Hornsteinn íslensks samfélags er lýðveldið okkar sem við endurreistum á þessum allra helgasta degi Íslendinga þann 17. júní 1944.
Viðar Guðjohnsen skrifar í Mbl

Þegar Íslands fyrsti faðir nam hér land var eyjan okkar mannlaus og af engum að taka nema hinni miklu móður. Ekkert stjórnvald og engin landslög. Landnámsmennirnir þurftu því engum að svara. Einungis hyggjuvitinu og fornum venjum. Í heimahögum hafði orðið stjórnarbylting undir forystu Haraldar hárfagra. Hollustan við sjálfstæðið og sjálfsvirðinguna fleytti hinum útsjónarsömu forfeðrum okkar yfir hafið kalda með hjálp Njarðar. Sannir sjálfstæðismenn voru þeir allir. Um hálfri öld síðar, þegar Alþingi var stofnað, varð Ísland formlega að ríki. Þá hafði heil kynslóð, hin fyrsta íslenska kynslóð, vaxið úr grasi. Á kjördag árið 1953 gerði Sjálfstæðisflokkurinn þessum mikilvæga uppruna okkar skil í fallegum hvatningarorðum. Segir í þeim meðal annars: „Sem faðir þjóðarinnar reisti hann hér bú í óbyggðu landi, er hann hafði flúið ættland sitt undan ofríki, kúgun og gaf þjóð sinni í vöggugjöf trú á mátt og helgi frelsisins. Frelsisþrá sína, framtak og djörfung tók þjóðin hans að erfðum.“ Á þessum grunni var Ísland okkar reist og það er hægt að færa gild rök fyrir því að stjórnarform þjóðveldisins, hins fyrsta íslenska lýðveldis, hafi vegna þessa verið mótað á lítt ræddum en þó mikilvægum grunni lýðræðis og laga.
Lesa áfram













