Geldingadalir tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum

Af hverju ekki að nýta krafta þessa fólks til eftirlits og aðstoðar ferðafólki á gosstöðvunum í Geldingadölum?

Ásmundur Friðriksson skrifar í Mbl:

Ásmundur Friðriksson

Allt útlit er fyrir að gosið í Geldingadölum standi yfir í lengri tíma. Bráðaaðgerðir viðbragðsaðila hafa verið vel skipulagðar og lögregla og björgunarfólk staðið sig frábærlega. Ef væntingar jarðfræðinga rætast gæti gosið í Geldingadölum staðið mánuðum, jafnvel árum saman. Ef það verður raunveruleikinn þarf að gera framtíðaráætlanir um gæslu á svæðinu. Ekki er hægt að láta sjálfboðaliða sem skipa björgunarsveitirnar standa vakt á svæðinu vikum og mánuðum saman. Fólk sem flest er bundið sínum atvinnurekendum og þarf að mæta til starfa, en nýtur velvildar á neyðarstund. Sú góða hugmynd að allir sem ganga á svæðið láti 1.000 kr. rakna til björgunarsveitanna ætti að vera öllum létt í hendi. Það sama gildir um lögregluna sem er bæði fáliðuð og verkefnin þar á bæ hverfa ekki. Þau kalla á allt lögregluliðið til að sinna daglegum skyldum við samfélagið en aðrir sjái um gossvæðið.

Tækifæri fyrir reynslumikið fólk

Á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu og margt þaulreynt fólk sem sinnt hefur eftirlits- og skoðunarstörfum á Keflavíkurflugvelli. Unnið við að leiðbeina fólki við komuna til landsins og er því þjálfað í að sinna og leiðbeina fólki. Flest af því talar fleira en eitt tungumál. Af hverju ekki að nýta krafta þessa fólks til eftirlits og aðstoðar ferðafólki á gosstöðvunum í Geldingadölum? Skipulag og stjórnun eftirlitsstarfsins getur að sönnu verið hjá lögreglu og viðbragðsaðilum en störfin sem þarf að sinna og krefjast viðveru gætu komið frá fólki sem hefur beðið eftir því að losna af atvinnuleysisskrá.

Continue reading “Geldingadalir tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum”

Íslensk ráðstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn verður að standa undir nafni, annars er ekki hægt að kjósa hann

Guðjón Smári Agnarsson skrifar í MBL:

Guðjón Smári Agnarsson

Það hefur verið vægast sagt undarlegt að fylgjast með aðgerðum flokksins sem ég byrjaði að kjósa rúmlega tvítugur og hélt því áfram fram að bankahruni með þeim undantekningum þó, að ég skilaði auðu þegar mér fannst líklegt að framsóknarmaðurinn í öðru sæti á lista sjálfstæðismanna í Austurlandskjördæmi kæmist inn með mínu atkvæði. Ég er að tala um aðgerðir flokksins í kreppunni sem Kínaveiran Covid-19 hefur valdið, óhemjumikla skuldsetningu ríkissjóðs og ótrúlegar takmarkanir á atvinnufrelsi fólks, umskipti á afstöðu flokksins gagnvart því að orkumál skuli vera utan við áhrifavald Evrópusambandsins en það var ein aðalforsenda þess að margir flokksmenn sættust á aðild að EES og loks það hvernig reyndum þingmönnum er haldið frá ráðherraembættum og þeim hreinlega ýtt út í horn og óreyndir þingmenn með ókunnar skoðanir eru hafnir til valda.

Continue reading “Íslensk ráðstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn”

Fullveldi Íslands og staðan í heilbrigðismálunum

Eigum við alfarið að framkvæma skurðaðgerðir í ESB-löndum?

Loftur skrifar:

Biðin eftir aðgerð lengis enn

Mikil og almenn umræða fer nú fram meðal Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Er það ekki að ástæðulausu. Stefna flokksins er og hefur ávallt verið sjálfstæði og fullveldi handa Íslendingum. Því miður virðist þessi grundvallarhugsun ekki hafa náð til þeirra sem nú eru í forystusveit flokksins.

Þvert á stefnu flokksins og samþykktir Landsfunda er fullveldi landsins framselt til yfirþjóðlegs valds og sér ekki fyrir endann á þeim gjörningum. Innleiðing orkupakka ESB er gott dæmi um þetta.

Flokkurinn leggur nú blessun sína yfir miðstýringu og í raun hreinan kommúnisma hjá samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn sem fer með Heilbrigðisráðuneytið þvert á stefnu flokksins og þvert á alla heilbrigða skynsemi. Einkarekstur og einkaframtak í heilbrigðisgeiranum er því í útrýmingarhættu. Í stað þess að stytta biðlista fyrir bæklunaraðgerðir eru sjúklingar og fylgdarmenn sjúklinga sendir til útlanda (til ESB-lands að sjálfsögðu) þar sem kostnaðurinn við hverja aðgerð er tvöfaldur á við það sem er hér á landi!
Hér er hvorki staður né stund til að minnast á ruglið í Reykjavík þar sem yfirlýst stefna meirihlutans er að útrýma fjölskyldubílnum og eyða milljörðum í löngu úrelta Borgarlínu.  

Mál er að linni!

  • Hvaða stefnumál ætla sjálfstæðismenn að setja á oddinn í næstu kosningum?
  • Hvaða kosningaloforð ætla Sjálfstæðismenn að standa við eftir næstu kosningar?
  • Hvernig ætla menn að réttlæta meðferð fullveldisins gagnvart Sjálfstæðismönnum á næsta Landsfundi?

Kallað er eftir frambjóðendum Sjálfstæðismanna í öllum kjördæmum sem eru reiðubúnir að framfylgja grundvallarstefnu flokksins í fullveldismálum.

Skemmtilegt og fróðlegt viðtal við þingmann

Öfundaður fyrir dugnaðinn

Þann 27. mars 2021 birtist í Mbl afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, sem er nú genginn að fullu til liðs við Félag Sjálfstæðismanna um Fullveldismál (FSUF)þar sem hann situr í stjórn félagsins. Ási er einn af okkar ötulustu þingmönnum, dugmikill, kjarkaður og með afar sjálfstæðar skoðanir ekki síst varðandi í fullveldismál íslensku þjóðarinnar. Hann hefur verið gagnrýndur af öfundarmönnum sínum í öllum flokkum fyrir það eitt að vera duglegastur allra þingmanna í að heimsækja kjósendur sína. Hann tekur því að sjálfsögðu sem verðskulduðu hrósi. Hann hefur fluttt búferlum oftar en margir gera á lífsleiðinni og bíður nú eftir að

Í viðtalinu í Mbl segir hann m.a:

„Við hjónin höfum þurft að takast á við margskonar og fjölbreytilegar uppákomur í lífinu. Ein þeirra hefur verið sú að við höfum flutt alveg margoft. Mér hefur aldrei þótt það vera vandamál heldur lít ég svo á að þetta hafi verið dýrmæt reynsla en eitt af því sem ég get þakkað fyrir er hvað við höfum alltaf átt góða nágranna. Við höfum aldrei nokkurn tíma lent í neinum uppákomum hvað það varðar. Þegar við flytjum inn á nýjan stað þá erum við alltaf fljót að láta nágranna hafa aukalykla, enda vil ég meina að það sé fyrir öllu að byrja á því að treysta nágrönnum sínum.“

„Við bíðum ekki lengi með að bjóða fólki í grillpartí eða mat, en núna hefur Covid-faraldurinn auðvitað komið í veg fyrir að við gætum gert það hér á nýja staðnum. Ég hlakka til þegar af verður því hér býr alls konar fólk á öllum aldri og það er alltaf líf og fjör.“

Að lokum spurði Margrét Hugrún blaðamaður Ásmund hvort hann hafi upplifað einhverja sérstaka beina eða óbeina gagnrýni fyrir að vera svona flutningaglaður, en hann segir ekki. „Það hefur að minnsta kosti enginn fattað það enn þá að taka mig í bakaríið fyrir að vera alltaf að flytja. Það verður kannski allt brjálað þegar þetta kemst upp.“


Sjálfstæðisflokkurinn– Sjálfstæðisstefnan

Því miður hefur grunnstefnu flokksins ekki verið haldið nægilega á lofti undanfarna tvo Áratugi.

Gísli Ragnarsson skrifar í Mbl:

Gísli Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929. Þeir menn sem stóðu að stofnun hans vildu beita sér fyrir umbótum í þessu hrjóstruga landi og leysa landkosti þess úr læðingi með rafvæðingu sveita og ýmsum öðrum verklegum framförum. Megináhersla var lögð á frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðernisvitund manna en ekki síður á frjálst framtak, frjálsa verslun og frelsi einstaklinganna. Í stefnuskránni var jafnframt lögð áhersla á að tryggja afkomu þeirra, sem áttu undir högg að sækja í lífinu. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt, þegar skilyrði væru til þess skv. sambandslögunum. Hins vegar sagði, í stefnuyfirlýsingunni frá 1929, að flokkurinn ætlaði: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þegar litið er til framangreindra stefnumiða og hugsjóna þeirra manna, sem stofnuðu flokkinn, er ljóst að menn hafa ekki lengi þurft að leita viðeigandi nafns fyrir hann. Annars vegar stefnir hann að fullu sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart öðrum eins fljótt og frekast var kostur og hins vegar er gert ráð fyrir að meginstefið í innanlandsstefnunni verði bundið við hlut einstaklingsins. Tryggja á sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Jafnframt á að gæta þess, að enginn komist á vonarvöl, þótt hann hitti fyrir sér ofjarl í sjúkdómum eða fátækt. Slíkum aðilum á að hjálpa til sjálfshjálpar og er það í anda þess hugarfars samhjálpar, sem verið hefur samofið þjóðareðlinu frá öndverðu.

Lesa áfram…

Continue reading “Sjálfstæðisflokkurinn– Sjálfstæðisstefnan”

Lagalegir og lýðræðislegir áhættuþættir

Arnar Þór Jónsson skrifar í Mbl:

Mönnum leyfist ekki að daufheyrast við tilburðum sem leiða til þróunar valdakerfis sem reist er á veikum og ófullnægjandi lagalegum grunni

Arnar Þór Jónsson

Segja má að greinin sem hér birtist dragi saman í stuttu máli margt það sem ég hef gert að umtalsefni í fyrri greinum um Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) og stöðu Íslands innan EES. Umfjöllun sú sem hér birtist er þó að stórum hluta endursögn á nýrri grein eftir Andrew Tettenborn, prófessor við lagadeild háskólans í Swansea, sem birt var í Spectator 4. mars sl. (The EU is sliding into a United States of Europe). Á vissan hátt endurómar grein hans það sem ég hef viljað vekja Íslendinga til vitundar um. Tettenborn fjallar um atvik sem eiga sér nokkra samsvörun við mál Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, sem yfirdeild MDE taldi viðeigandi að ráða til lykta með úrlausn sem birt var fullveldisdaginn 1. desember sl. Ef menn sjá sannleikskorn í því sem Tettenborn segir um stöðu ríkja sem formlega hafa gengið í ESB, þá hlýtur að vera full ástæða til að velta fyrir sér réttmæti þess að MDE blandi sér í innanríkismál hér á landi og grípi fram fyrir hendurnar á fólki sem Íslendingar hafa, í lýðræðislegum kosningum, veitt umboð til að stýra þeim málum. Við Tettenborn erum sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjái og gagnrýni slík utanaðkomandi inngrip sem standa á ótraustum eða engum lagalegum og lýðræðislegum grunni. Það hef ég fengið staðfest frá honum sjálfum.

Pólland og ESB
Öfugt við Íslendinga hafa Pólverjar formlega skuldbundið sig til að hlíta grundvallarsáttmálum ESB, þ.m.t. Lissabon-sáttmálanum sem til varð eftir að stjórnarskrá ESB var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi. Þriðjudaginn 2. mars sl. urðu þau tíðindi að dómstóll ESB kaus, á grundvelli almennra meginreglna Lissabonsáttmálans, að blanda sér í það hvernig Pólverjar standa að skipun dómara í Hæstarétt Póllands. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands eru hæstaréttardómarar skipaðir af forseta landsins að fenginni tilnefningu KRS (Dómstólaráði Póllands) sem aðallega er samsett af dómurum. Fram til ársins 2019 voru dómarar í stjórn KRS kosnir af fulltrúum dómsvaldsins og umsækjendur sem ekki hlutu embætti áttu málskotsrétt til stjórnsýsludómstóls.

Meira…

Continue reading “Lagalegir og lýðræðislegir áhættuþættir”

Viðreisnarvillur

Loftur skrifar:

Það er auðvitað mjög alvarlegt mál reynist þessi málflutningur fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins réttur og að Alþingi Íslendinga skuli ítrekað hafa brotið ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar, jafnvel á þeirra eigin vakt.    

Eins-máls-flokkurinn Viðreisn var á sínum tíma stofnaður af ESB-sinnum sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum (XD). Eitt æðsta markmið flokksins er að koma Íslandi inn í ESB sem samrýmist alls ekki grunngildum og stefnuskrá XD en Landsfundur flokksins hefur endurtekið ályktað um að Íslandi sé best borgið utan ESB. Íslenskir kjósendur hafa reyndar aldrei verið spurðir álits um aðild Íslands að ESB en málgögn Viðreisnar, Fréttablaðið og Hringbraut hafa haldið uppi gegndarlausum áróðri fyrir ESB aðild og um leið gert lítið úr íslensku krónunni. Fremstir þar í flokki er formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir f.v. varaformaður XD og Þorsteinn Pálsson (Þ.P.) f.v. formaður XD. Þann 18. febrúar s.l. ritaði sá síðarnefndi grein í Fréttablaðið sem ber heitið „Að bremsa tíðarandann“. Þar talar f.v. formaður XD um að „fjölþjóðasamvinna“ sé eitt stærsta viðfangsefni allra þjóða í nútímanum. Stjórnarskráin þurfi að heimila slíkt samstarf og kveða á um leikreglurnar. Það vekur athygli að hugtakið „alþjóðleg samvinna“ er ekki lengur notað um afsal á fullveldi Íslands til yfirþjóðlegs valds enda er ESB langt frá því að vera alþjóðlegt. Æðsti draumur þessara f.v. formanna XD er að Ísland gangist undir erlent ólýðræðislegt yfirþjóðlegt vald, vald sem komið er frá embættismönnum sambandsríkis, nú 27 Evrópuþjóða þar sem hver höndin er uppi á móti annarri, þar sem mikið atvinnuleysi hefur ríkt undanfarin ár og þar sem hagvöxtur er nánast enginn sé miðað við þau lönd sem hafa hvað mestan hagvöxt. ESB er samband ríkja þar sem reglugerðir andlitslausra embættismanna verða að lögum án undanfarandi lýðræðislegs ferlis, þ.a. án aðkomu kjósenda í viðkomandi löndum. Lýðræðið er þar m.ö.o. fótum troðið.  

Lesa meira…

Continue reading “Viðreisnarvillur”

Þjóðaröryggishagsmunir vega þyngst

Hafa menn gleymt markmiðum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?

Njáll Trausti Friðbertsson

Það er auðvelt að gleyma því í dag að Sjálfstæðisflokkurinn (XD) hafi eitt sinn verið breiðfylking sjálfstætt hugsandi manna á Íslandi. “Stétt með stétt” hljómar ekki lengur sem kjörorð, verkalýðsarmur flokksins er t.d. horfinn og grafinn. Hvar seilast sjálfstæðismenn þá eftir fylgi? Svari hver fyrir sig en því er ekki að neita að flokkurinn hefur í sívaxandi mæli horfið frá grunngildum sínum og hefur nú í augum margra kjósenda á sér yfirbragð flokks eiginhagsmunapotara. Ekki er að furða þótt fylgið hafi dalað svo um munar. Flokkurinn hafði áður um 40% fylgi og var drifkraftur framfara og hagsældar í íslensku samfélagi. Hvað klikkaði?

Í Morgunblaðinu í dag kveður við nýjan tón. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður XD, varaformaður utanríkismálanefndar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins segir þar m.a:
“Allir þessir atburðir (undanfarið) vekja áleitnar spurningar um þjóðaröryggi og innviði þjóðarinnar, s.s. orkuöryggi, fæðuöryggi, netöryggi og hvernig við tryggjum almennt að fólk geti verið öruggt í heimabyggð. Það er brýnt að greina ítarlega grunninnviði samfélagsins og þá samfélagslegu innviði sem teljast mikilvægir að teknu tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þannig má tryggja öryggi þjóðarinnar og sameiginlegan skilning á því hvað felst í þjóðaröryggishugtakinu. Sá sameiginlegi skilningur er lykilforsenda þess að
þjóðarsátt ríki um hvernig öryggi lands og þjóðar er best tryggt.

…síðar segir:

“Ég tel að gott samstarf allra sem koma að grunninnviðum sem varða þjóðaröryggi sé lykillinn að farsælli stefnu og þarna þurfum við að leggja minni hagsmuni til hliðar fyrir meiri. Við megum ekki festast í hugsunarhætti stjórnmála liðinnar tíðar og festa tennurnar í gömlu þrætuepli. Þjóðaröryggishagsmunir eru hagsmunir þjóðarinnar allrar.”

Þarna kemst þingmaðurinn að kjarna sjálfstæðisstefnunnar: “Einn fyrir alla, allir fyrir einn!”

.

Kjarnaofnar og hjólaskýli

Eftir Arnar Þór Jónsson:

Arnar Þór Jónsson

Í ágætri Morgunblaðsgrein 23. febrúar sl. velti Hjörleifur Guttormsson fram mikilvægri spurningu: „Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í meginmálum?“ Eina athugasemd mín við grein Hjörleifs er sú að ég tel að tilvísun hans í grein mína „Kreppa lýðræðisins?“ hefði mátt vera nákvæmari. Ég tel ekki að þjóðin hafi með EES-samningnum gefið frá sér mikilvæg stjórntæki í eigin málum, heldur að meirihluti Alþingis hafi við innleiðingu þriðja orkupakka ESB sleppt höndunum af umræddum stjórntækjum með því að misvirða í framkvæmd þá fyrirvara sem settir voru í EES-samninginn af hálfu þjóðarinnar – og voru raunar forsenda þess að Íslendingar gerðust aðilar að EES-samstarfinu. Hjörleifur á þakkir skildar fyrir grein sína að öðru leyti og þá ekki síst fyrir að draga athygli að því hvernig staðið var að innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, en mál um það efni bíður nú úrlausnar í Hæstarétti Noregs. Ástæða er einnig til að þakka ritstjóra Morgunblaðsins fyrir þétt aðhald gagnvart Alþingi í þessu tilliti, sbr. nú síðast leiðara Morgunblaðsins 17. febrúar sl. þar sem varað var við því að „glannaleg framganga veiklyndra stjórnmálamanna höggvi ekki á mikilvægasta þráðinn“, þ.e. hinn lýðræðislega þráð sem tengir borgarana við valdið og á að tryggja að valdhafar svari til ábyrgðar gagnvart borgurunum.

Lýðræðið verður ekki til af sjálfu sér og lýðræðið viðheldur sér ekki sjálft”

Continue reading “Kjarnaofnar og hjólaskýli”

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í meginmálum?

Hjörleifur Guttormsson skrifar m.a. í Mbl:

Veik staða lýðræðis

Hjörleifur Guttormsson

Í fróðlegri grein Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara í Morgunblaðinu 13. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni Kreppa lýðsræðisins? vekur hann athygli á að þjóðin hefur með EES-samningnum gefið frá sér mikilvæg stjórntæki í eigin málum. Arnar Þór spyr m.a.: „Getum við gengið að því vísu að Íslendingum sé betur borgið í umsjá erlendra embættismanna og yfirþjóðlegra stofnana en lýðræðislega kjörinna handhafa íslensks löggjafarvalds og ráðherra sem bera ábyrgð gagnvart þingi og þjóð? Getur örríki eins og Ísland ekki tryggt hagsmuni sína í alþjóðlegu samstarfi án þess að fórna fullveldi sínu?“ – Nú er viðurkennt að samþykkt laga um EES-samninginn á Alþingi 1993 hafi gengið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar á þeim tíma og átt síðan þátt í þeirri fjárhagslegu spilaborg sem leiddi til hrunsins 2008. Við inngöngu Íslands í EES var því haldið fram að Ísland gæti hafnað reglum sem samrýmast ekki þjóðarhagsmunum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili, eins og einnig norska Stórþingið, þriðja orkupakka ESB og þær tilskipanir sem hann byggist á. Norsku samtökin Nei til EU töldu eins og fleiri að þurft hefði þrjá/fjórðu þingheims til að slík samþykkt stæðist ákvæði norsku stjórnarskrárinnar. Nei til EU reka nú mál fyrir hæstarétti Noregs þar að lútandi. Úrskurðar réttarins í málinu er að vænta innan tíðar.

Hérlendis stefna bæði Viðreisn og Samfylking að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Slík umsókn upptók þing og þjóð með ærnum kostnaði og sundrungu í samfélaginu á árunum 2009-2013. Brigður VG þá á eigin stefnu og fyrirheitum við stjórnarmyndun með Samfylkingunni vorið 2009 varð flokknum dýrkeypt og verður væntanlega ekki endurtekið. Píratar virðast enga stefnu hafa sem flokkur, en vísa á þjóðaratkvæði.

Afstaða stjórnmálaflokka og frambjóðenda til tengsla við Evrópusambandið sem og til annarra stórmála þarf að vera lýðum ljós nú í aðdraganda alþingiskosninga sem nálgast óðum.

Höfundur er náttúrufræðingur.