Er Flokkur fólksins ekki vænlegri kostur?

Loftur skrifar

Baráttumál FF eru í raun afar keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins

Valhöll

VG er ekki stjórntækur flokkur með Svandísi og Guðmund innanborðs. Þar fara haldast í hendur vinstri og grænu öfgarnar sem nauðsynlegt er að losna við sem fyrst úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Ef Flokkur fólksins (FF) væri tekinn inn í staðinn fyrir VG væri ríkisstjórnin með sterkan meirihluta, samtals 35 þingmenn.

Baráttumál FF eru í raun keimlík stefnu gamla góða Sjálfstæðisflokksins:

  • Stétt með stétt
  • Útrýmum biðlistum og skerðingum
  • Verjum frelsi einstaklingsins til æðis og athafna
  • Endurskoðum Almannatryggingakerfið frá grunni
  • Gerum öldruðum kleyft að vinna eins lengi og þeir geta
  • Lækkum skatta
  • Látum ekki loftslagsmálin bitna á almenningi
  • Látum þjóðina njóta auðlinda sinna
  • Stöndum vörð um fullveldi Íslands

Flokkur fólksins er í raun eins konar mini-útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.
Hann er Sjálfstæðisflokkur fyrir byrjendur, sem berst fyrir málefnum sem forysta VG og raunar sumir í forystu xD hafa steingleymt í sínu vinstra algleymi.
VG er ónýtur og ónothæfur dragbítur sem tilheyrir fortíðinni.

Flokkur fólksins er góður kostur fyrir xD.
VG er afar slæmur kostur og algjörlega ónauðsynlegur. Katrín yrði einungis upp á punt. Hún er vinsæl fyrir að gera aldrei neitt. Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum!

Göngum til samvinnu við sigurvegara, ekki við flokk hvers stefnu kjósendur hafa hafnað.

Sjálfstæðismenn þurfa að standa við sína eigin stefnu í velferðarmálum

Loftur skrifar

Fara skal eftir ályktunum Landsfundar, annað eru svik við kjósendur og flokkinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald flokksins.

Í ályktunum Velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykktar voru á 43. Landsfundi flokksins 16. – 18. mars 2018 segir m.a:

„Gera þarf öllum heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“

Tryggja þarf sjúklingum og aðstandendum þjónustu innanlands meðal annars með því að semja við sjúkrastofnanir um augnaðgerðir, liðskipti og aðrar aðgerðir. Tryggt verði að ábyrgð á aðgerðum framkvæmdum af einkaaðilum eða sjálfstæðum sjúkrastofnunum verði ekki velt yfir á almenna heilbrigðiskerfið.

„Mikilvægt er að ríkið tryggi rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á sama tíma og gætt er að hagræðingu. Horft verði til fjölbreyttari rekstrarforma og stuðlað að nýsköpun.“

„Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum innan heilbrigðisþjónustunnar með áherslu á skýrar gæðakröfur samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi. Einkareknar heilsugæslustöðvar hafa þegar sannað ágæti sitt á síðustu misserum. Halda skal áfram að bjóða út starfsemi heilsugæslunnar til að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni. Veitendum heilbrigðisþjónustu verði í auknum mæli gert kleift að starfa sjálfstætt. Tryggja þarf þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar til að bæta þjónustu í nærumhverfi.“

Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að tengja krónuna við evru?

Loftur skrifar

 

Til þess eru fjölmargar ástæður:

Tenging við evru kallar á hækkun stýrivaxta.

Seðlabankinn getur með engu móti haldið uppi fastgengi við evru. Til þess þyrfti að beita öllum gjaldeyrisforða Íslendinga.

Verkalýðsfélögin á Íslandi gætu ekki farið fram á meiri launahækkanir en sem gerist í Evrópu. Stjórnvöld og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á verkalýðsfélögunum (sem betur fer).

Alþingis yrði að miða fjárlög hvers árs við að jafnvægi sé tryggt í gjaldeyrismálum.

Mikil hætta er á að spákaupmenn ráðist á gengið og riðli jafnvæginu.

Alls er óvíst að Íslendingar fengju sömu vexti og gilda annars staðar í Evrópu. Við gætum jafnvel fengið hærri vexti og þyrftum að hækka vexti til að verja gengið.

Íslendingar þyrftu að hverfa frá þeim verðbólgumarkmiðum sem gilt hafa hér í yfir 20 ár

Lesa meira

Að kosningum loknum


Undirstöður lýðveldisins verða að vera traustar til að stöðugleiki haldist.

Arnar Þór Jónsson

Niðurstaða kosninganna er að þjóðin vill stöðugleika.

Prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum sl. vor fól einnig í sér skilaboð um stöðugleika, þar sem fjórir sitjandi þingmenn voru valdir til áframhaldandi setu í þeim sætum, en ég kjörinn í 5. sætið. Mikill stuðningur við minn málflutning dugði ekki til að fleyta mér inn á Alþingi. Persóna mín skiptir þó engu máli hér. Í stóra samhenginu skiptir öllu að þingmenn ræði af heilindum um áhrifaleysi Íslands innan EES, um skæðadrífu erlendra lagareglna sem Alþingi hvorki breytir né afnemur að eigin frumkvæði, um skort á lýðræðislegu aðhaldi o.fl. Til eru þeir, jafnvel í hópi lögfræðinga, sem ekki vilja að athygli sé beint að þeirri staðreynd að lög Íslendinga eru nú að stórum hluta samin af fulltrúum annarra þjóða og gefin út í nafni yfirþjóðlegra stofnana. Framangreint réttarástand er ósjálfbært, ótryggt, ögrun við lýðræðið og opnar möguleika á misbeitingu valds.

Um þetta er skylt að ræða.

Skilyrðislaust bann verður ekki lagt við því að embættismenn taki þátt í slíkri umræðu, enda hljóta þeir að mega vera trúir samvisku sinni og sannfæringu. Hér sem annars staðar ber að árétta að ásýndin má ekki bera inntakið ofurliði og að kerfið er ekki mikilvægara en fólkið sem það á að þjóna.

Ég bauð fram krafta mína til að leiða upplýsta umræðu um þessi mál á Alþingi og til að vara við því að við framseljum valdið úr landi, enda sýnir sagan að slíkt getur haft neikvæð áhrif á hagsæld Íslands til lengri tíma. Vonandi taka nýkjörnir þingmenn þetta hlutverk að sér. Þar má einna helst binda vonir við þingmenn Sjálfstæðisflokksins, enda var sá flokkur stofnaður m.a. í þeim tilgangi að stuðla að sjálfstæði þjóðarinnar. Brýnt er þó að aðrir víkist ekki undan ábyrgð í þessum efnum. Að því sögðu óska ég öllum þingmönnum góðs gengis, landi og þjóð til heilla.

Höfundur er lýðræðis- og lýðveldissinni.

Í landi tækifæranna

Hreinræktað vinstra afkvæmi er ekki í burðarliðnum

Úr leiðara Mbl 27. september 2021

En svo kom „hrunið“. Þá töldu langþjáðir vinstrimenn að þeir væru loks komnir í „land tækifæranna“. Tækifærin þau yrði að nýta út í æsar. Blásið var til árása á Alþingishúsið og Seðlabankann og fleiri hús illskunnar og eins á heimili útvalinna í þjóðfélaginu. Ríkisútvarpið tók fullan þátt í þessu nýja réttlæti, og hefur aldrei efast, svo að séð verði. Toppur tilverunnar náðist svo þegar hér var mynduð „fyrsta hreina vinstristjórnin“ sem hækkaði skatta oftar en 100 sinnum á sínum ferli.

Sjálfstæðisflokkurinn hafði aldrei verið fjær því að stjórna landinu en þá. En skemmst er frá því að segja, að engir tveir stjórnarflokkar fengu aðra eins útreið, eftir aðeins eitt kjörtímabil og þessir hreinræktuðu og var reyndar bætt um betur í kosningunum þar á eftir. Samfylkingin hefur ekki borið sitt barr síðan.

Í aðdraganda kosninga nú tilkynnti Samfylkingin að hún myndi ekki ljá máls á því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það hafði ekki minni áhrif, en ef Guðmundur og Glúmur hefðu gefið sambærilega yfirlýsingu. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni orðið stór, eins og vonir stóðu til. Það var vorið 2003 eftir að flokkurinn hafði gefið út baráttuyfirlýsingar með tilvonandi útrásarvíkingum og þaðan af meiri svindlurum um óskráð samstarf þessara velunnara smáfólksins í landinu og flokksins. En hvernig urðu úrslitin nú? Samfylkingin náði, eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu um hríð og komist í fylgi niður undir 10% og nú síðast, eftir 4 ár til viðbótar í stjórnarandstöðu, að tapa rúmlega 2,2% til viðbótar. Þó voru hún og Viðreisn ein um að gefa ESB fögur fyrirheit um að draga þjóðina sem fyrst inn í það ólukkulega samband.

Systurflokkarnir tveir sem einokuðu þetta mikla baráttumál fyrir fullveldisskerðingu þjóðarinnar og náðu um 18% fylgi samanlagt! Vissulega sýndu mælingar nokkru fyrir kosningar að nálin væri tekin að halla sér nokkuð til vinstri. En þá greip Gunnar Smári inn í og lýsti áformum þeirra Leníns heitins um betri tíð, bæði í grafhýsi þess síðarnefnda og hér heima. Þau gengu að vísu ekki út á að farga milljarða tugum úr búi yfirboðara Gunnars Smára (og í framhaldi skattgreiðenda) eins og þegar hann var sem stórtækastur síðast. Enda breyttur maður nú á ferð, efldur af fé blásnauðra verkamanna, í gallabuxum og með götóttan trefil, kominn úr einkaþotunni yfir í ryðgaðan strætó sem SVR var hætt að nota. Hann gaf nægilega mikið upp um framtíðina, eins og til að mynda það að dæmdi Hæstiréttur framtíðarinnar gjörðir hans ólögmætar myndi hann ryðja réttinn, eins og núverandi formaður Eflingar reyndi bæði að gera við þingið og dómstólinn sem tók mál hennar fyrir. Það var í sama mund þegar þessi þrumuský Smárans drundu í eyrum almennings sem nálin, sem mældi viðhorf fólksins, tók að færast á vit heilbrigðrar skynsemi á ný.”

Um úrslit kosninganna

Júnas Elíasson prófessor skrifar:

Kosningaúrslitinn bera keim að því baráttan snýst ekki um stefnumál borin fram af flokksmönnum heldur auglýsingastríð milli ráðandi forystusveita. Þetta hefur komið mismunandi út:

Jónas Elíasson

Sjálfstæðisflokkurinn fær þokkalega kosningu, en hann náði ekki að hrífa kjósendur með sér og kemst áfram á góðri frammistöðu. Hann er eins og kartafla, allt það besta er að neðanjarðar.

Framsókn sigraði auglýsingastríðið. Svo eru þau með einn góðan mann.

VG er með forsætisráðherra sem tókst að sannfæra þjóðina um ágæti sitt, alla nema eigin flokksmenn. Það besta sem hún gerir er að koma sér út úr þessum flokki með þá hugsandi flokksmenn sem þar eru og komast í annað samstarf. 

Viðreisn er greinilega komin á endapunkt. Evrunuddið dugar ekki lengur.

Píratar töpuðu, en ekki því sem þeir áttu skilið eftir frammistöðuna í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins.

Miðflokkurinn er að skila sér heim. Lífið er erfitt hjá þeim, framsóknarmennskan er í blóðinu, hún erfist. 

Jónas Elíasson, research professor
University of Iceland,  Kyoto University, Kyoto

Alþingiskosningar snúast ekki um ríkisstjórnir

Þær snúast um stjórnmálaflokka

Engin ríkisstjórn var í framboði þann 25. september 2021, einungis stjórnmálaflokkar.

Atkvæði greidd XB, XD, XV eða öðrum flokkum er ekki stuðningur við ríkisstjórnina eða höfnun á ríkisstjórninni.

Kjósendur höfnuðu hins vegar flokki kommúnista (sósíalista)

Kjósendur höfnuðu kommúnismanum í VG.

Kjósendur höfnuðu vinstri villu og öllu því sem henni fylgir.

Það var enginn að kjósa ríkisstjórn eða forsætisráðherra.

Íslenskir kjósendur kusu hægri flokka sem þeir vilja að myndi nýja ríkisstjórn.

Áfram Ísland!

Kjósendur hafna stefnu VG í heilbrigðismálum


Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hefur barist með oddi og egg fyrir algjörri ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins.  Hún er er að eigin sögn kommúnisti og hefur verið iðin við kolann við að kynna afrek sín og skoðanir í heilbrigðismálum. Hún hefur lýst yfir frati á starfsemi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstétta, einkum sérfræðilækna sem þó er ein af meginstoðum heilbrigðiskerfisins. Alþingi og ríkisstjórn beittu sér fyrir því fyrir því að gjöld fyrir komur til sérfræðilækna hækkuðu mikið á meðan lág gjöld til heilsugæslulækna voru lækkuð enn frekar, þ.e. niðurgreidd meira af hinu opinbera, 10-20 sinnum meira en gjöld sjúklinga til sérfræðilækna. Þetta hefur auðvitað hækkað kostnað þeirra sjúklinga sem þurfa að leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og þeir eru margir.

Svandís skilur við heilbrigðiskerfið sem rjúkandi rúst. Hún hefur þrjóskast við að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, talmeinafræðinga og sálfræðinga.

Hún hefur í skjóli fjármálaráðuneytisins sent fjölda bæklunarsjúklinga í rándýrar skurðaðgerðir til Svíþjóðar með fylgdarmönnum og öllum þeim kostnaði og óhagræði sem því fyrir fyrir alla aðila, einungis til þess að þurfa ekki að semja um slíkar aðgerðir við sjálfstætt starfandi lækna á Íslandi. Það samrýmist ekki hugsjónum kommúnismans.

Allir landsmenn þekkja ástandið á Landspítalanum. Allir landsmenn þekkja ástandið í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Staða hjúkrunarheimilanna er hrein martröð.

Kjósendur hafa talað. Þeir hafna kommúnisma í heilbrigðiskerfinu.

VG eiga ekkert erindi í næsti ríkisstjórn.


VG mega aldrei aftur koma nálægt stjórn heilbrigðiskerfisins!

Aldrei aftur!

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa fyrir ritskoðun og brjóta þar með stjórnarskrána?

Varðandi frumvarp menntamálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi til breytinga á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 vegna fyrirhugaðrar innleiðingar í landsrétt á tilskipun 2018/1808/ESB, frá 14. nóvember 2018, sem breytir tilskipun 2010/13/EB um hljóð- og myndmiðlun.

Samkvæmt frumvarpinu er fjölmiðlanefnd gert að fylgjast með áhorfi landsmanna m.a. til að tryggja að a.m.k. 30% af efni sem er í boði hér sé í raun „evrópskt“.  Skýrslur eiga að vera sendar reglulega til eftirlitsstofnunar EFTA, sem á m.a. að meta hvort framboð sé nægilegt af „evrópsku“ efni!  Ef svo er ekki, geta evrópsk yfirvöld gripið til aðgerða gegn viðkomandi streymisfyrirtæki og krafist þess að lokað verði fyrir þjónustu fyrirtækisins á Íslandi.

Þetta frumvarp hringir mörgum viðvörunarbjöllum og nokkuð ljóst að það stenst engan veginn stjórnaskrá Íslands, en Í 73. grein hennar stendur m.a:  „Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningafrelsi má ALDREI Í LÖG LEIÐA“.