Loftur skrifar
Baráttumál FF eru í raun afar keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins
VG er ekki stjórntækur flokkur með Svandísi og Guðmund innanborðs. Þar fara haldast í hendur vinstri og grænu öfgarnar sem nauðsynlegt er að losna við sem fyrst úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Ef Flokkur fólksins (FF) væri tekinn inn í staðinn fyrir VG væri ríkisstjórnin með sterkan meirihluta, samtals 35 þingmenn.
Baráttumál FF eru í raun keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins:
- Stétt með stétt
- Útrýmum biðlistum og skerðingum
- Verjum frelsi einstaklingsins til æðis og athafna
- Endurskoðum Almannatryggingakerfið frá grunni
- Gerum öldruðum kleyft að vinna eins lengi og þeir geta
- Lækkum skatta
- Látum ekki loftslagsmálin bitna á almenningi
- Látum þjóðina njóta auðlinda sinna
- Stöndum vörð um fullveldi Íslands
Flokkur fólksins er í raun eins konar mini-útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.
Hann er Sjálfstæðisflokkur fyrir byrjendur, sem berst fyrir málefnum sem forysta VG og raunar sumir í forystu xD hafa steingleymt í sínu vinstra algleymi.
VG er ónýtur og ónothæfur dragbítur sem tilheyrir fortíðinni.
Flokkur fólksins er góður kostur fyrir xD.
VG er afar slæmur kostur og algjörlega ónauðsynlegur. Katrín yrði einungis upp á punt. Hún er vinsæl fyrir að gera aldrei neitt. Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum!
Göngum til samvinnu við sigurvegara, ekki við flokk hvers stefnu kjósendur hafa hafnað.