ESB: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Friðrik Dalíelsson skrifar í Mbl:
“Stjórnmálaflokkarnir ætla í næstu kosningum að bjóða kjósendum upp á trakteringar frá ESB: Skattaokur á bíla og eldsneyti, „kolefnishlutleysi“ ESB, niðurgreiddan mat frá ESB, meira og dýrara reglugerðafargan, ESB-leiguíbúðir. Og frá eigin brjósti friðun uppblásins lands og einfeldningslega atvinnustefnu.

Friðrik Daníelsson

Flokkana skortir vitlega stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, meðal annarra orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, „loftslagsmálum“, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) hjálpaði til að koma í vandræði. Enginn flokkur getur hreinsað upp í reglugerðafeninu frá EES meðan sá samningur er enn í gildi.”

Continue reading “ESB: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?”

Hvers vegna nýtir Ísland sér ekki neitunarvald sitt skv. EES-samningnum?

Arnar Þór Jónsson hrl.

Arnar Þór Jónsson skrifar grein í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmál þar sem hann fjallar um stöðu lýðveldis og fullveldis á Íslandi einkum í ljósi framkvæmd EES-samningsins hér á landi á undnförnum árum.  Ýmsar spurningar vakna við lestur greinarinnar:

  • Er eitthvað við það að athuga að erlendir embættismenn sýni íslenskum stjórnvöldum ráðríki og geti farið sínu fram án þess að æðstu stofnanir lýðveldisins Íslands, sbr. stjórnarskrána nr. 33/1944, fái rönd við reist?
  • Er það eðlilegt úr frá lýðræðislegu sjónarmiði að þau „lög“ sem innleidd eru í íslenskan rétt séu að stórum hluta samin og sett af erlendum embættismönnum, án undangenginnar umræðu hér á landi, en einnig án möguleika á breytingum eða endurskoðun?
  • Hafa allir þættir íslensks ríkisvalds verið stórlega veiktir með innleiðingu erlendra réttarreglna á grundvelli EES-samningsins með tilheyrandi áhrifaleysi Íslands á þeim vettvangi?
  • Var það upphaflega ætlunin í aðdraganda EES að samningurinn myndi hafa þau áhrif að Ísland yrði að einhvers konar leppríki ESB?
  • Gengu Íslendingar í EES á á grundvelli efnahagslegs samstarfs eða á þeim forsendum að við værum að ganga í stjórnmálabandalag?

HÉR má lesa grein Arnars Þórs Jónssonar í heild

Dagar Sjálfstæðisflokkinn uppi?

Einar S. Hálfdánarson hrl. skrifar í Mbl:

“Hægriflokkar í Evrópu hafa minnkað eða þá dagað uppi. Það á t.d. við um sænsku móderatana, en einkum danska Íhaldsflokkinn. Kristilegir demókratar og franskir hægrimenn mega muna sinn fífil fegri. Sá flokkur sem nú stendur
upp úr er breski Íhaldsflokkurinn. Hann stendur við sína grundvallarstefnu án afsláttar. Þar er góð fyrirmynd (þótt við verðum auðvitað að halda EES-samstarfinu). Hinir fyrrnefndu hafa misst sambandið við kjósendur með því að eltast við mýrarljós í kappi við vinstriflokka. Nóg framboð er af slíkum flokkum á Íslandi án þess að Sjálfstæðisflokkurinn bætist í flóruna. Nú heldur
Ísland á heimsmetinu í skattheimtu og vilja margir bara bæta í! Útgjöld
til ýmissa málaflokka hafa verið sett á sjálfstýringu. Þarna og víðar á
Sjálfstæðisflokkurinn brýnt erindi.  Þau mál sem ráðgjafinn nefndi eru
ekki líkleg til að höfða til sjálfstæðisfólks að mínu mati.
– Sem betur fer.

Leysum ágreininginn

Ragnar Önundarson

Ragnar Önundarson skrifar á FB:

Ekki er ætlun mín að rifja upp umræðuna um þriðja orkupakkann eða ræða þann fjórða. Margir vilja fylgja Evrópu, aðrir vilja ríghalda í sem sjálfstæðasta stöðu landsins. EES hefur verið meðalvegur sem flestir hafa unað við. Viðskiptakjör landsins bötnuðu með EES, en skuggahliðin er sívaxandi fákeppni sem evrópskar reglur um stóra virka markaði virðast ekki hemja. Í Evrópu er nú stöðnun, en mikill vöxtur í Asíu. Útflutningur þangað mun vaxa, en dvína til Evrópu á næstu árum og áratugum. EES verður þó áfram um sinn rétta lausnin fyrir okkur. Lærdómurinn af Brexit er sem fyrr að „konungsgarður er rúmur inngangs en þröngur brottfarar“.

Lestu áfram…

Continue reading “Leysum ágreininginn”

Íslenska krónan er okkar bjargvættur á krepputímum

Úr leiðara Mbl 5. febrúar 2021:

Systurflokkarnir á Íslandi, Samfylking og Viðreisn, hafa fátt handbært til að veifa nú sem mæli með inngöngu Íslands í ESB, eins og álit og atburðarás hafa leikið sambandið síðustu ár. Það sem helst er reynt að hanga í er ímyndaður ávinningur af myntinni sem Íslendingar „fengju að taka upp“ álpuðust þeir inn. Þeirri sömu mynt sem tryggði að þau lönd sem í hana voru hnýtt voru mörgum árum lengur að jafna sig en Ísland eftir bankaslysið.

Hér á Íslandi ráða fyrrnefndir pólitískir tvíburar (innskot: Samfylking og Viðreisn) illa við umræðuna um myntina og forðast því raunverulega umfjöllun um hana. Þeir tyggja einungis að krónan sé „of lítil mynt“. Meginmálið er að myntin lesi stöðu síns þjóðfélags eins og krónan gerir og bregðist við. Viðbrögðin geta orðið skörp. En þau taka mið af beinhörðum þjóðarhagsmunum. Seðlabankinn horfir í sömu andrá til hagsmuna landsins. Dettur einhverjum í hug að Seðlabankinn í Frankfurt myndi gera það? Að sjálfsögðu ekki. Það væri heimskulegt af honum. Í því tilviki væri rétt að tala um að hagsmunirnir væru alltof, alltof litlir! Mestu skiptir að krónan er sinnar þjóðar mynt. Hún les það sem að henni snýr og lagar sig að því. Margir gerðu sitt til að draga íslenska þjóð að landi eftir bankafallið fyrir rúmum áratug. En enginn þó eins og krónan. Með þessu tali um smákrónuna mætti ætla að þar sem fjöldinn er mestur væri allt í mestum sóma.

Evrópusambandið, vandi Evrópu?

Úr leiðara Mbl:

Það hefur nefnilega verið reglan undanfarin ár, að hin stóru kjölfesturíki ESB fara sínu fram gagnvart hinum minni á jaðrinum þegar það hentar. Þetta mátti sjá á Írlandi í fjármálakreppunni, enn frekar þó á Grikklandi þar sem lýðræðið
mátti líka víkja fyrir Brusselvaldinu, rétt eins og á Ítalíu þar sem þessa dagana er einmitt verið að dubba upp enn einn landstjóra ESB sem forsætisráðherra og búið að fresta kosningum. Í Austur-Evrópu mega svo nýfrjálsu ríkin þar beygja sig undir hagsmuni Þjóðverja með lagningu Nord Streamgasleiðslunnar og eins þurftu Danir, Pólverjar, Tékkar og fleiri evrulausar þjóðir að ábyrgjast stórfenglega lántöku til þess að bjarga evrunni enneina ferðina.



Evrópuhugsjónin kann sumum að hafa virst fögur í upphafi, en hún hefur snúist upp í andhverfu sína, þar sem hin máttugu ríki ráða því sem þau vilja og núningurinn eykst, en vanhæfni og vanmáttur hinnar ólýðræðislegu valdastéttar í Brussel eru orðin að sérstökum vanda.

Sjálfstæðisbaráttan nýja?

Arnar Þór Jónsson hrl. skrifar í Þjóðmál:

Arnar Þór Jónsson hrl.


1. Formáli

Grein þessi er rituð af ærnu tilefni. Eftir liðlega aldarfjórðungslanga aðild að EES-samningnum standa Íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir mega, í ljósi þess hvernig höndlað hefur verið með samninginn, í raun heita áhrifalausir um efni þeirra lagareglna sem sendar eru hingað í pósti og innleiddar í stórum stíl í íslenskan rétt, daglangt og árlangt.[1] Þetta áhrifaleysi stafar ekki af samningsákvæðunum sjálfum, því EES-samningurinn geymir í 103. gr. skýr ákvæði um rétt Íslands til að neita upptöku gerða í EES-samninginn og eftirfarandi innleiðingu viðkomandi gerða í íslenskan rétt. Engu að síður hefur Ísland aldrei beitt þessu neitunarvaldi og þar með aldrei beint ágreiningsmálum í sáttameðferð á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar, sbr. 102. gr. samningsins. Þó liggur fyrir, sérstaklega eftir miklar umræður um hinn svonefnda þriðja orkupakka ESB árið 2019, að upp hafa komið mál sem gefið hafa fullt tilefni til þess að stjórnvöld sýndu pólitískt þrek til að verja samningsbundinn rétt Íslands í þessu tilliti. Það væri stjórnvöldum unnt á grundvelli skýrra samningsheimilda, þótt lokamarkmiðið væri ekki annað en að fara fram á undanþágur frá Evrópureglum sem ekki eru taldar eiga við hér á landi sökum sérstakra aðstæðna hér á landi.

Af atvikum eins og þau hafa þróast má ljóst vera að fullveldi Íslands er ógnað með þeirri einstefnu lagareglna sem EES-samningurinn hefur í framkvæmd haft í för með sér. Alþekkt er að stofnanir ESB rökstyðja forgang ESB-réttar með skírskotun til þess að samninga skuli halda (lat. Pacta sunt servanda).[2] Ekkert hefur komið fram um hvers vegna Íslendingar ættu ekki að njóta réttar samkvæmt þessari ævagömlu meginreglu samningaréttar. Sú staðreynd að smáþjóðin Ísland hafi aldrei tekið þann kost að láta reyna á samningsbundnar heimildir sínar til hagsmunagæslu er vart merki um „jafnræði“ svonefnds „Tveggja stoða kerfis“ EFTA og ESB í EES-samningnum.

Continue reading “Sjálfstæðisbaráttan nýja?”