Pólland kemur ESB í uppnám

Loftur skrifar

Það vekur athygli, eða ætti í það minnsta að vekja athygli, að þau atriði sem nú valda bæði lagalegri og pólitískri kreppu í Evrópu þ.e. kolvitlaus bólusetningaráætlun ESB svo og innrás ESB í fullveldi aðildarþjóðanna hafa hlotið sérstaka aðdáun íslenskra stórnvalda. Íslendinga ríkisstjórnin hlýtur að vera ein mest ESB-sinnaða ríkisstjórnin í Evrópu.

BREXIT

Bæði þýskir og pólskir dómstólar hafa nú úrskurðað að þarlend lög séu æðri lögum ESB. Þetta er auðvitað lagalega rangt því meginreglan er sú að þegar þú gengur í ESB fórnar þú fullveldi þíns lands og verður að hugsa og framkvæma í samræmi við álit Evrópudómstólsins.

Í ESB eru engar varanlegar undanþágur og því vekur furðu sá áhugi sem sumir hérlendir menn sýna inngöngu í það félag og um leið opinberar það fákunnáttu þeirra Íslendinga sem enn vilja fá að „kíkja í pakkann“ hjá ESB. Þeir hinir sömu hafa greinilega ekki lesið Lissabon-sáttmálann.

Þetta vissu Bretar. Til að ná aftur fullveldi sínu þurftu þeir yfirgefa ESB. Brexit var pólitískt og lýðræðislegt val bresku þjóðarinnar.

Því má ekki gleyma að ESB braut sín eigin lög með afar illa útfærðri bóluefnisáætlun sinni. Þessi hörmulega áætlun á sér þó furðumarga aðdáendur hér á landi m.a. í ráðuneyti heilbrigðismála en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart.

Lesa meira

Um daginn og veginn

Davíð Gíslason læknir skrifar um heilbrigðiskerfið á dögum kommúnismans

Davíð Gíslason

Við lifum á undarlegum tímum. Kóvid hefur umturnað lífi margra okkar og þessi veiruskömm er óvinur þjóðarinnar nr. 1. Þegar ég var ungur læknanemi var sagt að inflúensan væri besti vinur gamla mannsins, því ef hún kæmi í heimsókn tækju allar áhyggjur skjótan enda nema áhyggjur ættingjanna sem þyrftu að sjá um útförina. Þetta viðhorf á nú líklega ekki marga talsmenn lengur. Sagt er að sá sem ekki óttast dauðann óttist ekkert, og það er kosturinn við að verða gamall að þá fækkar ástæðum óttans og margir nálgast þá aftur barndóminn og geta leyft sér að benda á nýju fötin keisarans.

Þökk sé kóvid hefur heilbrigðiskerfið verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Neyðaróp hafa heyrst frá Landspítalanum og sérstaklega frá bráðamóttökunni. Það er eins og eilíf vandamál Landspítalans séu náttúrulögmál, svona eins og aðdráttarsvið jarðar. Fyrir mörgum árum var einn af kennurum mínum spurður frétta af spítalanum. „Þar sést aldrei glaður maður,“ var svarið. Annar kollega taldi einsýnt að spítalinn hefði verið byggður á álagabletti. Þetta er auðvitað hótfyndni, en kannski með einhverju sannleikskorni.

En flest hefur sínar skýringar. Það líður engum vel í allt of þröngum fötum. Eftir að spítalarnir voru sameinaðir hefur rúmum fyrir bráðveika sjúklinga fækkað um nærri 40%, þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung og hér iðar samfélagið af útlendingum. Því er spítalanum allt of þröngur stakkur skorinn, sem bitnar kannski harðast á bráðamóttökunni við að finna sjúklingunum pláss.

Það er kvartað yfir skorti á mannafla. Sérnámslæknar hafa ekki beinlínis verið hvattir til að koma heim eftir sérnám. Þeir hafa jafnvel átt í málaferlum við stjórnvöld til að fá að hefja hér störf þótt þörfin fyrir þá sé æpandi.

Lesa meira

Pólland sagt skrefi nær útgöngu úr ESB

RÓBERT JÓHANNSSONFréttastofa RÚV

Pólverjar virtust í gær taka stórt skref í áttina að því að segja sig úr Evrópusambandinu þegar stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði að nokkur lög ESB stangist á við pólsku stjórnarskrána. Í úrskurðinum segir að sumir sáttmálar ESB og dómar séu á skjön við æðstu lög Póllands. 

POLEXIT

Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Rene Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus háskólann í Rotterdam, að þetta sé lagaleg bylting Pólverja. Þrátt fyrir að dómstóllinn sé umdeildur sé þetta stærsta skref sem nokkur ríkisdómstóll hefur tekið til að segja sig úr ESB. 

Lögmæti pólska stjórnlagadómstólsins er umdeilt eftir pólitísk afskipti við ráðningu dómara þangað. Stjórnarflokkur Laga og réttar, PiS, skipti um dómara í dómstólnum og réði þangað dómara hliðholla flokknum og stefnu hans. Stjórnvöld þvertaka þó fyrir það að hafa nokkur áhrif á úrskurði dómara. 

Eftir að Evrópusambandið gagnrýndi dómaraskiptin og sagði þau stangast á við reglur ESB taldi Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, nauðsynlegt að fá úr því skorið. Hann færði málið því til stjórnlagadómstólsins, og sagði máli sínu til stuðnings að yfirvöld ESB hafi engan rétt á því að skipta sér af dómskerfismálum aðildarríkja. Mannabreytingar í stjórnlagadómstólnum hafi verið nauðsynlegar til þess að losa Pólland við áhrif kommúnistatíðarinnar, að sögn Morawiecki.

Framkvæmdastjórn ESB var ekki par sátt við dóminn og lýsti verulegum áhyggjum sínum í gær. Framkvæmdastjórnin ítrekaði að lög ESB væru æðri lögum einstakra ríkja, þar á meðal ákvæðum stjórnarskráa þeirra. Þá bætti hún því við að úrskurðir Evrópudómstólsins væru bindandi gagnvart öllum aðildarríkjum, þar á meðal dómstólum þeirra. 

Stjórn Laga og réttar í Póllandi hefur ítrekað komist í kast við Framkvæmdastjórn ESB, þrátt fyrir mikinn stuðning almennings við aðild að sambandinu. Auk pólitískra breytinga á dómstólum hefur pólska stjórnin þrengt að fjölmiðlafrelsi í landinu og að réttindum hinsegin fólks.

Hallærisstjórn í burðarliðnum?

Loftur skrifar:

Framsókn vann Alþingiskosningarnar 2021, ekki ríkisstjórnin eins og RÚV hélt fram í Kastljósi. VG var hafnað af kjósendum, Sjálfstæðisflokkurinn fékk gula spjaldið því útkoman í Reykjavík, helsta vígi flokksins var sú alversta sem hann hefur fengið nokkurn tímann áður. Sjálfstæðismenn höfnuðu „frjálslyndum“ frambjóðendum flokksins, vel minnugir þess hverjir stóðu fyrir innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.

Áframhaldandi stjórnarsamstarf með VG innanborðs yrði auðvitað algjör hallærisstjórn. Tveir af núverandi ráðherrum VG eru algjörlega vanhæfir. Heilbrigðisráðherra VG skilur ekki, að það að gera Ísland að Kúbu Norðursins í anda kommúnistanna í Norður-Kóreu, Nicaragua og Víetnam leysir ekki vanda heilbrigðiskerfisins, sem hún hefur lagt í rúst. Kjósendur höfnuðu Sósíalistaflokknum og þeir höfnuðu VG. Þetta skilja allir nema þeir sjálfir og RÚV. Ráherrann þarf auðvitað að víkja, því fyrr því betra og áður en hryðjuverkin verða fleiri. Vandamálið er að losna við frúna úr ríkisstjórninni, það verður ekki auðvelt verk fyrir BB. Kannski fær KJ það hlutverk, kominn tími til að hún geri eitthvað, því hún hefur náð gífurlegum vinsældum fyrir að gera aldrei neitt. Styggir aldrei neinn sem er afar áhugaverð pæling fyrir stjórnmálaskóla unga fólksins.    

Lesa meira

Rödd úr gras­rótinni

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar á Visir.is:

Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér, gallhörðum sjálfstæðismanninum, hún vera illskásti kosturinn sem uppi var á þeim tíma. Tveir aðrir verri kostir voru í boði. Sá fyrri var að fólkið sem náðist á mynd í stofunni á Syðra Langholti 4 í Hrunamannahreppi næðist á mynd við ríkisráðsborðið á Bessastöðum.

Seinni kosturinn var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Fólks fólksins. Sú ríkisstjórn hefði þó þurft að funda í gegnum fjarfundarbúnað vegna óvildar á milli forystufólks Framsóknar og Miðflokks, eftir uppgjörið mikla í Framsókn.

Ég setti hins vegar tvo fyrirvara við þá ríkisstjórn er tók við eða öllu heldur setti tvo ráðherra á skilorð. Mér fannst það alls ekki við hæfi að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar yrði gerður að umhverfisráðherra. Það væri nánast eins og ef að forstjóri sjávarútvegsfyrirtækis yrði gerður að sjávarútvegsráðherra. Það hefur líka komið á daginn, að umhverfisráðherra hefur fyrst og fremst með embættisfærslum sínum, verið upptekinn af því að gera Landvernd til geðs, frekar en að huga að heildarhagsmunum þjóðarinnar. Frumvarp ráðherrans um hálendisþjóðgarð var þvert á tillögur starfshóps skipaðan fulltrúum allra flokka á þingi og hagsmunaaðila sem að með einum öðrum hætti nýta hálendið í leik og starfi. Frumvarpið líkist meira því að hafa verið skrifað á skrifstofu Landverndar en að ráðherrann hafi tekið tillit til tillagna starfshópsins. Afar umdeilt friðunaræði ráðherrans í undanfara kosninga í andstöðu við að minnsta kosti annan stjórnarflokkinn er svo annað dæmi um gerræðislega einræðistilburði ráðherrans.

Hinn ráðherrann sem ég setti á skilorð er heilbrigðisráðherra. Þegar núverandi heilbrigðisráðherra tók við, stóð heilbrigðiskerfið á krossgötum, eins og oft áður.

Lesa meira

Horfum fram á veginn

Einar S. Hálfdánarson skrifar í Mbl

Minnkun þjóðarframleiðslu mun færa lífskjörin annað, þ.m.t. góða heilbrigðisþjónustu.
Hægt er að viðhalda lífskjörunum og vernda umhverfið um leið.

Einar S. Hálfdánarson

Verður það hlutskipti barna okkar og barnabarna að lifa við versnandi lífskjör næstu áratugina? Frambjóðendur Samfylkingar og sumir aðrir boðuðu mikinn samdrátt í neyslu til að ná miklu meiri árangri en kveðið er á um í sameiginlegum markmiðum Evrópuríkja gagnvart Parísarsamningnum. Ég tel unnt að gera miklu betur hvað varðar loftslagsmál og mengun án þess að fórna lífskjörunum. Mjög hallar á Evrópuríkin í Parísarsamningnum en aðrir hafa frítt spil án fullnægjandi skýringa. Og Ísland á ekki að taka þátt í að færa framleiðslu úr landi til að líta betur út á blaði. Sameinuðu þjóðirnar hafa enda varað við slíkri sýndarmennsku. Evrópa hamast meðan aðrir auka losun af miklu kappi. En þannig er staðan nú einu sinni og við hana verður að lifa.

Þróunarhjálp til hjálpar gegn mengun

Með því að samþætta annars vegar loftslagsmál og mengunarvarnir og hins vegar þróunarhjálp getum við gert heiminum miklu meira gagn en með því að einblína á losun á Íslandi.

Lesa meira

Er Flokkur fólksins ekki vænlegri kostur?

Loftur skrifar

Baráttumál FF eru í raun afar keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins

Valhöll

VG er ekki stjórntækur flokkur með Svandísi og Guðmund innanborðs. Þar fara haldast í hendur vinstri og grænu öfgarnar sem nauðsynlegt er að losna við sem fyrst úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Ef Flokkur fólksins (FF) væri tekinn inn í staðinn fyrir VG væri ríkisstjórnin með sterkan meirihluta, samtals 35 þingmenn.

Baráttumál FF eru í raun keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins:

  • Stétt með stétt
  • Útrýmum biðlistum og skerðingum
  • Verjum frelsi einstaklingsins til æðis og athafna
  • Endurskoðum Almannatryggingakerfið frá grunni
  • Gerum öldruðum kleyft að vinna eins lengi og þeir geta
  • Lækkum skatta
  • Látum ekki loftslagsmálin bitna á almenningi
  • Látum þjóðina njóta auðlinda sinna
  • Stöndum vörð um fullveldi Íslands

Flokkur fólksins er í raun eins konar mini-útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.
Hann er Sjálfstæðisflokkur fyrir byrjendur, sem berst fyrir málefnum sem forysta VG og raunar sumir í forystu xD hafa steingleymt í sínu vinstra algleymi.
VG er ónýtur og ónothæfur dragbítur sem tilheyrir fortíðinni.

Flokkur fólksins er góður kostur fyrir xD.
VG er afar slæmur kostur og algjörlega ónauðsynlegur. Katrín yrði einungis upp á punt. Hún er vinsæl fyrir að gera aldrei neitt. Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum!

Göngum til samvinnu við sigurvegara, ekki við flokk hvers stefnu kjósendur hafa hafnað.

Sjálfstæðismenn þurfa að standa við sína eigin stefnu í velferðarmálum

Loftur skrifar

Fara skal eftir ályktunum Landsfundar, annað eru svik við kjósendur og flokkinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald flokksins.

Í ályktunum Velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á 43. Landsfundi flokksins 16. – 18. mars 2018 segir m.a:

„Gera þarf öllum heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“

Tryggja þarf sjúklingum og aðstandendum þjónustu innanlands meðal annars með því að semja við sjúkrastofnanir um augnaðgerðir, liðskipti og aðrar aðgerðir. Tryggt verði að ábyrgð á aðgerðum framkvæmdum af einkaaðilum eða sjálfstæðum sjúkrastofnunum verði ekki velt yfir á almenna heilbrigðiskerfið.

„Mikilvægt er að ríkið tryggi rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á sama tíma og gætt er að hagræðingu. Horft verði til fjölbreyttari rekstrarforma og stuðlað að nýsköpun.“

„Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum innan heilbrigðisþjónustunnar með áherslu á skýrar gæðakröfur samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi. Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa þegar sannað ágæti sitt á síðustu misserum. Halda skal áfram að bjóða út starfsemi heilsugæslunnar til að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni. Veitendum heilbrigðisþjónustu verði í auknum mæli gert kleift að starfa sjálfstætt. Tryggja þarf þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar til að bæta þjónustu í nærumhverfi.“

Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að tengja krónuna við evru?

Loftur skrifar

 

Til þess eru fjölmargar ástæður:

Tenging við evru kallar á hækkun stýrivaxta.

Seðlabankinn getur með engu móti haldið uppi fastgengi við evru. Til þess þyrfti að beita öllum gjaldeyrisforða Íslendinga.

Verkalýðsfélögin á Íslandi gætu ekki farið fram á meiri launahækkanir en sem gerist í Evrópu. Stjórnvöld og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á verkalýðsfélögunum (sem betur fer).

Alþingis yrði að miða fjárlög hvers árs við að jafnvægi sé tryggt í gjaldeyrismálum.

Mikil hætta er á að spákaupmenn ráðist á gengið og riðli jafnvæginu.

Alls er óvíst að Íslendingar fengju sömu vexti og gilda annars staðar í Evrópu. Við gætum jafnvel fengið hærri vexti og þyrftum að hækka vexti til að verja gengið.

Íslendingar þyrftu að hverfa frá þeim verðbólgumarkmiðum sem gilt hafa hér í yfir 20 ár

Lesa meira