Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar í Mbl:
Á Íslandi virðist ekki vera tiltökumál að erlend ríki séu að vasast í fjármálum, persónuvernd og auðlindamálum landsins. Er það „alþjóðleg samvinna

Hugtakið „frjálslyndi“ er illa skilgreint. Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að Ísland verði sem fyrst nýlenda erlends ríkjasambands telja sig „frjálslynda“. Þeir sem hins vegar telja að Ísland eigi að vera áfram frjálst og óháð, fullvalda ríki eru ekki taldir „frjálslyndir“ og enn síður íhaldssamir heldur eru þeir uppnefndir „einangrunarsinnar“ og „popúlistar“. Hjá flestum fullvalda menningarþjóðum þætti þetta viðhorf hin mesta skömm. Þó svo t.d. Bandaríkjamenn telji sig upp til hópa vera „frjálslynda“ dytti engum stjórnmálamanni þar í landi í hug að framselja fullveldið í bitum til erlends ríkis. Sá hinn sami yrði umsvifalaust sendur úr landi í böndum og komið varnalega fyrir á eyðieyju.
Continue reading “EES-samningurinn: Frjálslyndi í fjötrum”