Aðskilnað ríkis og þjóðar í raforkumálum þarf að afnema líka

Gunnar Rögnvaldsson bloggar í Mbl:

Þarna sjá menn hversu galið það var að skilja peningakerfið og eftirlitskerfið að. Dilla var flutt inn frá útlöndum og blýklossinn sá seldur sem björgunarhringur

Gunnar Rögnvaldsson

En það er einmitt það sem menn hafa gert í raforkumálum þjóðarinnar. Þar hafa stjórnmálamenn skilið að og drekkt áður mjög svo góðu og skilvirku raforkukerfi þjóðarinnar, samkvæmt innfluttum trúarkenningum imperíal-heimsveldis hins umboðslausa sértrúarsafnaðar Evrópusambandsins. Þar hafa menn látið erlent og ókjörið nýlenduvald ESB skipa sér fyrir í einum brýnustu tilvistar- og hagsmunamálum þjóðarinnar

Nú er þess vegna svo komið, að íslenskir stjórnmálamenn allra flokka nema eins verða að ána sér eins og maðkar og laumufarþegar um landið í aðdraganda komandi kosninga, þar sem þeim verður refsað grimmt fyrir fullveldisafsal og aumingjadóm í þeim málum

Sundraðir og búrhænsnatættir af erlendu og ókjörnu valdi, skírða þeir vænglausir um landið og reyna að láta sem ekkert sé

Að ESB-komminn er kominn út úr Seðlabankanum hefur gefst vel. Þá sértrúaranda þarf einnig að særa út úr stjórnmálamönnum okkar. Út með ESB-hjátrúna og inn með Íslandssöguna

Þjóðarkreppa

Leiðari Mbl 17. febrúar 2021:

Það skiptir öllu að glannaleg framganga veiklyndra stjórnmálamanna höggvi ekki á  mikilvægasta þráðinn

Full ástæða er til að vekja athygli á stórmerkri grein Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara hér í blaðinu sl. laugardag. Greinin ber yfirskriftina „Kreppa lýðræðisins“. Og er þar í engu ofmælt. Arnar Þór rifjar upp að það var kunn meginforsenda þess að staðfesting Alþingis gæti gengið fram á samningnum um EES að fullveldiskröfum stjórnarskrárinnar væri ekki storkað. Því var tryggt af hálfu Íslands að landið hefði lokaorðið um það hvort „tilskipanir“ tengdar EES-samningnum yrðu leiddar í lög þess. Fullyrt var af hálfu þeirra sem báru ábyrgð á samningsgerðinni að öllum aðilum væri þetta ljóst og einnig hitt að Ísland yrði ekki beitt neinum þvingunum af því tilefni á komandi tíð. Nú er ljóst orðið að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið við sitt nema síður sé og er það alvarlegt mjög. Héraðsdómarinn segir í framhaldi af því: „Af þessum sökum hringdu allar viðvörunarbjöllur hjá mér þegar ég sá hvernig standa átti að innleiðingu þriðja orkupakka ESB 2019 (OP3) og jafnvel fullyrt að Íslendingar gætu ekki sótt um undanþágur! Ljóst var að stór hluti almennings var á móti innleiðingunni og hreyft var sjónarmiðum um að OP3 fæli í sér framsal ríkisvalds sem stæðist ekki stjórnarskrá. Gagnrýni var svarað með því að færa athyglina að smáatriðum, með útúrsnúningum eða með beinum rangfærslum. Þegar til kastanna kom var OP3 innleiddur með þingsályktun en ekki formlegu lagasetningarferli. Látið var að því liggja í umræðum innan og utan þings að samningsbundið neitunarvald Íslands væri aðeins gilt í orði en ekki á borði. Sú skemmri skírn sem málið fékk á Alþingi varð til þess að stjórnskipulegir varnaglar um aðkomu forseta lýðveldisins voru sniðgengnir og málið var aldrei borið undir hann til samþykktar eða synjunar, sbr. ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944.

Continue reading “Þjóðarkreppa”

Tálsýn tilfinninganna

Viðar Guðjohnsen skrifar í Mbl:

Síðastliðin ár benda til þess að tilfinningahernaði sé beitt af miklum þunga í fjölmiðlum til þess að knýja fram lögfestingu á hinuog þessu umróti.

Viðar Guðjohnsen

Það er stundum sagt að ekki sé gott að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Með því er átt við að óbeislaðar tilfinningar kunni að byrgja mönnum sýn og leiða þá í villu. Við sáum tilfinningarnar óbeislaðar í upphafi kórónuveirufaraldursins þegar fólk flykktist í kjörbúðir til þess að kaupa sér salernisrúllur í miklu óhófi. Það var þó tiltölulega saklaust dæmi. Verri eru þau þegar múgæðið ógnar friðnum eða frelsinu. Þá er vegið að sjálfu réttarríkinu.

Continue reading “Tálsýn tilfinninganna”

Kreppa lýðræðisins?

Varðstaðan felur í sér að ekki verði hróflað við grunnstoðum. Ný ánauð kynni að vaxa til einhvers sem ekki er betri en ánauð fyrri tíma.

Arnar Þór Jónsson héraðdómari skrifar í Mbl:

Inngangur:

Samkvæmt breska tímaritinu The Economist hefur lýðræðið átt undir högg að sækja víða um heim á tímum kórónuveirunnar. Þótt tímaritið telji að Ísland standi í fremstu röð lýðræðisríkja tel ég að sú ályktun gefi Íslendingum ekki tilefni til oflætis.

Arnar Þór Jónsson hrl.

Á hátíðarmálþingi Orators 10. febrúar sl. þar sem fjallað var um „Ísland og Evrópu“ færði ég fram varnaðarorð um að lýðræðisleg ásýnd dugi skammt ef framkvæmd lýðræðisins er veikburða. Þar sem þetta efni á brýnt erindi við allan almenning birti ég ábendingar mínar hér til áminningar um að heilbrigt lýðræði grundvallast ekki á glysi í erlendum miðlum, heldur virkri þátttöku almennings með tilheyrandi aðhaldi og gagnrýni. Lýðræðið hvílir á stjórnarskrárvörðum rétti manna til sjálfsákvörðunar, þ.e. að við séum fær um og okkur sé treystandi til að mynda okkur skoðun og taka ákvarðanir. Á þessum grunni lýðræðis og sjálfsákvörðunarréttar byggir einnig vald ríkisins, enda er það sótt til þjóðarinnar og valdhafar fara með ríkisvald í umboði fólksins. Lýðræðið er uppskriftin að því hvernig fella má saman rétt landsmanna til sjálfsákvörðunar og sambúð okkar í þjóðfélagi. Í þessu samhengi eiga allir borgarar jafnan rétt til að skapa og verja það sem kalla má undirstöður góðs samfélags. Frá frelsisstríði Bandaríkjanna hefur þróunin hér á Vesturlöndum stefnt að auknu lýðræði á þessum grunni.

Continue reading “Kreppa lýðræðisins?”

EES-samningurinn: Frjálslyndi í fjötrum

Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar í Mbl:

Á Íslandi virðist ekki vera tiltökumál að erlend ríki séu að vasast í fjármálum, persónuvernd og auðlindamálum landsins. Er það „alþjóðleg samvinna

Elínóra Inga Sigurðardóttir

Hugtakið „frjálslyndi“ er illa skilgreint. Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að Ísland verði sem fyrst nýlenda erlends ríkjasambands telja sig „frjálslynda“. Þeir sem hins vegar telja að Ísland eigi að vera áfram frjálst og óháð, fullvalda ríki eru ekki taldir „frjálslyndir“ og enn síður íhaldssamir heldur eru þeir uppnefndir „einangrunarsinnar“ og „popúlistar“. Hjá flestum fullvalda menningarþjóðum þætti þetta viðhorf hin mesta skömm. Þó svo t.d. Bandaríkjamenn telji sig upp til hópa vera „frjálslynda“ dytti engum stjórnmálamanni þar í landi í hug að framselja fullveldið í bitum til erlends ríkis. Sá hinn sami yrði umsvifalaust sendur úr landi í böndum og komið varnalega fyrir á eyðieyju.

Continue reading “EES-samningurinn: Frjálslyndi í fjötrum”

Staða lýðveldis og fullveldis á Íslandi

Arnar Þór Jónsson skrifar í tímaritið Þjóðmál

Á síðustu misserum hefur atburðarás á vettvangi EES og Mannréttindadómstóls Evrópu kallað gjörningaveður yfir íslenskan rétt. Þetta hefur leitt til þess að lögfræðingar virðast margir hverjir hafa tapað áttum og misst sjónar á grunnviðmiðum íslensks réttar um lýðræði, fullveldi, valdtemprun o.fl.

Arnar Þór Jónsson hrl.

Þegar íslenska ríkið gerðist aðili að EES-samningnum og Mannréttindasáttmála Evrópu voru settir skýrir fyrirvarar af hálfu Íslendinga um neitunarvald að EES-rétti samkvæmt 102. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, og skýrt lagaákvæði þess efnis að úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi að íslenskum landsrétti, sbr. 2. gr. laga nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu.

Á undanförnum árum, einkum 2019 og 2020, hafa mál þróast með þeim hætti að ætla mætti að lagalegir fyrirvarar Íslands við samninga þá sem hér um ræðir hefðu verið settir til hliðar. Samhliða því hefur almennri umræðu verið hagað eins og ekkert sé athugavert við að erlendir embættismenn geti sýnt íslenskum stjórnvöldum ráðríki og farið sínu fram án þess að æðstu stofnanir lýðveldisins Íslands, sbr. stjórnarskrána nr. 33/1944, fái rönd við reist. Hefur þetta m.a. birst í því að þingheimur hefur í seinni tíð ekki sýnt vilja til að veita tilhlýðilegt viðnám á grundvelli gildandi samnings- og lagaákvæða, þótt Alþingi hafi heldur aldrei formlega vikið frá skýrum forsendum umræddra ákvæða og aldrei samþykkt að veita alþjóðlegum stofnunum vald til að binda hendur íslenskra yfirvalda. Með vísan til þeirra atburða sem hér um ræðir getur hvorki þing né þjóð flotið sofandi að feigðarósi í þessum efnum án þess að bjóða heim raunverulegri hættu á ofríki.

Continue reading “Staða lýðveldis og fullveldis á Íslandi”

ESB: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Friðrik Dalíelsson skrifar í Mbl:
“Stjórnmálaflokkarnir ætla í næstu kosningum að bjóða kjósendum upp á trakteringar frá ESB: Skattaokur á bíla og eldsneyti, „kolefnishlutleysi“ ESB, niðurgreiddan mat frá ESB, meira og dýrara reglugerðafargan, ESB-leiguíbúðir. Og frá eigin brjósti friðun uppblásins lands og einfeldningslega atvinnustefnu.

Friðrik Daníelsson

Flokkana skortir vitlega stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, meðal annarra orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, „loftslagsmálum“, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) hjálpaði til að koma í vandræði. Enginn flokkur getur hreinsað upp í reglugerðafeninu frá EES meðan sá samningur er enn í gildi.”

Continue reading “ESB: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?”

Hvers vegna nýtir Ísland sér ekki neitunarvald sitt skv. EES-samningnum?

Arnar Þór Jónsson hrl.

Arnar Þór Jónsson skrifar grein í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmál þar sem hann fjallar um stöðu lýðveldis og fullveldis á Íslandi einkum í ljósi framkvæmd EES-samningsins hér á landi á undnförnum árum.  Ýmsar spurningar vakna við lestur greinarinnar:

  • Er eitthvað við það að athuga að erlendir embættismenn sýni íslenskum stjórnvöldum ráðríki og geti farið sínu fram án þess að æðstu stofnanir lýðveldisins Íslands, sbr. stjórnarskrána nr. 33/1944, fái rönd við reist?
  • Er það eðlilegt úr frá lýðræðislegu sjónarmiði að þau „lög“ sem innleidd eru í íslenskan rétt séu að stórum hluta samin og sett af erlendum embættismönnum, án undangenginnar umræðu hér á landi, en einnig án möguleika á breytingum eða endurskoðun?
  • Hafa allir þættir íslensks ríkisvalds verið stórlega veiktir með innleiðingu erlendra réttarreglna á grundvelli EES-samningsins með tilheyrandi áhrifaleysi Íslands á þeim vettvangi?
  • Var það upphaflega ætlunin í aðdraganda EES að samningurinn myndi hafa þau áhrif að Ísland yrði að einhvers konar leppríki ESB?
  • Gengu Íslendingar í EES á á grundvelli efnahagslegs samstarfs eða á þeim forsendum að við værum að ganga í stjórnmálabandalag?

HÉR má lesa grein Arnars Þórs Jónssonar í heild

Dagar Sjálfstæðisflokkinn uppi?

Einar S. Hálfdánarson hrl. skrifar í Mbl:

“Hægriflokkar í Evrópu hafa minnkað eða þá dagað uppi. Það á t.d. við um sænsku móderatana, en einkum danska Íhaldsflokkinn. Kristilegir demókratar og franskir hægrimenn mega muna sinn fífil fegri. Sá flokkur sem nú stendur
upp úr er breski Íhaldsflokkurinn. Hann stendur við sína grundvallarstefnu án afsláttar. Þar er góð fyrirmynd (þótt við verðum auðvitað að halda EES-samstarfinu). Hinir fyrrnefndu hafa misst sambandið við kjósendur með því að eltast við mýrarljós í kappi við vinstriflokka. Nóg framboð er af slíkum flokkum á Íslandi án þess að Sjálfstæðisflokkurinn bætist í flóruna. Nú heldur
Ísland á heimsmetinu í skattheimtu og vilja margir bara bæta í! Útgjöld
til ýmissa málaflokka hafa verið sett á sjálfstýringu. Þarna og víðar á
Sjálfstæðisflokkurinn brýnt erindi.  Þau mál sem ráðgjafinn nefndi eru
ekki líkleg til að höfða til sjálfstæðisfólks að mínu mati.
– Sem betur fer.

Leysum ágreininginn

Ragnar Önundarson

Ragnar Önundarson skrifar á FB:

Ekki er ætlun mín að rifja upp umræðuna um þriðja orkupakkann eða ræða þann fjórða. Margir vilja fylgja Evrópu, aðrir vilja ríghalda í sem sjálfstæðasta stöðu landsins. EES hefur verið meðalvegur sem flestir hafa unað við. Viðskiptakjör landsins bötnuðu með EES, en skuggahliðin er sívaxandi fákeppni sem evrópskar reglur um stóra virka markaði virðast ekki hemja. Í Evrópu er nú stöðnun, en mikill vöxtur í Asíu. Útflutningur þangað mun vaxa, en dvína til Evrópu á næstu árum og áratugum. EES verður þó áfram um sinn rétta lausnin fyrir okkur. Lærdómurinn af Brexit er sem fyrr að „konungsgarður er rúmur inngangs en þröngur brottfarar“.

Lestu áfram…

Continue reading “Leysum ágreininginn”