruleikanum sem slíkum. Við lifum á tímum þar sem stöðugt er þrengt að frjálsri hugsun.
Lesa áfram